Óðinn - 01.10.1910, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.10.1910, Blaðsíða 1
OÐINN 7. JBL.A.D OKTOJBER ÍJÍIO. VI. Ali Jón Jakobson landsbókavörður. Hann er fæddur 6. des. 1860 á Hjaltastað í Norður-Múlasjslu, sonur síra JakobsBenediktssonar, er þá var þar prestur, en síðast í Glaumbæ, og nú býr á Hallfreðar- stöðum í Hróarstungu. Faðir síra Jakobs var síra Benedikt Jónasson prófastur á Höskulds- . stöðum í Húnaþingi,. . en móðir Ingibjörg . . dóttir Björns prests . Jónssonar í Bólslaðar- blíð. Kona síra Jak- . obs og móðir Jóns . bókavarðar er Sigriður . Jónsdóttir Halldórs- . sonar.prófasts á Breiða- . bólsstað i Fljótsblíð, . . og Kristínar Vigfús-. . . dóttur sýslumanns . . Thorarensens á Hlíðar- enda í Fljótsblíð. Hafa þau síra Jakob og frú Sigríður nú búið 1(5 ár á Hallfreðarstöðum.eftir að hann ljet af presls- skap. Hann varð ni- ræður í júlí í sumar, en hún er 84 ára. Jón Jakobsson kom í latnuskólann í Beykja- vík 1874 og útskrifaðist þaðan 1880. Fór svo til háskólans í Khöfn., tók þar heimspekispróf vorið eftir og las klassiska málfræði í nokkur ár við háskólann en hætli námi og fór þá heim lil íslands. Var að staðaldri í Skagaíirði frá 1887 til 1895, og bjó á Víðimýri frá 1890 til vorsins 189(5, en haustið áður, í desember, varð hann aðstoðar- bókavörður við landsbókasafnið og settist þá að Jón Jakobsson landsbókavörður. bjer í Beykjavík. Forngripavörður var hann frá 1897 til 1907. En er Hallgrin.ur Melsteð lands- bókavörður andaðist, í september 1906, var Jón settur landsbókavörður og síðan skipaður í þá stöðu frá 1908. Biddari af dbr. varð hann 1907. . . 24. sept. 1885 .. kvæntist hann Kristínu Pálsdóttur alþm. Vída- líns í Víðidalstungu. Meðan Jón dvaldi í Skagafirði gegndi hann .. ýmsum opinberum .. störlum þar nyrðra og tók mikinn þátt í hjer- aðsmálum. Hann var . einn af slofnendum . Kaupfjelags Skagfirð- inga og um hríð for- maður þess. Hrepps- nefndarmaður var hann og sýslunefndarmaður; póstafgreiðslumaður á . Víðimýri 1890—'96. . Fulltrúi var hann fyrir . Skagafjarðarsýslu á . . . Pingvallafundinum .. 1888. Hann var kos- inn 2. þingmaður Skag- íirðinga 1892 og sat á alþingi 1893—99, enljet þá af þingmensku um stund. 1903 var hann . kosinn 2. þingmaður . Húnvetninga og sat á alþingitil 1907,enbauð sig ekki fram 1908. Á alþingi hafa honum verið falin ýms trúnaðarstörf, svo sem framsaga fjárlaga o 11. Síðast var hann 1. varaforseti efri deildar. Pegar alþing kaus fyrst endurskoðanda við Lands- bankann, árið 1900, var hann kosinn til þess starfs og gegndi þvi til ársloka 1909. Hann átti frum- kvæði á alþingi að þeirri breytingu, sem gerð var á reglugerð latínuskólans, takmörkun á latínu-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.