Óðinn - 01.05.1908, Side 2

Óðinn - 01.05.1908, Side 2
10 ÓÐINN verslunarhús bæði í Englandi og Þýskalandi. Eldri dóttir Jakobs leysti af hendi stúdentspróf 17 ára gömul og varð ári seinna cand. phil. Hún hefur síðan dvalið nokkra mánuði i Frakklandi og stundað nám við háskóla þar. a. Dög’g*. Hin punga nótt í dag-geímsdali líður og deyr, er röðull gyllir fjallsins brún. Nú árblær vorsins angar hreinn og blíður um engin græn og blómum vaxin tún. I ótal litum logar dögg á stráum, sem leiftur skært frá ekta gimsteins baug, sem stjörnur titri’ og tindri’ á himni bláum, sem tíbrá glitri’ í morguns sólarlaug. Sem meyjar vör af unaðs æsing titrar, þá ástarkossinn brennir fyrsta sinn, sem sælublik i sveinsins auga glitrar, þá svannans vangi snertir heita kinn — svo brosa vöknuð blómin gegnum tárin, þá bikarkrónur opnar geislans skin og strýkur mjúkri mund um nætursárin, sem mær, er líknar særðum hjartans vin. Nú gleymist nótl og hugarsorgin svarta, þá sólin lítur kaldrar jarðar til. Nú vaknar ásthlý von í þreyttu hjarta, sem vermir andann sælum fagnaðsyl. Hvert demantsblik er djásn og augans ljómi, sem dýrðlegt speglar lífsins undrahaf. Hvert daggartár er drykkur handa blómi, sem dimma nóttin jörðu þj'rstri gaf. Brúðurin yakir <>i>' bíður. Með fangið fult af vonum hann lagði sína leið um löginn silfurtæra á ofursmárri skeið; hann beið ei lengi byrjar, því byr var í hans sál og báruniðinn þýddi ’ann sem heilagt englamál, því brúðurin beið fyrir handan. Hann viss’ að yfir haíið var leiðin afarlöng og lika reyndist mörgum svo hættuleg og ströng, en trúin hans var einlæg og öll hans dýpsta þrá var innileg og blíð eins og geislinn sólu frá, því brúðurin beið fyrir handan. Pótt ægir brúnir ygldi og yflr grúfði nótt hann áfram glaður kepti með nýjum dug og þrúll; í unnustans huga býr inndælt sólarvor og örugg trú á sigur og kraft og fjör og þor, því brúðurin vakir og bíður. Og þó að þrumur dynji og þrútni loft og sær og þoka geigvæn ógni, ’ann beint í liorfið rær. A bak við biksvört tjöldin hann eygir inndælt Ijós, þars endurþroskuð glitrar hans bernskudrauma rós — þar brúðurin elskandi bíður. Heill sje þeim er óttast ei hafsins feiknagný og hræðist ei hin stormþrungnu örðugleikaský, því jafnvel þó hann dauðanum mæti á miðri leið í meðvitund hans siðustu lýsir dagsbrún heið, því brúðurin ein á þar óðal. Einar P. Jónssnn. \_ j >1 í i-:i ii<I;i. Eftir W. Falkoner. (Lag eftir Svb. Sveinbjörnsson). Svo þorsti lífsins: — þörfin eilif-djúpa æ þvingar lífið fram á æðri braut, og neyðir andans dögg frá himni’ að drjúpa á dauðþyrst barn, sem felst við myrkurskaut. Hún knýr fram lind af köldum jarðarsteinum, hún kallar eld frá björtum guðasal; hún togar vísir fram úr foldarleynum, svo íinni’ hann ljósið bjart, sem skín um dat. Hver andans demant sögu sína rekur til svartrar nætur, þar sem einhver grjet. Hver mannlífsbót, sem gilda tíminn tekur, er tár, sem sorgin þyngsta eftir Ijet. Því þegar sálin sárt og lengi grætur, hún sækir dýpstu speki, lif, til þín. nvert reynslu-tár, hver daggardropi nætur í deinant breytist þegar sólin skín. 'i. U/v Porsleinn'i Porsleinsson. U/ p-^ Nú klæðist möttli grænum grund, nú glóir vogur, brosir sund, og alt er fult af fuglasöng og fögur kvöldin, björt og löng. En samt, Míranda, án þín er þó ekkert vor nje ljós hjá mjer; því jafnvel vorinu’ uni’ eg ei, ef ertu fjarri, kæra mey. Svo ljett og kát sent lindin tær, svo ljúf og þýð sem vorsins blær! Kom brátt, ef sje jeg brosa þig, þá breytist alt í kringum mig! Já, kom þú hingað, halla þjer, mín hjartans mey, að brjósti mjer; þá verður ljúft og ljett hvert spor og lífsins stundir eilíft vor. i

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.