Óðinn - 01.10.1910, Qupperneq 3
ÓÐINN
51
umsjón með verkinu. Fjelagið »Völundur« tók að
sjer að vinna verkið og var Guðmundur Jakobs-
son trjesmíðameistari umboðsmaður j)ess við bygg-
inguna. Fyrir steinsmíðinu stóð Guðjón Gamalí-
elsson, fyrir trjesmíðinu Helgi Thordersen og fyrir
járnsmiðinu Páll Magnússon. Húsgögnin éru flest
eftir Jón Halldórsson og trjeskurður allur eftir
Stefán Eiríksson.
Húsið stendur á Arnarlióli, norðan við Hverf-
isgötu, og veit inngangurinn mót suðri. Það er svo
bygt, að veggir eru tvöfaldir, úr steini; ylri veggir
úr grásteini, 16 þuml. á þykt, en innri veggir 9
þuml. á þykt, úr sandsteini. Milli þeirra er autt
bil, 3 þuml. Járnbitar eru í loflum, með Montier-
útbúnaði í millibilum. Stigar allir eru steinsteyptir
og tröppurnar múraðar á aðra hlið 8 þuml. inn í
múrveggina. Alt er liúsið frá kjallaragólli og upp
að efra lofti gersamlega eldtraust, 19 — 20 álnir á
hæð. Það er hvítmálað utan, eins og myndin sýnir.
í þessu húsi eru nú geymd bæði landsbóka-
safnið, landsskjalasafnið, náttúrugripasafnið og
fornmenjasafnið. Meginrúmið er auðvitað ætlað
landsbókasafninu.
Hyllulengd þess safns er samtals 3800 álnir,
en það samsvarar lijer um bil 95 þús. binda rúmi.
1905 var talið að í safninu væru 60 þús. bindi,
og svo var gert ráð fyrir íúmi handa 35 þús.
binda aukningu áður nokkra breyting þyrfti að
gera. En þegar safnið flutlist í nýja húsið, snemma
á síðastl. ári, taldi bókavörður það um 70 þús.
bindi. Þá bættust við það bókasafn prestaskólans
og læknaskólans, hið fyrra 3000 bindi, en hið síð-
ara rúm 500 bindi, og svo dánargjöf Fiskes, 2500
bindi, en henni liafði eigi verið hægt að koma
fyrir í bókasafnsherbergjunum í alþingisliúsinu, og
var hún því eigi tekin úr umbúðum fyr en safnið
fluttist. Með ársviðbótum frá 1905 taldi bóka-
vörður þessa aukningu alt að 10 þús. bindum.
Lestrarsalur landsbókasafnsins, sem lijer fylgir
mynd af, er 27 álnir á lengd og 15 álnir á breidd.
Hann er norðanmegin í húsinu og útsjón úr glugg-
unum yfir höfnina. Hjer á myndinni sjest aðeins
nokkur hluti salsins. Maðurinn, sem stendur við
bókaskápinn, er Jón Jakobsson bókavörður, en
hinn, sem í stólnum situr, er Jón Jónsson sagn-
fræðingur, aðstoðarbókavörður. Á hlið við hann
sjest Guðbrandur Jónsson, sonur Jóns Þorkelssonar
ríkisskjalavarðar og aðstoðarmaður hjá föður sín-
um og á forngripasafninu.
Landsskjalasafnið er í vesturenda hússins. Þar
er annar lestrarsalur, eins að gerð og salur lands-
bókasafnsins, en minni. Báðir j)essir salir eru í
stofubygðinni. Þar er og útlánsstofa landsbóka-
safnsins í austurenda.
Náttúrugripasafnið er niðri, norðanmegin í
liúsinu, og er gengið inn í það til hægri handar
jjegar inn er komið úr forstofunni. Það rúm, sem
jjetta safn hefur nú, verður tekið handa lands-
bókasafninu, þegar á þarf að lialda, og verður þá
náttúrugripasafnið enn að flytjast.
Forngripasafnið er á efsta lofli, undir þaki, og
tekur þar alt rúm. En ekki eru húsakynni þess
þar hentug, og voru þau betri í landsbankanum,
þar sem safnið var næst á undan, þótt rúmið sje
meira þarna.
Nánari lýsing á húsinu og söfnunum keinst
lijer ekki að sökum rúmleysis.
Hornsleinn hússins var lagður 23. scpt. 1906,
og var valið til þess dánarafmæli Snorra Sturhi-
sonar. Undir hornsteininn var, eins og venja er
til, Iagt skjal í blýhylki, og er þctta áritunin:
mllás pella er bygt handa tandsbúkasafni oc/ lands-
skjatasafni íslands samkvcemt lögum um stofnun bygging-
arsjóðs og bygging opinberra bygginga, slaðfeslum 20. dag
oklóbermánaðar 1905, og er hornsteinninn iagður á dán-
arafmœli Snorra Sturlusonar 23. scpt. 1906, á fyrsta rikis-
stjórnarári Friðriks honungs hins VIII. Ráðherra: Hanncs
Hafstein. Landritari: Klemens Jónsson. Fonsetar alpingis:
Eirikur Briem, Július Ilafsteen, Magnús Slephensen. Bygg-
ingarnefnd, kosin af alpingi: Giiðmundur Björnsson, Jón
Jalcobsson, Tryggvi Gunnarsson. Teikningin gerð af:
Mugdahl Nieisen byggingameistara. Verkið framlcvceml af:
Fjelaginu »Völnndurv. Umsjónarmaöur við bygginguna:
F. Kjörboe byggingameistari. Bókavörður landsbóka-
safnsins setlur: Jón Jakobsson. Skjalavörður landsskjala-
safnsins: Jón Borkeisson. Ætlast er til, að aukið sje við
bygginguna e/tir pörfum síðar«.
Á innri hlið hornsteinsins er liöggvið, að hann
sje lagður á árlíðardag Snorra Sturlusonar og svo
einkunnarorðin: »Ment er máttur«.
Lestrarsalur landsbókasafnsins var opnaður til
almennra afnota sunnudaginn 28. mars 1909. Ræða,
sem H. Ilafstein fyrv. ráðherra hjelt, þegar liorn-
steinninn var lagður, og ræða, sem Jón Jakobsson
bókavörður hjelt, þegar lestrarsalurinn var opnaður,
eru báðar prentaðar í »Lögrjettu«, hin fyrri 26.
sept. 1906 og hin síðari 31. mars 1909. Þar er
að finna nána lýsingu á liúsinu og ýmsar upp-
lýsingar, sem Iandsbókasafnið snerta.
Sí