Óðinn - 01.04.1910, Qupperneq 8

Óðinn - 01.04.1910, Qupperneq 8
8 Ó Ð I N N verður hjer í vctur með konu sína, og kenna þau bæði náttúrusögu og forspjallsvisindi heimspekinnar í vetur. Svona eru dönsku konurnar, pær geta kent mönnum heimspekina! Nú er jeg á tveim áttum. Jeg get ekki svona verið til lengdar brauðlaus. Jeg ætla að reyna til að sækja um ísafjarðarsýslu, pó jeg viti af, að pað verði ekki til neins, fyrst jeg fjekk ekki Str.s. í fyrra. En eitthvað skal úr ráða. — Tíðið er allgóð, sunnanátt pessa daga með skúrum, en snjójeljum til fjalla. Esjan er orðin grá á kollinn. F.kkert er langt að að frjetta. Sira Ólafur [Pálsson] i Stafholti var næstum dauður úr veikindum, en raknaði við aftur, en misti bæði börnin sín, svo hann er nú barnlaus eftir. Svona erheimurinn. Heilsaðu öllum, sem sigldu i sumar, kunningjunum mín- um. Um eitt bið jeg pig, ef pú skrifar mjer eða talar til mín oftar, pá þiíciðu mig. Jeg kann ekki við annað. Tengdam. mín og konan biðja kærlega að heilsa. Vanti pig Rvíkurpóst, pá vísa jeg pjer til Jóns Sigurðssonar, og lifðu nú heill og sæll. Pinn einl. elskandi vin P. Melsteð. II. Rvík 4. ág. 1849. Astkæri vinur minn! Jeg pakka pjer kærlega fyrir brjeflð pitt nieð Jóni Sigurðssyni. Og verð jeg nú að biðja pig að styggjast ekki við mig, pó jeg skrifl lítið, pví nú er jeg að skila af mjer Arnessýslu og fylgja pví margir snúningar, og svo fylgir ætíð giftum manni og margra barna föður ýmis- legt gutl, sem tekur tímann með sjer, enda fyrir peim, sem betur kunna hann að brúka en jeg. í næstu viku fer jeg vestur á Snæfellsnes*, pví par er jarðamatið svo að segja alt eptir; hvort konan mín fer í haust og börnin veit jeg ei ennpá. Fari pau ekki, verð jeg líklega í Stykk- ishólmi sem einsetumaður og er pað nú leiðinlegt og pað pví heldur, sem jeg var konu og krakkalaus í allan vetur í Hjálmholti. Jeg hlakka til að koma vestur, pví í hinum 3 tjórðungum landsins hef jeg verið, en talsvert hef jeg nú hitann í haldinu, pví wónýtir pjónar erum vær« má jeg segja, en hugga mig við að alt gangi bæri- lega, ef jeg vanda verk mín og sýni góðan vilja. Rað gleður mig, elskulegi vinur, að pjer líður vel, og nú sit- ur pú við brunn vísinda og lista, og fáum getur pað verið kunnugra en mjer og fáir treýsta pví beturen jeg, að pú hefur par óendanlega mikið gott af. Jeg pekki svo vel hvað mikið guð hefur veitt pjer og hvernigpjer var lagið að brúka pað**. Rerðu pig bara að vera heilsugóður, svo mun pjer alt annað til leggjast. Hjeðan af Suðurlandi er yfir höfuð alt liið besta að frjetta; tíðin cr góð, sjáfaraflinn góður, og alt er pað gott. Drotni líkar nú vel við okkur og nú sendir hann okkur dögg af himni og frjósamar árstíðir. Jeg sendi pjer 4 rd. Gjörðu svo vel og keyptu mjer og sendu með fyrstu ferð hingað til Rvíkur, eða ef skip fer í haust til Snæfellsnessýslu, eða pá með póstskipi, * Páll Melsteð var þar settur sýslumaður árin 1849—54. ** Helgi lektor la;rði undir skóla lijá Páli veturinn 1843—44. Páll bjó þá á Hrekku. bók, sem heitir »Formularbók efttr Örsted«. Seinustu útgáfuna vildi jeg fá, jeg ætla hún sje frá 1844. Fáir pú bókina fyrjr 3 rd. eða par um bil, pá sendu mjer einn lítinn pjesáp sem pú heldur geti glatt mig og frætt, hvorstveggja parf jeg með. — Nú á jeg 4 börn á lífi. Siggu, senn 7 ára, Pál, á 6. ári, Önnu, rjett 4 ára (hún liggur nú veik í Nervefeber, en á batavegi) og Guðrúnu, á 1. ári, en 2 hef jeg mist. Nú er um að gera, að koma pessu hyski sómasamlega á fót. — Fyrirgefðu nú penna miða. Hann verður svona að vera i petta skifti. Maður er svona við kringumstæðurnar bundinn. Líði pjer vel alt til enda. Pinn einlægur vin. P. Melsteð. III. Rvík 18. ág. 1849. Elskulegi vinur! Jeg hripaði pjer línu á dögunum, sem jeg vona að komin verði til pín á undan pessari. Nú sendir tengda- móðir mín pjer »úr«, sem síra Gísli sonur hennar á og við sameiginlega biðjum pig gjöra svo vel og koma til úrsmiðs og láta gera að, og reyna til að fá pað með póstskipi. Hjer með fylgir og 1 specia til að sletta í úrsmiðinn, en verði hún ei nóg, pá verður pú afmikilli góðvild pinni og vináttu við okkur að bæta við, en alt skal pjer pað gjaldast á síðan, pó ekki verði fyr en í eilífu lífi, pegar allar «Contrabækur« verða »kláraðar« bæði við pá mörgu búðardrotna í Reykjavík og líka við pann eina par uppi. Verði ekki úrið búið, pegar póstskip fer, pá annað hvort sendu okkur smiðinn hingað, eða pá annað skip, svo sem á jólaföstunni. Mundi ekki margur piggja pað bæði hjerna og í Stykkishólmi? A propos um Stykkis- hólin! Nú fer jeg á morgun pangað vestur, og ríð mitt á milli lærifeðranna Jakobs Guðmundssonar og Pórarins Böðvarssonar, að minsta kosti upp i Stafholtstungur. Heldurðu kanske liann k..........grandi mjer? Jeg dett hjer nú botnlaus niður, pví perrinn er svo mikill. — En hvað sem veðráttunni peirri arna líður, pá vertu guði befalaður fyrst og seinast. Rinn einlægur vin. Páll Melstcð. (Frh.). Kvenfrelsi. llr »Kvislum«, kvœðasa/ni Sig. Júl. Jóhannessonar. Fylsta bjóðum frelsi pjer, fagna, góða kona! Lands og pjóðar látum vjer lögin hljóða svona: Pú mátt rifið præða fat — pjer er jeg yflr sjálfur, — pú mátt skrifa’ um pvott og mat, pú mátt lifa’ — að hálfu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.