Óðinn - 01.09.1913, Síða 6

Óðinn - 01.09.1913, Síða 6
46 ÓÐINN eða óviljandi. — Venjulega hafði Erlendur sál. einn eða tvo nemendur á vinnustofu sinni, og ljet hann sjer fremst af öllu ant um, að kenna þeim vandvirkni; enda urðu flestir þeirra góðir smiðir. Ef til vill flytur Óðinn siðar mynd af einum smíð- isgrip Erlendar sál., gullsveig þeim, sem ísland gaf á kistu Kristjáns IX. konungs. Hinn 8. ágúst 1878 kvæntist Erlendur eftirlif- andi ekkju sinni, Halldóru Hinriksdóttur Hansen, verslunarmanns í Reykjavík. Var hjónaband og alt heimilislif þeirra sönn fyrirmynd. Eignuðust þau fjögur börn: Hinrik, sem nú er læknir í Horna- firði, Sigríði, sem nú er gift Þorkeli Clemens, vjel- fræðing í Reykjavík, Magnús, gullsmið í Reykjavík, og Guðrúnu, er andaðist fárra ára. Silfurbrúðkaup sitt lijeldu þau hjónin 1903. Erlendur sál. var tæplega meðalmaður á hæð, fríður sýnum og prúður á velli. Hann var still- ingarmaður mesti og geðspakur, síglaður og alúð- legur við alla, áreiðanlegur og samviskusamur í öllum viðskiftum, hreinlyndur og falslaus, og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var brjóslgóður og hjálpfús við skylda og vandalausa, og hugljúti hvers þess, er nokkur kynni hafði af honum. Hann var bindindismaður alla æfi. Rjett eftir að Goodtemplarareglan var fyrst stofnuð í Reykja- vík, sumarið 1885, gerðist hann meðlimur stúk- unnar Verðandi, og var meðlimur hennar til dauða- dags. Tók liann lengstum þátt í störfuin stúkunn- ar, og hafði brennandi áhuga á bindindismálinu. Efri ár æfi sinnar var Erlendur sál. aldrei heilsuhraustur. Lá hann fjórum sinnum í lungna- bólgu, þungt haldinn, og var oft lasinn þess á millum. En altaf var skapið sama, altaf var hann sivinnandi, þegar hann gat á fótum verið. Fullum tveim árum fyrir andlát silt kendi hann sjúkleika þess, krabbameins, er dró hann til dauða, en lengst af var hann á fótum, stiltur eins og ljós og — vinnandi. Hann andaðist eftir miklar þrautir og þung- ar þjáningar 25. nóvember 1909. Blessuð sje minning hans. S. # ]?rjár sonnettur. i. Jeg er sem konungur í kynjariki, hef krónu, veldissprota’ og ótal pegna og drotningu við hlið, sem valds míns vegna er væn og prúð, svo hennar finst ei liki, og skattlönd góð með gull sem leir í díki, þó girnist enginn neitt frá þeim að fregna, jeg söngva hej'rí’ og hörpu lipurt slegna, og hátt þá kætin fer, jeg það ei ýki. í Einverunnar dreifðu drottinveldi með drauma skattlönd, roðin gullineldi, við drotning Pögn að völdum sitjum sæl. En þegnar mínir eru alturgöngur úr ástarinnar mold, og þeirra söngur er útburðanna ömurlega væl. II. Hvað má svo unaðsrikt og inndælt finna sem ungra fljóða munaryls að kenna, með svölun nóga’ af sælum þorsta brenna og saman hjartna strengi’ í ijóðum tvinna? Hve má það skýrt og rjett með orðum inna, sem ungum mönnum bakar Ijettúð kvenna, þeirra’ er hvorki hata’ eða elska nenna, en hjörtum að eins blóðlaus sár að vinna? Jeg lifi’ ei við að mara’ í miðju kafi. A mjúkum bárum eða dýpst í bafi — efst eða dýpst! — að una kýs jeg mjer. Mitt líf er: mesta sorg og sælu eiga. Pær sviða’ og unaðs lindir mátti’ eg teyga. Því lifi’ eg. — Mær, það má jeg þakka þjer! III. Pau blóm, er Ijetstu’ í brjóst mjer áður falla. þú bældir kulda með. Pau liðnu hræ jeg batt og bar að eld, svo brendi’ eg æ og burt skar minnis sára þistla alla. Hver ræktar b!óm í bruna köldum salla?, Snú burt með viðkvæm þinnar ástar fræ! IIví hvarfstu til min nú, er hart jeg slæ og harma vek þjer, mínum betri varla? Pin er ei sök, nje mín. En ilskuauður örlaganorna’ er hjer að leik. Pó styrkur er mjer að þeirra leik, því löngu’ eg nam: Að lifa ver en dauður, lifi’ eg dauður ef lýst fær öðrum rauna minna myrkur. Hið versta’, er leið jeg, lengst mig knúði fram. Kormákur. m Enn um Höfuðlausn Egils. Fræðimenn vorir hafa töluvert deilt um söguleg atriði og tildrög þessarar frægu fornkviðu, og hefur ár- angur þeirrar rannsóknar orðið fremur litill. Pó hefur mjer fundist B. M. Ólsen geta næst því, er mjer vlrðist

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.