Óðinn - 01.05.1908, Side 3

Óðinn - 01.05.1908, Side 3
ÓÐINN 11 Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á síðustu árum hefur kvenrjettindamálið verið sótt með meiri áhuga en áður í mörgum löndum Norðurálfunnar, og eitt þeirra, Finnland, er komið svo langt, að konur hafa fengið þarfull- komið jafnrjetti við karlmenn. Einkum hafa þó konur Norður-Ameríku haft forgönguna í þessu rnáli. Kvenfjelög eru nú mynduð, í flestum löndum hins mentaða heims, með því markmiði, að afla konum stjórnmálarjettar til jafns við karl- menn, og alþjóða-kvenrjettindafjelag er stofnað, sem heldur hrej'fingunni vakandi og setur heild- arskipun á fjelagsskapinn. Hjer á landi var stærsta sporið í þessa átt stigið á síðastliðnu ári, og gekk Reykjavík þar á undan. Með breyting, sem gerð var á lögum um bæjarstjórn Reykjavíkur á síðasta {)ingi, en undir- Frú Katrin Mai/nússon. búin hafði verið hjer í bæjarstjórn- inni og á almenn- um borgarafundi, er konurn veitt jafn- rjetti við karlmenn í bæjarmálum. Lögin ákveða, að »kosningarrjett hafi allir bæjarl)ú- ar, karlar og kon- ur, sem eru 25 ára þegar kosning fer fram, hafa átt lög- heimili i bænurn 1 ár, hafa óflekkað mannorð, eru fjár Frú Pórunn Jónassen síns ráðandi, eru ekki öðrurn háðir sem hjú og standa eigi í skuld fyrir sveitarstyrk — ef þeir greiða skattgjald til bæjarsjóðs. Konur kjósenda hafa kosningarrjett, þó þær sjeu eigi fjár sinsráð- andi vegna hjónabandsins og þótt þær eigi greiði sjerstaklega gjald í bæjarsjóð, ef þær að öðru lejdi uppfylla áðurgreind skilyrði fyrir kosningarrjetti«. Sömu reglur gilda um kjörgengi. Eftir þessunr lögum var fyrst kosið hjer í byrjun þessa árs. Kornu þá konur fram með sjerstakan lista og fylgdu honum vel, svo að hann fjekk flest atkvæði allra kosningalistanna og kom að 4 konum af 15 fulltrúum, er nú eiga sæti í bæjarstjórninni. Fleiri nöfn höfðu þær ekki tekið á listann. En þessar 4 konur eru : Frú Katrín Magnússon, frú Þórunn Jónassen, frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, og fylgja lijer myndir af þeim. Frii Katrin Magnússon er gift Guðmundi Magn- ússyni læknakennara. Hún er l’ædd í Hrappsey á Breiðafirði 18. mars 1858, dóttir Skúla Sívertsens, er þar bjó lengi, en nú er hjer í Rvík hjá dóttur sinni og tengdasyni. Móðir hennar, Hlíf Jónsdótt- ir frá Helgafelli í Vatnsdal, er dáin fyrir allmörg- um árurn. Frú Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum í Hrappsey, en var þó einnig nokkur ár lijer í Rvík hjá frændkonu sinni, frú Katrínu konu Jóns Árnasonar bókavarðar. 1891 giftust þau Guðmundur læknir og voru næsta vetur í Kliöfn, en þá fjekk hann Skagafjarðarlæknishjerað og síð- an kennaraembættið við læknaskólann 1894. Síðan frk. Þorbjörg Sveinsdóttir andaðist, 1901, hefur frú Katrin verið forstöðukona Kvenljelags-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.