Óðinn - 01.10.1910, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.10.1910, Blaðsíða 6
54 ÓÐINN Stutt æfiágrip Þorsteins Jónssonar hjeraðsl. samið af lionum sjálfum í desember árið 1901 og bœtt við síðar. (Niðurl.). Jeg hef verið óáleitinn við menn, en stund- um, ef til vill, nokkuð óvæginn, ef á mig hefur verið leitað að fyrra bragði, en aldrei lief jeg ó- sáttgjarn verið, og heldur eigi langrækinn, nema liafi jeg átt ítrekaðri óvináttu og rógi að mæta, og hafa þá óvinir mínir á stundum fyr eða síðar borið skarðan lilut frá borði. Jeg nefndi óvini, því eigi hef jeg komist hjá óvináttu, þótt jeg hafi forðast hana; en eigi hef jeg átt marga óvini; þó hafa það verið fáeinir menn hjer, einkum af einum ætt- stofni, sem liafa sýnt mjer langvinnan kala, einn jafnvel fullan fjandskap, og hafa reynt að rægja mig á ýmsar lundir bæði fyrir læknisdóm og annað, en yfirhöfuð lief jeg notið vinsælda og traustshjáEyjabú- um, og til mín hafa þeir oftast leitað ráða, haft þeim borið vandamál að höndum, enda hef jeg eftir megni leitast við að vera mönnum ráðhollur. Svo sem gerist uin fiesta í minni stöðu, hef jeg lilotið misjafna dóma sem læknir, og oft talsvert lakari en jeg hef átt skilið, enda hafa óvildarmenn mínir og öfundarmenn eigi sparað að blása að þeim kol- um; en margir liafa einnig ávalt borið golt traust til mín, og enginn mun liafa liorið mjer laklegt orð fyrir hjálp við konur í barnsnauð. Auðvitað var kensla sú, er jeg naut við læknislærdóm, og æfing við námið hvergi nærri svo fullnægjandi sem átt hefði að vera; í annan stað hefur læknisfræð- inni flevgt meira fram siðan jeg lærði en á nokkr- um tíma öðrum, já miklu meira en á 100 árum áður, einkum aðferð við útvortis lækningar, og er slíkt eigi unt að læra nema á stórum spítölum; hef jeg því alls eigi getað fylgst með þeim fram- förum, svo sem gefur að skilja, enda mun enginn læknir á Islandi hafa getað það. En reynt hef jeg að fylgjast með eftir megni, með því að kaupa og lesa góðar nýjar bækur í helstu greinum læknisfræð- innar og lialda læknisfræðilegt tímarit, fyrst spít- alatíðindin, og svo vikurit fyrir lækna (Ugerskrift for Læger), og hefur þessi lestur mjer að talsverðu haldi komið. Einnig hef jeg fræðst um margt hjá vel lærðum yngri læknum, bæði með munn- legum samræðum og brjefaskriftum. Engu að síður hef jeg fundið til þess, að mjer hefur verið ábótavant, og mundi hafa óskað, að lærdómur minn og æfing hefði verið mildu víðtækari og fjöl- breyttari en átt hefur sjer stað. En mjer til máls- bóta vil jeg geta þess, að jeg hef haft talsverðan vilja og viðleitni á að laka framförum í fræði- grein minni, og að það mun Iengi loða við hjer á landi, að eldri læknar hljóta að dragast aflur úr, einkum skyldi læknisfræðin taka eins fljótum framförum framvegis og hún hefur gert á síðasta mannsaldri. Sökum þess að efnaliagur minn, svo sem vikið er á að framan, hefur lengi verið góður og hlóm- gast talsvert, hef jeg sætt öfund nokkurra lítil- sigldra manna, sem ávalt sjá ofsjónum yfir vel- gengni annara. Bókasölu lijer hef jeg liaft á liendi í ein 16 ár, bæði fyrir bóksala i Reykjavik og sömuleiðis sölu á nokkrum blöðum og tímaritum, en eigi gefur sú sýslan mikið í aðra liönd hjer í eyju, en allmikið umstang er henni samfara. Veðuralhuganir hef jeg liaft á hendi í 24 ár fyrir veðurfræðis-slofnunina i Höfn, fyrslu árin kauplaust, síðan fyrir 120 kr. þóknun á ári; sú þóknun er frá 1. apríl þ. árs hækkuð upp i 200 kr. (á ári). IJegar sjera Brynjólfur sálugi lá í sinni löngu banalegu sumarið 1884, talaði jeg nokkur minn- ingar- og lniggunarorð í kirkjugarði yfir moldum 2 látinna sóknarmanna, Björns bónda Einarssonar frá Kirkjubæ og konunnar Jónínu Veigalín frá Gjá- bakka, og kunnu hlutaðeigendur mjer þakkir fyrir og þótti mjer hafa tekist eftir vonum. Betta varð að líkindum tilefni til þess, að jeg var eflir lát sjera Brynjólfs 19/n 1884 beðinn að semja og flylja ræðu eftir liann, þá er hann var jarðsettur 22. desbr., því eigi var liægt að ná í prest um þann árstíma. Fyrir þessa ræðu fjekk jeg lof bæði hjá lærðum mönnum og leikum utan og innan bjeraðs. Hún er prentuð, og er nær 5 blöð, en skrifuð var hún 12 hlöð. I*ví miður hef jeg í verki að litlu goldið þá miklu þakklætisskuld, sem jeg stóð í við minn ágæta velgjörðamann Guðmund sáluga Thorgrím- sen, en þau ræktarmerki lief jeg þó sýnt honum og lians eftir lát hans, að bæði frú lians eftirlif- andi og sum af börnum hans munu telja mig tryggan vin, sem eigi liali veittar velgjörðir í sand ritað. Árið 1895 28. nóvember, þá er jeg hafði dvalið hjer rjett 30 ár, sendu eyjarbúar nefnd manna til mín með mjög hlýlegt ávarp skrautritað, undir-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.