Óðinn - 01.10.1910, Qupperneq 7

Óðinn - 01.10.1910, Qupperneq 7
ÓÐINN 55 skrifað af 25 mönnum; voru það embættismenn- irnir, verslunarmenn allir, hreppstjórar báðir og hinir fremstu i bændaröð. Er í ávarpinu farið hinum virðulegustu viðurkenningarorðum um starf mitt hjer bæði sem læknis, sveitarstjóra og stuðn- ingsmanns þarflegra fyrirtækja. Avarpið færðu mjer þeir sýslumaður Jón Magnússon, sjera Oddgeir Guðmundsson og verslunarstjóri J. P. Bjarnesen. Ennfremur færðu þeir mjer skrautritað kvæði, eftir verslunarmann Gísla Engilbertsson, og var það sungið margraddað af söngfjelagi Vestmanneyja fyrir utan hús mitt í birtingu um morguninn. Arið 1898 sæmdi konungur mig á 80. afmælis- degi sínum riddarakrossi. Upptökin og undir- rótin til þess, að mjer var veitt þetta heiðurs- merki, mun hafa stafað frá Jóni sýslumanni nú landritara Magnússyni, en bæði amtmaður og lands- höfðingi veittu meðmæli sín til þess, að mjer væri sýndur þessi heiður. Sakir heilsubrests sótti jeg um og fjekk lausn í náð frá embælti mínu frá 1. október 1905. Hjeldu yfir 100 Eyjabúar mjer þá skilnaðar- og lieiðurssamsæti hauslið sama hinn 21. október 1905, og var mjer við sama tækifæri llutt kvæði ort af Gísla fyrv. kaupmanni Engilbertssyni. — Vorið 1906 brá jeg búi, seldi tlestar eigur mínar fastar og lausar, og flulti svo alfarinn úr Eyjum, eftir nál. 40^2 ársdvöl þar, til Reykjavíkur 6. júnís. ár. Árið 1907, liinn 1. maí, tók jeg mjer far með gufuskipinu »Laura«, skipstjóri Aasberg, til Hafnar, kom þangað 10. s. mán. Dvaldi jeg í Höfn í 59 daga, og fór víðsvegar um Sjáland (til Hróarskeldu, Hilleröd, Helsingjaeyrar og viðar). Fjekk jeg beslu viðtökur lijá vinum mínum og kunningjum, bæði dönskum og íslenskum, og hatði hina meslu skemt- un, fróðleik og ánægju af ferðinni. T. d. skoðaði jeg öll helstu söfn í Höfn og söfnin í Frederiksborg. Til Islands tók jeg mjer aflur far með »Lauru« 9. júlí, kom skipið við í Leith og Þórshöfn báðar leiðir. Bæði út og utan höfðum við oftast gott veður og sjaldan sjaldan sjógang, — jeg fann eigi til sjósóttar, hvoruga leið. Svo fór jeg í land í Vestmanneyjum 17. júlí, dvaldi þar í 7 daga til að heimsækja vandamenn, vini og kunningja, tók mjer svo far til Reykjavíkur með »Skálholt« 24. júlí og kom þangað að morgni liinn 25. Hjer lýkur æfisögu Porsteins heitins Jónssonar læknis, er liann hafði sjálfur ritað. En því einu er við að bæta, að hann lifði, eftir að hann kom úr utanförinni, sem hann endar frásögn sína á, aðeins rúmt ár hjer í Reykjavík. Hann var við allgóða heisu eftir að hann fluttist liing- að til Reykjavíkur, þangað til um vorið 1908. IJá fjekk liann heilablóðfall og lá lengi veikur eftir það, en fór þó að ná sjer aftur, er leið fram á sumarið. Þá kom hið sama fyrir aftur morguninn 13. ágúst, og dó liann af því þá um daginn. Þorsteinn heitinn var sjerlega glaðvær maður og spaugsamur. Eitt til marks um það er þessi saga. Fyrsta daginn, sem liann kom út eftir veik- indin vorið 1908, mættu honum tveir kunningjar hans á götu skamt frá bústað hans. Hann var þá enn máttlaus og nær tilfinningarlaus öðru megin, eftir heilablóðfallið, og gat ekki gengið óstuddur, en hjúkrunarkonan, sem liafði annast hann í veik- indunum, leiddi hann. Þeir heilsuðu og báðu liann velkominn á fætur eftir veikindin, og bar þó útlit hans þess vott, að hann hefði farið á flakk meira af vilja en mætti. Hann átti bágt með að tala svo, að skiljanlegt væri, en það, sem hann sagði, var þetta: »Ætlið þið ekki að óska mjer til hamingju?« Þeir skildu í fyrstu ekki, livað hann var að fara. »Nú, sjáið þið ekki, að jeg er trú!ofaður?« spurði hann þá aftur; hjúkrunar- konan gekk við hlið lians og studdi hann, eins og áður segir. Lík hans var flutt til Vestmannaeyja og jarð- sungið þar. En við húskveðju á heimili hans bjer var þetta kvæði sungið Lokið er lífi löngu, starfaríku; höfðingi aldinn er hniginn í val. Hljóðir menn safnast hjer til pess að kveðja mann, er lengi muna skal. Gott er að minnast góðra manna æfi. Hann var einn slikur, er hjer hvílist nú. Gott er að hverfa grafar til i elli af öllum virtur, eins og þú. Leiðtogi varstu, læknaðir sjúka, gafst ótal mörgum góðvinar ráð, framsýnn og fróður. Fyrir æfislaríið þjer færir þakkir feðraláð.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.