Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 1

Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 1
OÐINN Jón prófastur Jónsson á Stafafelli. Hann er fæddur og upp alinn á Melum í Hrútafirði, og þar hafa langfeðgar hans búið yfir 200 ár, eða, að því er kunnugir segja, síðan 1675. Jón faðir hans var launsonur Jóns sýslu- manns (d. 1860), sem gaf honum Mela og 3 jarðir aðrar, en móð- ir Jóns prófasts var Sigurlaug Jónsdóttir bónda Ólafssonar að Helgavatni í Vatnsdal. Giftust þau árið 1848 og er Jón elsta barn þeirra, fæddur 12. á- gúst 1849. Þótti hann snemma hneigðari fyrir bækur en bænda- vinnu, enda ófær til smalainensku sökum nærsýni. Var liann fyrst nokkurn liluta vetrarins 1859—60 að námi hjá R. M. Ólsen stúdenti á þingeyrum, er átti Ingunni föður- systur hans, en síðan, veturna 1861 — 64, hjá sjera Sveini Níelssyni á Staðastað, og settist í 2. bekk latínuskól- ans haustið 1864, en fór úr skóla vorið 1867 og las heima tvo næstu vetur, en tók burtfararpróf vorið 1869 með 1. eink. Segir hann að hugur sinn hafi helst í skóla lineigst að dýrafræði og sagnafræði, en kveðst þó hafa verið fremur ófróður um rögu landsins meðan hann var í skóla, nema um það, sem liann hafði fræðst uin af »Nýjum fjelagsritum«, er hann kynt- ist í föðurhúsum. Hins vegar segist liann hafa lesið talsvert í íslendingasögum á þeim árum, er hann dvaldi heima hjá foreldrum sínum til þess að lesa undir burtfararpróf og eftir að hann hafði tekið það. Fjekk hann þessar sögur flestar að láni hjá Þórði bónda Árnasyni, frænda sínum, er hjó á Stað í Hrútafirði og átti meðal annars út- gáfu Jóns Sigurðsson- ar af íslendingabók, Landnámu o. fl. Ut- gáfu Guðbrands Vig- fússonar af Eyrbj'ggju (1864) hafði Jón keypt sjer í skóla. En svo ókunnugur segist hann hafa ver- ið Sturlungu, að einu sinni, er tilrætt var í húsi Jóns ritstjóra Guðmundssonar um lielstu menn þeirrar tíðar og J. G. skaut til lians sem sögu- manns skoðun sinni á Þorgilsi skarða, vissi Jón alls ekkert um hann annað en nafn- ið (frá »Stjórnaróði« Gísla Konráðssonar), og segist hafa fyrir- orðið sig með sjálf- um sjer fyrir van- þekkinguna. Sumarið 1871 fór Jón til Khafnar og ætlaði að lesa þar lög, en ekkert varð úr þvi, með því að hugur hans beindist fremur að öðru, einkum sagnafræði og stjórnmálum, og hvarf hann aftur heim vorið 1872 með norska eimskipinu »Jón Sigurðsson«, gekk á prestaskólann 2 næstu vetur og tók em- bættispróf þjóðhátíðarsumarið, 1874. Þá varð Bjarnarness prestakall laust um haustið og fjekk Jón prófastur Jónsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.