Óðinn - 01.05.1908, Side 7
ÓÐINN
15
Sæmundur hreppstjóri Jónsson á Borgarfelli
í Skaftártungu er fæddur á Búlandi 24. janúar
1832 og er albróðir Runólfs dannebrogsmanns í
Holti á Síðu, er
áður hefur stað-
ið mynd af hjer
í Óðni (II, 1,
190(5) ásarnt æfi-
ágripi. Ber Sæ-
mundur lirepp-
stjóri nafn síra
Sæmundar Ein-
arssonar á Ut-
skálum, er fyr
hafði veriðprest-
ur í Ásum, en
drukknaði fyrir
Suðurnesjum
1826. Voruþeir
aldavinir síra
Sæmundur og
Jón Björnsson
sættamaður á Búlandi faðir Sæmundar hreppstjóra.
Hinn 23. okt. 1857 kvæntist Sæmundur og gekk
að eiga Vigdísi dóttur Páls bónda Þorsteinssonar
á Haukabökkum á Síðu, og reisti hann um það
leyti búnað á Ljótastöðum. Samfarir þeirra Sæ-
mundar og Vigdísar urðu skammar, og Ijest hún
1865. Bjó Sæmundur þá um bríð ókvæntur, þar
til 1870, að hann giftist Katrínu Vigfúsdóttur, Bót-
ólfssonar, frá Flögu, hálfsystur Sigurlaugar í Holli
konu Runólfs bróður Sæmundar. Var Katrín þá
ekkja, en miklu yngri en Sæmundur. Lifir liún
enn, gáfuð og góð kona. Nokkru fyrri en Sæ-
mundur lcvæntist í síðara skiftið flutti hann sig
búferlum frá Ljótastöðum og að Borgerfelli, og
hefur liann búið þar síðan. Keypt hefur hann
jörðina fyrir laungu, en Borgarfell var áður klaust-
urjörð, eins og llestar jarðir fyrrum í þeim hjer-
uðum.
Sæmundur, sem nú er búinn að búa svo að
Segja 50 ár, hefur alla jafna verið búþegn forsjáll
°g einn af þeim bestu þar um slóðir, með snyrti-
legum umgangi og hirðusemi allri, svo að fyrir-
mynd hefur þótt. Hófsmaður góður um alla hluti,
sbltur maður og óhlutdeilinn, vinsæll og vel met-
lnn’ tillögugóður allra mála og hyggindamaður
goður, svo að ekki liafa sveitungar hans fremur
viljað hlíta annara forsjá en lians. Prúðmenni í
framgöngu og fyrirmannlegur á yfirbragð. Valin-
kunnur sæmdarmaður.
Opinher störf hefur Sæmundur liaft ýms með
höndum og meðal annars hefir hann haft hrepps-
stjórn á liendi í meira en mannsaldur, fyrst í
Leiðvallahreppi hinum forna og síðan i Skaptár-
tunguhreppi.og hreppstjóri Tungumanna er hannenn.
Með báðum konum sinum hefurliann áttmargt
barna. Af fyrri konu börnum hans voru meðal
annara Oddn}r (f. 6/io 1860), sem enn lifir, kona
Sigurðar bónda á Búlandi, og Sumarliði (f. 22/n
1865) er úti varð í Vesturheimi fyrir fáum árum.
Eitt af seinni konu börnum Sæmundar er Vigdís
(f. 22/s 1872) kona Björns óðalsbónda í Svínadal
Eiríkssonar frá Hlíð. -/}.
——
Kristján Tómasson.
Kristján sál. Tómasson var fæddur á Ketils-
stöðum í Hörðudal 13. okt. 1844, og ólst þar upp
fram yfir tvítugt. 1868 fór hann sem ráðsmaður
til ekkjunnar Ástu Egilsdóttur á Þorbergsstöðum
og kvæntist henni ári síðar. Þau eignuðust 2
syni, og býr nú annar þeirra, Benedikt, á Þor-
bergsstöðum eftir föður sinn. 1898 kvæntist Krist-
ján sál. í annað sinn Jóhönnu Stefánsdóttur, er
lifir mann sinn ásamt 3 dætrurn í æsku. Ki’istján
sál. var karlmenni og hraustmenni, og að öllu
leyti mikið í hann spunnið; en snemma æfinnar
tók liann bilun þá, er hann síðan gekk með alla
æfi, ofl stórþjáður, þótt hann ljeti ekki á bera, og
leiddi hann að lokum til bana 2. apríl f. á.
Kristján sál. var bú-
höldur hinn mesti, hag-
sýnn, atorku- og ráð-
deildarsamur, enda bún-
aðist honum sjerlega vel,
og voru konur hans
báðar honum í því sam-
hentar. Hann var stjórn-
samur húsbóndi, um-
hyggjusamur heimilis-
faðir, góður og nærgæt-
inn ektamaki og ástrík-
ur faðir. Gestrisnis- og
greiðamaður var hann
hinn mesti, og mátti svo
segja að hús hans stæði öllum opið, enda þurfti
þar margur við að koma.
Kristján Tómasson.