Óðinn - 01.09.1913, Síða 8

Óðinn - 01.09.1913, Síða 8
48 ÓÐINN ustu dróttkvæðu vísu hans, sem tilfærð er: »Hvarfak blindr of branda«. (Tragisk vísa!) Annars eru til vísur bæði eftir Gretti og Egil, sem ljá oss eins og lykil að því, hvernig hvor þeirra afreksmanna um sig litu á hina líkamlegu yfirburði sína gagnvart öðrum vöskum mönn- um. Grettir kvað: »Treystek mjer við, mistar | mót- sennandi, þrenna«, o. s. frv. Og Egill segir: »Veitst, ef ferk með fjóra | færat sex, þás vexli | hlífa hneitiknííum | hjaldrgoðs við mik roðnum«. í Egils vísu segir að hann treysti sjer með íjóra menn gegn hverjum sex öðrum, en Grettir kveðst þora að fást einn við þrjá. Og lætur hvorttveggja nærri sannindum. Að öðru leyti er best að láta ævintýrasögur forn- kappa vorra eiga sig — nema þær, sem bersýnilega eru þjóösögur, eins og sögurnar um fjárgröft þeirra feðga Skallagrims og Egils, Gullþóris og fleiri. Peim sögnum eiga engir menn lengur að trúa, enda eru fáar sagnir til um það, að slíkir dalakútar hali fundist. Að endingu vil jeg ítreka þá skoðun mína, að Egill hafi ekki ort Höfuðlausn á þeirri einu nóttu, sem Arin- björn gætti hans og sat yfir lionum meðan hann orti og festi drápuna. Sannanir get jeg ekki tilfært — nema eina, og hún er sú, að mjer þykir slíkt tilsvarandi öfgar eins og Iýsa sjer í sögunni utn föður Egils, þegar liann sótti steininn, sem hann lúði við járnið. Svo ímynda jcg mjer, að öllum hljóti að finnast, ef þeir skynja forn- kvæði til hlítar, og hver vandi og kunnátts fylgdi að semja þau í þá daga, að enginn fyndi á missmíði. En Egill stóð þar því lakara að vígi, sem hann var neydd- ur til að yrkja lof um Eirik konung. Pað hefur honum þótt litlu minni þrekraun en efvjerættum að vinna oss það til lífs, að yrkja um afreksverk gamla kölska. Kvæðið er stórvel ort að formi, kenningum og orðfæri, svo og að hrynjanda, stíganda og átakanlegri lýsing grimmasta herskapar og manndrápa. En hvar er lofið? í*að er svo lítið og ljelegt sem verða má, því að í öllu kvæðinu finst hvergi minst á, hvar Blóðöx hafi barist, og meira glamur en í báðum stefjunum mun hvergi finnast í forn- drápum; hið siðara er næstum því broslegt: Bauð úlfum hræ Eiríkr o/ sœ. — rjett eins og Egill hefði viljað segja: »Pú barðist helst uppi í landssteinum, karl minn, sjálfsagt af höfð- ingsskap við úlfanaa.') Egill shvatar mærðinni« og klykkir út með því, að nefna gjafmildi konungs, og endar drápuna með glamri. Þannig lit jeg á Höfuðlausn. Það hefur verið listar- formið, sem varðveitti hana, ásarnt viðburðinum, og alls ekki efnið. Malth. Joch. 0 1) Beri menn saman Velleklu (orta c. 25 árum síðar) og Höfuð- lausn, þá sjest mismunurinn á sögurikri lofdrápu og málamyndar- drápu. Og þó er Höfuðlausn betur ort að lormi. Róland. Eltir A. Kopisch. Til Spánar fluttist frjettin, að fallið hefði í val Róland, sá garpur gildi, í grend við Ronceval. Til hárfagrar Hildigunnar, er harmafregn þá bar, hún bjó sig klaustur-klæðum og kappann syrgði þar. En svo barst önnur saga, og salt hún greindi frá, að áslin yrði’ hans bani, en aldrei branda-þrá. Og það var sverðið sárast, er sundur hjarlað skar, að hárfagra Hildigunnur nú Herrans brúður var. A hæð við klaustrið hennar hann-hreysi lítið bjó; að hlusta’ og horfa þangað var honum stundar fró. Úr djúpi dals leið kliður, er dægrin stytti löng; þá sló hans hjarta harðast við Hildigunnar söng. Að hennar huldu kvæðum lians liugur fastar balst, uns prúða hetjuhjarlað al harmi siðast brast. Karl Jónasson þýddi. tí. Bálför minnisbókar. Jeg kveð þig að fullu. Að sollnasta sárinu, er sviðið mjer hefur, og beiskasta tárinu sjónvottur varstu. í sárust þrautunum samfylgdin eina á grýttustu brautunum. Pú varst við barm mjer, er sælustu sælunni sveipaði’ um hug mjer með vormorguns kælunni. Pú reyndir ásthita inndælu fundanna, algleymis samrensli hjartnanna’ og mundanna. Gjörvalla hjúfurblær laugar þig loganna, þú liggur i armlögum hringiðu soganna. En jeg bíð hjer aleinn á ströndinni starandi mót stormi, sem æðir um hugsjóinn Ijarandi. Sveinn Jónsson. *

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.