Óðinn - 01.10.1910, Qupperneq 8
56
ÓÐINN
Eyjarnar fögru,
æfl þinnar vagga,
heim fá nú dáinn höfðingja sinn.
Þar fyrir störfln
þörfu, æfllöngu
mun lengi vara lofstír þinn.
far fj'rir manndáð
mun þín lengi getið.
Öllum í minning ertu þar kær.
Þar eftir afrek
ára fjörutíu
þjer verður síðsti svefninn vær.
Rökkurhugsanir.
Dansa grábólstrar »vals« yfir gnýpum hvers fjalls,
ólmast geisandi vindar á miðskeiði nætur.
Mörg er sálin nú breytt, — orðin syfjuð og þreylt
eflir sífeldan brimnið og stormanna þrætur.
Þeim er sólskinið gleymt og þeim sýnist nú reimt
yfir sveitum, — menn dreymir um örlagaslögin, —
þykir ótryggur her læðast aftan að þjer,
þjóð, sem átt engin vopn til að bera’ af þjer lögin.
Hvaða vopn sein þú ált, vanti viija þinn mátf,
geta viknað í eggjum og sljóvast og svignað.
Einlægt áhugamál er hið staðbesta stál;
það er stál, sem að getur ei brostið nje dignað.
Fræga, stofntigna grein, er þjer eilíft það mein,
hvernig alt vill á Gissurar hugsjónir minna?
Sýnir öll þessi öld að eins vegtyllur — völd
takmörk vasklegrar framsóknar leiðtoga þinna?
Allir þykjast þeir eitt, sem sje elska þig lieitt,
þínir ungu og gömlu og miðaldra synir,
og þeir rita svo bjart og þeir rugla svo margt
um að reynast þjer Jónslegir, einskærir vinir.
Margir sungum við dátt um að hefja þig hatt;
okkar hjörvar þjer virtust úr ósviknum málmi;
en þjer hitnaði’ og brá, er við hólminum á
ljetum hersönginn kafna í — skriðdýra mjálmi.
Engin furða er það, að við stöndum í stað,
fyrst við stöppum og æpum, er býðst okkur frelsið. —
Fyrir einstaklingsvöld má ei greiða þau gjöld,
að við geymum að leysa af íslandi helsið.
ísland, ástkæra land, af þjer brysti hvert band,
ef sem bræður við reyndum að fylgjast að verki.
Þínir hájöklar þá munu hlýna’, er þeir sjá
að við hefjum í bróðerni gengis þins merki.
Og við hvetjum nú spor, næst, er vitrast það vor,
sem að vegina greiðir að markinu þráða,
— klakann þíðir í hjóm, svo að þjóðlífsins blóm
megi þroskast í sólskini frelsis og dáða.
Jakob Thorarensen.
Sl
Vorvísur.
Föx á völlum vaxa
vors af rósum ljósum.
Blíður blærinn lilíðar
blómaríkar strýkur.
Þjettar fossa-fljettur
fjöllin liðast niður.
Læðist fram að flæði
fótsmá lind úr tindi.
Heiður himinn breiðir
hreina bjarma-arma
yfir alt, sem Iiíir,
yfir fjöll og völlu.
Loga lygnir vogar;
líttu’ á sæinn hlægja!
Nóttin er á óttu
eins og fagur dagur.
Daggardrukkin vagga
dala blóm og ljóma.
Þinga’ og saman synja
svanur, spói, lóa.
Heyrist ölluin eyrum
inndæll friðar-kliður:
ísland er að prísa
ástúð suðurs guða.
Jakob Thorarensen.
%
Vornætur á Elg’sheiðnm heitir safn af stuttum skáld-
sögum (frá Nýja Skotlandi) eftir .1. M. Bjarnason, og
hefur bókav. Sigf. Eymundssonar geflð út. Höf. er áður
að góðu kunnur fyrir skáldsögur sínar.
Prentsmiðjan Gutenberg.