Óðinn - 01.04.1909, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.04.1909, Blaðsíða 4
Ásta Árnadóttir málari. Ásla Kristín Árnadóttir er fædd d. júlí 1883 í Narfakoti í Njarðvíkum. Foreldrar hennar voru Árni Gíslason, barnakennari og bóndi í Narfakoti, dáinn 1900, og kona hans, Sigríður Magnúsdótt- ir. Hún er næst elst af 10 börnum þeirra, sem enn lifa. í mars 1904 byrjaði hún að mála lijá Jóni Heykdal málara í Reykjavík. Fram lil þess tíma vann bún algeng lcvenmannsverk, var vinnu- kona og þjónandi í húsum á Seyðisfirði, Akur- evri og í Reykjavík. Hjá Jóni Reykdal var bún læpt ár, fór þá til N. S. Rerthelsens inálara og var bjá honum í nærri 3 ár. Hún vann þann tíma fyrir allgóðu kaupi og liafði með því ofan af fyr- ir móður sinni og óþroskuðum systkinum. Hún bafði lljótt sterka löngun til að sigla, til þess að geta fullkomnað sig í iðn sinni, en ástæður lil þess voru ekki góðar, þar sem bún gat ekkert dregið saman af kaupi sinu. Haustið 1906 bauðst benni ókeypis far lil Kaupmannahafnar, fyrir að annast nm veikt barn á leiðinni; tók bún strax því boði og sigldi skömmu síðar. Álti bún þá alls ckkert víst þegar þar kæmi, var nær alveg peningalaus, og liafði ekki lært dönsku, nema af meistara sínum Berthelsen, og þó alt af talað ís- lensku við hann. IJún komst í Köfn strax á ódýr- an verustað, Værnehjemmet Bethania, og forstöðu- kona þess kom henni á teikni- og málaraskóla. Hún gekk á hann um veturinn og gerði prófsmíð um vorið, og hlaut bronsemedalíu fyrir hana, eina af 15, sem veittar voru, en 64 gerðu prófsmíðar samtímis. Kennarar hennar ljetu það opinskátt, að hún væri fyrsti fullnuma kvenmálarinn í Dan- mörku. Þá fjekk hún leyíi til að ganga á teikni- skóla, sem enginn kvenmaður hafði gengið á. Ýmsir urðu til að hjálpa henni þar, sjerstaklega Olafur Olafsson kaupmaður og kennarar hennar. Seinna um vorið málaði luin þar nokkurn tíma, þar á meðal farþegarúmin á skipi Þ. Tuliniusar »Helga kongi«, og veitti Tulinius henni ókeypis far heim á lionum. Hún vann hjer heima um sum- arið og gat með vinnu sinni borgað það, sem hún hafði orðið að skulda um veturinn. í fyrra haust sigldi hún aí'tur til þess að ganga á hinn fyrnefnda skóla. Henni var veitt nokkuð af iðnaðarmanna- styrknum og gat hún með sparsemi komist af mcð hann um veturinn. Vorið 1908 var lítið um vinnu í Höfn, sakir peningaeklunnar. Hún varð því að fara þaðan. Þeir, sem hún ráðfærði sig við, rjeðu henni frá að fara annað en lieim, töldu þar öll vandkvæði á. En Ásta vildi afla sjer meiri þekkingar á iðn sinni og kynnast henni víð- ar, og lagði þá enn á stað með tvær hendur tóm- ar og mállaus til Hamborgar. Þar komst hún íljótl að vinnu með sama kaupi og fullnuma karl- menn. 1 haust sem leið komst hún á einhverja hestu vinnustofuna í Hamborg. Þessar upplýsingar, sem hjer hafa farið á undan, hefur »Óðinn« fengið hjá kunnugum manni. En annars sýna útlend blöð, bæði dönsk og þýsk, best, hverja eftirtekt dugnaður Ástu hefur vakið. Þegar hún tók prófið í Höfn, fyrir 2 árum, voru víða myndir af henni í dönskum hlöðum, og eftir að luin kom lil Hamhorgar, ilutti livert blaðið eftir annað greinar um hana og myndir af henni, þar á meðal »Der Weltspiegel« 12. júlí í fyrra,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.