Óðinn - 01.02.1909, Side 8
88
Ó Ð I N N
Ef ungan og sterkan þig sækir sorg.
Ef ungan og sterkan pig sækir sorg,
þá syrtir og snjóar um hugarins borg,
uns þjer verður sama um alla og alt;
að ís verður þrá þin við myrkrið kalt;
sá grafhjúpur legst j'fir grát þinn og kvíða;
þú getur ei meira. Og stundir líða.
En íyr en þig varir rís vonarsól
á vetrar þíns himni og boðar jól.
Og fyrst þegar hlínar þín helfreðna lund
fyrir hækkandi sól, þá kemur stund,
er sorgin vaknar og vex á ný
eins og vötn, þegar birtir og sól er hlý,
en snjór yfir vengi. I vöku og draumi
liún verður að tærum og frjóvgandi straumi.
En ef þú ert roskinn með ástúðga lund,
og ást heíur boðið þjer gull i mund,
og sorgin í almætti sækir þig heim,
svarteyg og margfróð um rökkuisins geym,
— gættu þín vinur að vera þá styrkur
og vit: þá er skamt í hin ystu myrkur.
Sumar.
Nautnar-iða! Unaðs-dans!
Ymur himinsælum tónum,
vigir lífið loftsins glans,
leikur dátt um eyru manns,
eilíf sveiflun, enginn stans
ástardraumsins fyrir sjónum.
Vígir lifið ljóssins glans,
Ijómar himin-sigurtónum.
Munaðsleitun fííið er;
leiftrar þrá af hverju strái.
Samrás kynja sigur ber
sælu vígð um fold og ver;
dýþsta fýst hvers eðlis er
ástarkvist að reisa’ úr dái.
Sjafnar-löngun lífið er,
logar þrá á hverju strái.
Brimhljóð.
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi,
volduga bára, út á þungum straumi.
Ungur jcg er og eldri munu segja,
að ungum mjer væri stórum betra’ að þegja.
Aldraði þulur, ertu nokkuð betri
orðinn með hverjum liðnum, týndum vetri?
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi
volduga bára út á þungum straumi.
ftáran hleypur frá landi lil lands
sem ljettfætt stúlka til elskhugans,
er sífelt gömul, er sífelt ung,
er sumum ljett, en er öðfum þung.
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi,
volduga hára, út á þungum straumi.
Enn hef ei undir ok jeg lært að beygja
aflþrunginn hnakka, jeg vil lieldur deyja.
Nei, jeg vil lifa, þar sem þora að hljóma
þróttmikil orð mín laus við sleggjudóma.
Vagga, vagga, vagga mjer i draumi,
volduga bára, út-á þungum straumi.
Ifáran hleypur frá landi til lands,
sem ljettfætt dansmey frá manni til manns,
úr einurn faðmi í annan hún fer,
en altaf náköld hvar sem hún er.
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi,
volduga bára, út á þungum straumi.
Gráhærði þulur, eld jeg hef í æðum,
afl frá mjer sjálfum, fátt af lífsins gæðum,
en þú ert horílð ljós á liðnum degi
og liggur sem skuggi þinn á förnum vegi.
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi,
volduga bára, út á þungum straumi.
Báran hleypur frá hmdi til lands,
leggur ein út í fcrð eða margar í fans;
liún glymur stöðugt og grenjar hátt,
en geymir þó mál sitt og talar fátt.
Vagga, vagga, vagga mjer i draumi,
volduga bára, út á þungum straumi.
Tíminn er minn uns svartur jeg er síginn,
scm sjálfs min skuggi yflr genginn stíginn,
og jeg vil lifa þar sem þora’ að liljóma
þróttmikil orð mín laus við sleggjudóma.
Vagga, vagga, vagga mjer í draumi,
volduga bára, út á þungum straumi.
Vallam ur.
Prentsmiðjan Gutenberg 190H.