Óðinn - 01.05.1908, Qupperneq 5
1
ÓÐINN 13
l'rú Guðrún Björnsdótlir
í því fjelagi og innbyrðis óánægja, livað sem úr því
verður, þegar frá líður. '
Frú Guðrún Björnsdóttir er fædd áEyjólfsstöðum
á Völlum 27. nóv. 1854, dóttir Björns Skúlasonar
umboðsmanns, er lengi bjó þar, og Bergljótar Sig-
urðardóltur Guðmundssonar sýslumanns í Krossa-
vík. Hún ólst fyrst upp hjá foreldrum sínum á
Eyjólfsstöðum, en síðan lijá Bjarna lækni Thorla-
cius á Eskifirði um nokkur ár, þar til bún fór,
eftir fermingu, lil móðurbróður síns síra Vigtusar
Sigurðssonar á Sauðanesi, og giftist bún þar 1885
aðstoðarpresli bans, síra Lárusi Jóhannessyni frá
Enni, en misti bann eftir 4 ára sambúð haustið
1889. Einn vetur, nokkrum árum áður en bún
giftist, bafði hún dvalið í Khöfn. Þau síra Lárus
eignuðust 3 dælur og er ein þeirra nú við kennara-
nám í Khöfn.
Frú Guðrún flutlist hingað til Rvíkur með
dætur sínar árið 1900 og hefur dvalið hjer síðan.
Síðari árin hefur hún liaft á hendi mjólkursölu
og rekið hana með miklum dugnaði. Nýlega hef-
ur hún skrifað um mjólkurverslunina hjer í bæn-
um og sýnt fram á, að nauðsynlegt sje, til trygg-
ingar hreinlæti og heilbrigði, að koma á hana
öðru og betra lagi en verið hefur lijá mörgum til
þessa.
V or-kyrð.
I hálfskugga köfum er hraundranga rit
og heiðarbrún dottar i leynum,
er húmdrotning breiðirsitt daggtára drif
um dali og engi og háfjalla klif
og faðmskýlir frumgróða hreinum,
en blómgciruð lilíð er við bládaggar traí
sem blikfeldur settur með gimsteina vaf.
Og lækurinn niðar svo ljúft og svo hægt
með líðandi straumöldu sogin,
og söngröddin kát er nú þögnuð, en þægt
pjóta í laufkrónublöðunum vægt
ylstrauma frjóvgandi llogin,
er daggeislinn síðasti sólgjdta rós
saumar í dimmhláan möttulfald sjós.
Og geim-hvelið andar svo mjúkt og svo rnilt,
en myrkfald sinn geymir að baki,
og fossbúinn hefur nú hörpuna stilt
og hljómpýðum niðómi kveldloftið íylt
sem vögguljóð vorblómum kvaki,
og alt er svo friðrótt, er frumlífið smátt
fellur í armlög við daggmjúka nátt.
Og svefnguðinn faðmlögum náttúru nær.
Ei neitt utan blæsvalinn vakir;
sem varðsveinn hann læðist svo Iaðandi og vær
um lynggrónar heiðar og skrúðengi kær
svo bifast par blómvængir rakir.
En draumguðinn svífur um dali og fjöll,
sem dvalboði nætur um jarðblómin öll.
I einveru-kyrðinni áttu pað grund,
sem andvarpsins pnngstunu deyfir;
mann dreymir pá gjarnan um feðranna fund
og frjálsborna hugprá á velsælu stund,
og andinn sjer langflugin leyflr.
Því stormvindur lífsíns er horíinn í húm
og hefur ei lengur í sálunni rúm.
Tob. l'obiasson.
IIoidsn*t»ýliö heitir ný saga eftir Jón Trausta,
scm nú er verið að prenta og er framhald »Höllu«.
»Ul»p vid lossu«, saga Þorgilsar gjallanda, er
nýkomin út í pýskri pýðingu eftir H. Erkes, talsvert
stytt.