Óðinn - 01.04.1910, Page 4
4
Ó Ð I N N
riðinn um langan aldur. Árið 1875 var hann
kosinn í hreppsnefnd í Kolbeinsstaðahrepp, og árið
eftir var hann kosinn oddviti. Árið 1880 var hann
kosinn í sýslunefnd og sat í henni lengi síðan, en
sagði þá jafnframt af sjer oddvitastörfum. Árið
1878 var hann skipaður úttekta og virðingamaður
í Kolbeinsstaðahrepp, og hefir gegnt því enn lengi.
Meðlijálpari hefur hann verið siðan 1860 og jafn-
an ýmist safnaðarfulltrúi eða sóknarnefndamaður,
frá því sú skipan komst á, til þess fyrir tveim
árum, að hann neitaði kosningu. Annar sátta-
niaður í Kolbeinsstaðahreppi var hann skipaður
1884, og saina ár hreppsljóri, og gegnir hann hvoru-
tveggja því starfi enn. Mentan hefur Sigurður eigi
fengið aðra en þá, sem hann hefur aflað sjer sjálf-
ur, og er hann þó vel að sjer um margt, hefur
verið hneigður fyrir bækur og lesið mikið. Af
náttúrunnar hendi er hann miklum hæfileikum
búinn. Skynsemdarmaður hinn mesti, alvörugefinn
og einarður. Málrómurinn mikill og maðurinn öldur-
mannlegur. Öll hin opinberu störf hans hafa far-
ið honum vel úr hendi með skörungskap, skynsemi
og sanngirni, og hefir fátt svo verið ráðið í hjer-
aði hans nú liin síðustu 30—40 árin, að hann hafi
þar ekki verið kvaddur til, og hafa flestir unað því vel
að hlíta hans forsjá, enda er maðurinn yíirlætis-
laus. Honum er og sjálfum hlýtl í þeli til flestra
hjeraðsmanna sinna, eins og hann vottar í bögu
þessari, er liann ritaði kunningja sínum fyrir
nokkru, svo sem hann var þeirra að minnast:
Pá mjer gæði veittu vel,
vægð og næði sýna,
jöfurs hæða forsjón fel
ferðabræður mína.
Börn þeirra Sigurðar og Valgerðar hafa verið
þessi: 1. Guðbrandur, fæddur 21. sept. 1856, trje-
smiður í Vesturheimi. 2. Gísli, fæddur 11. júní
1858, sjómaður á ísafirði, dáinn 1006. 3. Páll,
fæddur 1860, dáinn 2 ára. 4. Pálína Malthildur,
fædd 25. sept. 1862, yíirsetukona í Kolbeinsstaða-
hrepp, gift Guðmundi Eggerlssyni frá Miðgörðum.
5. Páll, fæddur 3. sept. 1864, bóndi í Haukatungu,
giftur Jóhönnu Guðríði Björnsdóttur frá Stóra-
hrauni, Gottskálkssonar frá Landbrotum, Gísla-
sonar prests í Hítarnesi, Guðmundssonar tiptunar-
búsráðsmanns, Vigfússonar, en Guðmundur var
bróðir Erlends Nesþingaprests. Þrjú börn vanda-
laus ólu þau upp Sigurður og Valgerður, og hefur
Sigurður sagt Valgerði það til sæmdar, að hun
hafi tekið þau. Var með einu þeirra gefið »eftir
þátíðar meðgjafar útlátum«, en hin ólu þau upp
fyrir ekki neitt. Tvö af þeim, sem komu til þeirra
á 1,—2. ári, voru hjá þeim til fullorðinsára, en
eitt þeirra, uppeldisdóttir, dvelur hjá fóstra sínum
enn, sem og er enn í Tröð, ásamt aóttur sinni og
tengdasyni, en hefur þó sín efni fyrir sig. Sigurður
á þann orðstír, að hann hefur jafnan verið trygða,
æru og manndygðamaður. i
■ 0» $ OQ-'® •
Zacharias Topelius.
Eitt hið merkasta og frægasta af ritverkum Z. T. cr
nýlega komið út á íslensku, »Sögur herlæknisins«, í
þýðingu eftir síra Matth. .lochumsson. Pctta ritsafn er
í 6 bindum og kom hið fyrsta út í ísl. þýðingunni 1904,
en síðan eitt á ári, hið síðasta 1909. Aðalútgefandinn er
Sig. Jónsson bókbindari i Reykjavik.
Z. T. varfæddur 14. jan. 1818, var lengi háskólakennari
í Helsingfors og kendi þar sögu Finnlands og annara
Norðurlanda. Hann var og lengi ritstjóri eins helsta
mentablaðs Finna. Hann dó 13. mars 1898.