Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 4

Óðinn - 01.09.1913, Qupperneq 4
44 ÓÐINN Gísli Engilbertsson. Hjer gefur að líta mynd eins »hinna kyrlátu í landinu« þar sem er Gísli Engilbertsson fyrver- andi verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann er fæddur 14. ágúst 1834 í Syðstu-Mörk við Eyjafjöll. Ólst upp og var hjá foreldrum sínum þangað til haustið 1868 að hann fluttist alfarinn til Vest- mannaeyja, og hefur aldrei síðan »út fyrir land- helgi þeirra komið«, og það getur maður kallað að una sjer og eira vel. Á æsku- og ungdóms- árum hans var aðaláherslan lögð á að kenna börnum lestur og kver. Snemma hneigðist hugur hans þó að því að fá lært að draga til stafs, sem honum og tókst mæta vel, enda hefur hann verið vel hagur maður bæði til verka og orða. Jón skáldi, líka nefnd- ur Torfabróðir, sá er kvaðst á við Pál skálda og drukn- aði í Markarfljóti, gaf Gísla forskrift, og það hefur Gísli sagt mjer, að karl sá hafi ekki tekið pennan upp meðan hann orti og skrifaði vísu þessa neðan á Iaust hiað, sem hann gaf honum forskrift á: Leiki þjer í Iyndi lukka, friður, yndi alla æfitíð. Varatekt guðs vertu vafinn, henni sjertu falinn og hegðun fríð. Vit og magn, gleði, gagn að þjer streymi hjer í lieimi og heiður um tíð á enda. Þetta hefur fram að þessu orðið að áhríns- orðum. Annars er Gísli sjálfmentaður maður og komst til slöðu sinnar og álits af eigin ramleik. Hafði hann umráð og forstöðu svonefndrar Tanga- verslunar í Eyjum í 16 ár. Naut hann hylli og virðingar skiflavina sinna fyrir reglusemi, orð- heldni og aðra kosti og stundaði í hvívetna hús- bóndans gagn, enda hefur liann sjeð það við hann, því frá því verslunin var lögð niður 1894, hefur hann veitt honum 500 kr. ársþóknun og leigulaust húsnæði í viðurkenningarskyni. Auk verslunar- starfanna hefur Gísli og haft ýmsum öðrum störf- um að gegna. Þannig var hann í hreppsnefnd 12 ár, í sýslunefnd 3 ár; gjaldkeri Skipaábyrgðarsjóðs- ins í 20 ár, gjaldkeri Sparisjóðsins nokkur ár, gjaldkeri Nautgripaábyrgðarsjóðsins síðan hann var stofnaður, og í stjórn Ekknasjóðsins. Búhöld- ur liefur hann og verið einn hinna fremri í Eyj- um úti, þeirra sem jarðir hafa; hefur fært út tún, sljeltað og ræktað 1 '/2 dagsláttu og girt alt. Á jörð þeirri, er hann heldur, stendur nú ibúðarhús- ið Laufás og annað hús fyrir liey, kýr og hæns, með steinlímdri safnfor undir. Hagyrðingur góður hefur Gisli verið og á eftir sig talsverða kvæða- syrpu. Á jólum 1869 kvæntist liann Ragnhildi Þórarinsdóttur, stakri sæmdar- og myndarkonu. Sambúð þeirra hefur verið hin farsælasta. Þau eiga 5 börn: Guðflnnu, gifta Halldóri Guðmunds- syni raffræðing, Katrínu, gifta Páli Ólafssyni versl- unarmanni í Eyjuin (frá Hliðarendakoti), Engil- bert málara í Reykjavík, Þórarinn bókhaldara i Eyjum, kvongaðan Matlhildi Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum, og Elinborgu, gifta þorsteini Jónssyni útvegsbónda í Laulási í Eyjum. Að nokkru liafa þau og fóstrað upp börn. Hjalti Jónsson skipstjóri var lengi hjá þeim lijónum, og er þeirra tryggur vinur. Heimili þeirra hjóna er æði mörgum að góðu kunnugt, og er jeg ekki einn um að eigna því þann vitnisburð, að það hafi verið sönn fyrirmynd að göfuglyndi og gestrisni, guðrækni og góðum siðum. Um þetta get jeg því fremur borið sem jeg hef þekt það frá æsjtu og þar margrar minni- legrar ánægjustundar notið. Við, sem kynst höf- um Gísla Engilbertssyni, munum ávalt einuin rómi minnast hans sem hins gætna Ijúfmennis, trygglynda vinar vina sinna, sem hins nýta og í öllum greinum mæta merkismanns, og óska hon- um ásamt konu hans allrar blessunar á æfinnar kvöldi. M. P. & Ljóðmæli Jónasar Hallgríinssonar eru nú komin á bókamarkaðinn í nýrri útgáfu, kostaðri af Jóh. Jóhannessyni kaupm. Ritverk Jónasarönnur og hrjef hans koma í framhaldsbindi á næsta ári. Gísli Engilbertsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.