Óðinn - 01.02.1909, Side 7

Óðinn - 01.02.1909, Side 7
Ó Ð I N N 87 — en fann það ei, hið Ijósa Ijós, er lýsir bjartast mannsins sál. Og lengra og lengra’ eg seig og sökk í svartan húmsins ál. Brira. Svo undarleg viðkvæmni vefst mjer í hug eins og vonlausa prá sje að dreyma; og æskulífs minningar utan frá sjá um anda minn glóbjartar strejuna. Og sogalda þrárinnar hringast og hefst eins og holskefla’ um sendna strönd. En vonanna dis er sem draumtögur sól, er dvelur við fjarlæg lönd. Þær unnu pó saman um eina tið, er árdegi lýsti á tindi, og færðu mjer trúna sem fullvissu’ um alt hið fegursta samræmi’ og yndi. Hún stælti vöðva og stælti hug, hvert starf varð mjer ljett um skeið; hún lagði sólskin um sjó og lönd, — en sveik, þá er mest á reið. Nú fara um hlíðina skuggi og skin og ský eftir himninum liða; og Ióurnar flögra um lingvaxinn mó með löngun og haustdagakviða. Pú byggir í drauminum, barn mitt kært, og brosir við geislasjóð. En utan frá strönd berst að eyrum mjer svo ömurlegt brimsins hljóð. Regn. Fölnuð velkjast lauf í lundi; lyfta stormar bylgju’ á sundi; dunar þungt á scndum sjár. Unnir rísa á ýmsa vega eins og brjóst i þungum trega. Prútin hniga þoku tár. Lemur regnið hús og hjalla. Húmsins skuggar vaxa’ og falla. Bleik og köld er nótt sem nár. Fölt og visið foldar hár. — Vakir ein í hljóðu hreysi hrörnuð snót, við gæfuleysi svellur brjóstið sorgarmótt. Eru þrír í Ægis sölum; en hinn fjórði á köldum fjölum hvílir Iik í lini rótt. Olduhljóðin úti duna eins og þung og margföld stuna. En hún grætur inni hljótt; gróin fast við grimma nótt. Hvar er vorið vonarljósa, varmi skins og angan rósa, — bjartrar æsku blómsturlönd? Hvað var lífið? — Sár og sorgir; súgur gegnum hugans borgir; skortur; brim við skerjaströnd; — alt, sem vanst, í auðn að missa, ein á bakvið dauðans vissa. Yndisstundir, ástarbönd, — alt i skugga’ af Heljar hönd. — Altaf regnið úti lemur; aldrei hljóðið staðar nemur; dimt og þungt um geiminn gnýr. Ölduföllin utar dynja, inn tíl fjalla skriður hrynja; bjarga milli bergmál flýr. Fölnuð laufin fjúka af meiði, finna stöðugt skjól og leiði þar, sem enginn aftur snýr. — Pungt á söndum særinn gnýr. Pú, sem lætur fölna og frjósa, flæða og þorna lifsins ósa; þú, sem mylur hamrahlein; þú, sem beygir, þú, sem brýtur; þú, sem alt á jörðu lýtur líkt og bylnum blað á grein; þú, sem lætur þrútna og blæða; — þú, sem líka kant að græða, Drottinn! hennar mýktu mein. Manstu’ hún grætur — grætur ein? Riístir. Alt er falið undir snjó; enginn greinir flag og tó. Aleinn frá sjer hamar liryndir. Hljóðar renna djúpsins lindir. — Enga get jeg fundið fró. Freista hugans gamlar myndir. Kom jeg einn um haust i liríð að hrundum bæ úr fyrri tið; á gráum hól við götustiginn gnapir tóftin, skæld og sigin. Ofar blásin, hrukkótt hlíö harmar þögul fornu tygin. Engan get jeg fundið frið; fastur æ við sömu mið. Þó hjarta mitt sje hljótt og dolið hugurinn getur ekki sofið; og svo blasir augum við yfirgefið bæjarhrofið. En það blasir augum við og á bak við stærra svið: vonarústir; veikluð hljóðin; varmaglæður; hjeluð slóðin; inst á bekk við andans hlið ófædd myrt hin stærstu ljóðin.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.