Óðinn - 01.02.1909, Side 1

Óðinn - 01.02.1909, Side 1
OÐINN 11. BLAl) PKBRUAR 1901). IV. \ I í Hallgrimur biskup Sveinsson.. Á næstliðnu hausti ljet herra Hallgrímur Sveinsson af biskupsdómi, sökum sívaxandi van- heilsu, eftir að hafa haft á hendi tilsjónarmanns- starfið í kirkju íslands tvo ára- tugi tæpa. »Óðni« þykir hl}rða um leið og hann flytur mynd hins frá- farna hiskups að geta helstu alrið- anna í æfi hans, þótt þau sjeu flestum lesenda hans kunnug. Hen'a Hall- grímur Sveinsson fæddist í Blöndu- dalshólum í Húnavatnssýslu 5. apríl 1841. Faðir hans var Sveinn prófastur Níelsson(fl881), er lengst af hjell Ölduhrygg.envar síðast prestur á Hallormsstað, einn með fremstu mönnum and- legrar stjettar þessa lands á sinni tið, sökum lærdóms gáfna, latínumaður með afbrigðum og orðlagður kennari. En móðir lians var síðari kona síra Sveins, Guðrún, sýstir síra Halldórs á Hofi, en dóttir síra Jóns prót. í Steinnesi Pjeturssonar og Elísabetar Björnsdóttur prests Jónssonar í Ból- staðahlið. Tveggja vetra lluttist herra Hallgrím- ur með foreldrum sínum vestur í Miðfjörð að Staðai hakka og þaðan aftur 9 ára gamall vestur að Staðastað á Ölduhryggg', sem þá var veittur síra Sveini. Eftir að hafa notið hinnar ágæt- ustu heimilisfræðslu i föðurgarði, kom hr. Hall- grímur í Reykjavíkurskóla haustið 1857. Þar þótti hann hrátt skara fram úr flestum jafnaldra sinna, enda fóru saman hjá hon- um kostgæfni og hinar farsælustu námsgáfur. Vor- ið 1863 lauk liann stúdentsprófi og hlaut þá, fyrstur allra stúdenta frá Reykjavíkur- skóla, ágætisein- kunn*. Að loknu stúd- entsprófi fór hr. Hallgrímur utan til guðfræðináms við háskólann og' lauk þar emhætt- isprófi vorið 1870 með 2. einkunn hinni betri, en öll hin minni- háttar háskóla- próí sín hafði hann áður tekið með lofseinkunn og eitt þeirra, heimspekisprófið með ágætisein- kunn í öllum námsgreinunum þremur, sem þá var próiáð i. Næsta vetur var hann í Khöfn og tók þátt í verklegum æfingúm á prestaefnaskól- anum þar. Sótti hann þá um Kirkjubæjarpresta- kall í Hróarstungu, en fjekk ekki. En nokkru *) Árið 1885 ljekk Jón Steingrimsson (prestur í Gaulverjabæ) ágætiseinkunn viö stúdentspróf. Siðan liafa ýmsir fleiri liloliö þá eiukunn. Hallgrímur biskiip Sveinsson OO

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.