Óðinn - 01.02.1909, Síða 5

Óðinn - 01.02.1909, Síða 5
Ó Ð I N N 85 ura mikið að þakka, að við síðar feng- um að sjraa glímuna á Olvmpisku leik- unum sjálfum. Til þessa tíma höfðum við haft æf- ingar á Stadium og notið í alla staði sama rjettar og þátttakendur í leikun- um sjálfum. Mánudaginn 13.júlí voru leikarnir opnaðir af Játvarði konungi kl. 31/2 síðd., og var þar margt stór- menni saman komið. 21 þjóð tóku þátt í þessum leikum og var hæði tilkomu- mikið og skemtilegt að sjá hverja eftir aðra koma fram á vellina, og hver flokluir hafði sinn þjóð- arfána í hroddi fylkingar, utan Finnar; þeirra merkisberi hjelt á spjaldi, er á var letrað stórum stöfum: )>Finnland((. Peir voru liarðlegir og karl- mannlegir og auðsjeð, að þeir rnyndu- ekki láta hlut sinn að óreyndu. Jeg mun aldrei gleyma þessum degi; þar sýndu rneðal annara Svíar, Danir og Norðmenn leikfimi af mikilli list. Næstu daga æfðum við (í Polytecniska Clubbn- um) í Lundúnum á- samt Dönum og fleiri þjóðum. Mánudaginn 20. júlí átti miðþungaílokkur- inn í grísk-rómversku glímunni að reyna með sjer; í honum var landi okkar Jóhannes Jósefsson, svo nærri má gela að okkur muni hafa verið ó- rótt um morguninn, áður en leikurinn hófst, yfir því hvernig fara mundi. Þeir voru 24, er þátt tóku í þess- ari glímu. Jóhannes glímdi fyrst við Ungverja að nafni M. Orosz; glímdu þeir báðir vasklega, en viðskiftum þeirra lauk á þann veg, að Ungverjinn fjell eftir 12^/2 mín.; næst glimdi Jóh. við Svía, er Frank man jeg varla til að hafa harðfengleg og snögg uðu með því, að Jóh. lagði Svíann eftir 21/2 mín., og ljettist þá brúnin á okknr, því eftir þetta hlaut Jóh. að lenda í lokaglímunni, en í henni lóku þátt þeir fjórir, er bestir voru taldir. Nú var íslendingurinn (svo var Jóh. jafnan kallaður) búinn að fá orð á sig fyrir karlmannlega frammistöðu, og töldu sum hlöð hann vissan með fyrstu verðlaun. Loka- glíman fór frarn 24. júlí. I lienni tóku þátt: Jóh. Jósefsson, F. M. Mortensen og M. Andersen Svíar, og A. Andersen frá Danmörku. Fjust glímdu þeir. A. Andersen og Mortensen og lauk því svo, að A. Andersen fjell. Næstglímdu þeir Jóh. og M. Andersen og var það hörð og löng viðureign. Mikill hiti var þenn- an dag, og tókum við eftir því, að Jóh. mæddist og dró af honum þegar sótti fram í glímuna; 20 mín. áttu þeir að þreyta, en rjett áður en tíminn var útrunninn, nær Svíinn taki undir handlegginn á Jóh. og sveigir hann aftur á bak, svo nærri lá að herðarnar vissu niður, og sjálfur gekk hann eftir mætti á liandlegginn, en Jóh. þótti ilt að liggja, og stritaði á móti og vatt sjer úr bragðinu, en það hef jeg sjeð karl- mannlegast, að geta varið sig falli und- ir jiessum kring- umstæðum. Lauk svo glímunni, að hvorugur fjell, en þó var Svíanum dæmdur sigurinn. Nú áttu þeir Jóli og A. Audersen að gliilia um þriðju verðlaun, en Jóli. skoraðist undan, enda var honum ekki meinlaus handleggurinn eftir viðureignina við Andersen. Verðlaun fjðllu því á þá leið, að 1. verðlaun hlaut Mortensen, 2. M. Andersen, báðir frá Svíþjóð, en þriðju A. Andersen. Daginn ei’tir, eða 25. júlí, sem var síðasti dag'- urinn sem Olympisku leikarnir stóðu, sýndum við íslenska glímu; þann dag var drotning viðstödd og út- hýtti verðlaunum. Við glímdum þá U/2 kl.stund. Sama dag sýndu og ýmsir listir sínar að viðstöddum miklum mannfjölda. A meðan við dvöldum í Lund- únum, kyntumst við manni, er nefndist Apollo, sem þó var kenn- ingarn.afn, er liann hafði hlotið fyr- ir vaskleik sinn og fríðleik; því í-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.