Óðinn - 01.05.1908, Side 4
12
ÓÐINN
ins hjer, en það er stofnað 1894 og hefur unnið
að ýmsum þarflegum málum, fyrst stofnun há-
skólasjóðsins, er flýta skyldi fyrir því, að upp
kæmist háskóli hjer á landi, og á að verða tif
styrktar ísl. konum við háskólanám; þar næst
stofnun sjúkrasjóðs, er fjelagið hefur nú gefið land-
inu til styrktar sjúklingum, sem hingað leita á
spítala, og var sá sjóður, er fjelagið gaf hann, yfir
hálft fjórða þús. kr. Loks hefur það stofnað
Styrktarsjóð handa kvenfólki, sem bágt á með að
vinna fyrir sjer, en vill verjast því að fara á sveit-
ina, og er sá sjóður nú rúm 2000 kr. Auk
þessa hefur fjelagið stutt ýms fyrirtæki. T. d. gaf
það nýlega 400 kr. lil Berklaveikishælisins fyrir-
hugaða. Fyrir síðasta þing komu frá fjelaginu á-
skoranir um aukin kvenrjettindi, með um 12 þús.
nöfnum undir.
Einnig hefur frú Katrín verið í stjórn Thor-
valdsensfjelagsins nokkur undanfarin ár, og í
stjórn kvennaskólans hefur hún verið síðan 1896.
Frú Pórunn Jánassen er dóttir Pjeturs amt-
manns Hafsteins og hálfsystir Hannesar ráðherra
Hafsteins. Hún er fædd á Ketilsstöðum á Völl-
um árið 1850, og var faðir hennar þá sýslumaður
þar eystra, en varð litlu síðar amtmaður og flutti
þá til Akureyrar. I3ar ólst frú Jónassen upp lil
fermingar, en var síðan nokkur ár í Khöfn við
nám, meðal annars á Frk.-Zahles-skóla. Þaðan
kom hún til Rvíkur og giftist hjer 1871 dr. med.
J. Jónassen, síðar landlækni. Þau eiga eina dótt-
ur, Soffíu, gifta E. Claessen yfirrjettarmálafærslu-
manni.
Frú Jónassen er forstöðukona Tliorvaldsens-
fjelagsins, hefir verið það frá byrjun þess og mikið
fyrir það starfað, en það var stofnað 1874. Það
liefur komið upp þvottahúsinu við Laugarnar, sem
var mjög þarft verk, og síðar »Bazarnum« til út-
sölu á íslenskri handavinnu, er líka hefur reynst
hið besta fyrirtæki, og hefur salan þar gengið
mætavel. Auk þessa hefur það haft með hönd-
um ýms líknarfyrirtæki. Fyrir tveimur árum tók
það að safna fje í sjóð til uppeldisstofnunar handa
börnum.
»Óðinn« hefur áður flutt mynd af frú Jónas-
sen, í 8. tbl. II. árg., og má hjer vísa til þess,
senr þar segir.
FrúBríet Bjarnhjeðinsdóttir er fædd 27. sept. 1856
á Haukagili í Vatnsdal. Bjuggu foreldrar hennar
síðar á Gilá í Vatnsdal og eftir það á Böðvars-
hólum í Vesturhópi. Föður sinn misti hún rjett
fyrir 1880, og fór þá til síra Arnljóts á Bægisá,
frænda síns, og var þar 2 ár, en síðan á kvenna-
skólanum á Laugalandi. Veturinn 1884—5 var
hún í Revkjavík, en flutti hingað síðan alkomin
liaustið 1887 og flutti hjer þá í desember fyrir-
lestur um kvenrjettindi, sem síðan var gefinn út.
En fyrstu grein sína um kvenrjettindi skrifaði hún
í »Fjallkonuna« haustið 1885 með dulnefni undir.
14. sept. 1888 giftist hún Valdimar Ásmundar-
syni ritstjóra »Fjallk.« (d. 1902). Þau áttu 2
börn, stúlku og dreng, og eru þau nú bæði í hin-
um almenna mentaskóla.
Frú Bríet stofnaði »Kvennablaðið« 1895 og
hefur það komið út síðan. Barnablað gaf hún
út um tíma í samhandi við það. Hún ritar ljóst
og liðlega og liefur »Kvbl.« flutt ýmsar góðar hug-
vekjur. Hún var á alþjóða-kvenrjettindafundin-
um í Kaupmannahöfn 1906. Áður liafði lnin
ferðast um Svíþjóð og Noreg.
Frú Bríet er forstöðukona »Kvenrjettindafje-
lagsins«, sem stofnað var hjer i fyrra vetur og
eingöngu átti að vinna að því, að auka stjórn-
málarjettindi kvenna. En töluverð sundrung er nú
Frú Bríet Bjarnhjeðinsdóltir.