Óðinn - 01.04.1910, Blaðsíða 2
Ó Ð I N N
2
þing, í fyrsta skifti 1902, og síðast 1908, og munu
fáir þingmenn traustari í sessi en hann.
Árið 1896 verður J. M. landritari hjá Magnúsi
landshöfðingja Stephensen, er Hannes Hafstein
gerðist bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í ísa-
fjarðarsýslu. Því A'andasama og vinnumikia em-
bætti gegndi Jón þangað til stjórnarskiftin urðu
snemma á árinu 1904. Þá losnaði sú sýslan, er
Jóni var einna kunnust og kærust, og var liann
sjálfsagður að fá hana og hafði fullan huga á því
að koma aftur heim í átthagana nyrðra. En
Hannes ráðherra lagði þá svo fast að Jóni, að
taka skrifstofustjórastarf að sjer í stjórnarráðinu,
vegna hinna miklu kunnugleika hans á öllum
málum, að það varð úr. Jón var þar síðan for-
sljóri 1. skrifstofu með dómsmálin, kirkju og
kenslumál. Snemma á árinu 1909 fær hann bæjarfó-
getaembættið í Reykjavík, er stjórnarskifti urðu aftur.
Árið 1901 var Jón skipaður i milliþinganefnd-
ina í fátækra- og sveitastjórnarmálum, og eftir frá-
fall Páls amtmanns Briem 1904, varð Jón for-
maður nefndarinnar. Á alþingi var Jón síðar
aðalmaðurinn við sveitastjórnarlögin og fátækra-
lögin, sem komu frá þinginu 1905.
Geta mætti og þess að Jón var ílutningsmaður
frumvarpsins um lagaskóla á þinginu 1903, þá er
loks voru afgreidd lög um þann skóla, er hlutu
staðfestingu konungs.
Hann var einn þeirra 7 alþingismanna, sem sálu
í sambandslaganefndinni 1908 og útveguðu liið frjáls-
lega tilboð f'rá Dönum, sem alþingi síðan hafnaði.
Ekki er það ofmælt, að J. M. sje einhver
allra besli lagamaður landsins, og vel haldast
dómar hans. Hann hugsar manna best orð sín
og gerðir og er afarvandur að livorutveggja, sann-
gjarn maður og rjettsýnn; fyrir það einnig manna
vinsælastur og trúir því hver maður, að því starfi
sje vel borgið, sem liann hefur með höndum,
hversu vandasamt sem er. Hann starfar mikið á
þingi, eigi síst í nefndum og eru tillögur hans
mikils metnar.
Nokkur ár átti hann sæti í bæjarstjórn Reykja-
víkur, en gaf eigi kost á sjer til endurkosningar.
Hann er kvæntur Þóru Jónsdótlur, dóttur
Jóns heitins Pjeturssonar dómstjóra. Þau giftust
fyrsta árið sem hann var sýslumaður í Vest-
mannaeyjum.
Sæmdur er liann lieiðursmerkjum dannebrogs-
riddara og dannebrogsmanna. h.
Sigurður Brandsson
í Tröð í Hnappadal er fæddur í Árnabúð á Arn-
arstapa undir Jökli 25. júlí 1832. Voru foreldrar
hans Brandur smiður, sonur Sigurðar í Máfahlíð
(í. 1767, d. 17. mars 1846), síðan á Jörfa í Kol-
beinsstaðahrepp og síðast í Eiríksbúð á Stapa,
Brandssonar smiðs á Jörfa, Brandssonar, Egils-
sonar í Miðskógi í Dölum, Brandssonar, Árnason-
ar, af ætt Árna Þorleifssonar í Fagradal bróður
Björns ríka (d. 1467), en þeir voru synir Þorleifs
Árnasonar frá Auðbrekku og Vatnsfjarðar-Kristínar
Björnsdóttur Jórsalafara. Kona Brands Sigurðs-
sonar og móðir Sigurðar í Tröð A7ar Kristín Katrín
Hreggviðsdóttir (f. 1762, d. 11. des. 1831) frá
Brekkubæ á HellisvöIIum, Jónssonar í Andrjesar-
búð á Stapa, Ásgeirssonar í Andrjesarbúð, Þorgils-
sonar, Árnat'onar á Stapa. Kona Hreggviðar í
Brekkubæ og móðuramma Sigurðar í Tröð var
Sigríður Erlendsdóttir prests á Nesþingum (d. 1790),
Vigfússonar í Hjörsey, Sigurðssonar, Einarssonar
sýslumanns í Skaptafellsþingi (d. 1691), Þorsteins-
sonar sýslumanns í Þykkvabæ í Veri (d. 1656),
Magnússonar í Stóradal, Árnasonar, af ætt Lopts
ríka. Kona Magnúsar í Stóradal og móðir Þor-
steins var Þuríður Sigurðardóttir prests á Grenj-
aðarstað, Jónssonar hiskups Arasonar. Kona Sig-
urðar í Máfahlíð og móðir Brands í Árnabúð var
Steinunn Sigui ðardóttir prests í Staíholti (1736-
1766), Jónssonar silfursmiðs og lögrjettumanns,
Þorleiíssonar á Ketilsstöðum í Múlaþingi, af Hey-
dalaætt. Systir Steinunnar var Margrjet kona
Þórðar prófasts Brynjólfssonar á Felli (d. 1840).
Þeirra dóttir Margrjet kona Magnúsar sýslumanns
á Höfðabrekku og móðir Magnúsar landshöfðingja
Stephensens. Sigurður Brandsson og Magnús
landshöfðingi eru því þremenningar að frændsemi.
Foreldra sína misti Sigurður í æsku. Móðir
lians (f. 1797) Ijest 29. október 1837, en faðir lians (f.
1794) andaðist 11. desember 1844. Dvaldi Sigurður
þá til vorsins hjá föðurbróður sínum Gísla Brands-
syni í Eiríksbúð á Stapa; hafði hann umsjón yfir
því, sem Sigurður erfði eftir föður sinn. En með
vorinu vistaði liann Sigurð í Lækjarbug í Hraun-
hrepp í Mýrasýslu, og var Sigurður sendur þangað
um krossmessuleytið 1845 með vermönnum utan
úr veiðistöðum. Var Sigurði sá skilnaður lengi
minnisstæður, að yíirgefa alla æskuvini og kunn-
ingja. Einkum þótti lionum mikið fyrir að skilja
við Sigurð afa sinn, sem þá var einnig í Eiríksbúð