Óðinn - 01.05.1917, Blaðsíða 1
OÐINN
a. ULAli MAÍ 1»17. P XIII. ÁIi
Ásgeir Torfason efnafræðingur.
Hann andaðist lijer í Reykjavík 16. sept. síðasll.,
aðeins liðlega hálffimtugur að aldri, fæddur 8. maí
1871 á Varmalæk í Borgarfjarðarsýslu, og bjuggu
þar þá foreldrar hans,
Torfi Bjarnason, s:ðar
búnðaðarskólastjóri í Ó-
lafsdal, og kona hans,
Guðlaug Zakaríasdóttir frá
Heydalsá. Ólst Ásgeir upp
hjá þeim og nam búfræði
i Ólafsdal. En síðan gekk
liann inn í lærða skólann,
kom þangað hauslið 1892
og settist í 2. bekk, en
tók stúdentspróf liauslið
1897 með 1. eink.
Jón Þorláksson verk-
fræðingur, sem var sam-
bekkingur Ásgeirs heitins
i lærða skólanum, hefur
skrifað um hann í Tímar.
verkfr.fjel. íslands (4. li.
1916) og er tekinn lijer
upp kafli úr þeirri grein,
og þaðan er einnig mynd-
in, sem hjer fylgir:
»Áhuga á landbúnaði
og búvísindum hafði Ás-
geir sýnt þegar áður en
hann kom í skóla, enda
átti hann það ekki langt
að sækja, því faðir hans
var, eins og kunnugt er,
einn af hinum helstu, ef ekki hinn helsli for-
göngumaður þeirra litlu framfara í landbúnaði,
sem hjer hafa orðið til þessa. Og mun Ásgeir heit-
inn hafa gengið inn í lærða skólann beint með
þeirri hugsun, að skólalærdómurinn yrði honum
undirstaða að fullkomnari landbúnaðarþekkingu.
Um það leyti sem hann varð slúdent voru ýmsir
farnir að finna til þess, að vísindalega undirstöðu
vantaði undir alla innlenda þekkingu á jarðrækt-
inni, og að þessa undirslöðu lilaut að vanta,
þangað til fengin væri efnarannsóknarstofa í land-
inu sjálfu. Það var því engin tilviljun, heldur beint
framhald á fyrirætlunum Ásgeirs heitins, að hann
að afloknu stúdentsprófi
gaf sig að efnafræðisnámi
við Fjölvirkjaskólann
(Polyteknisk Læreanstalt)
í Kaupm.höfn. Tók hann
inntökupróf á skólann
1898, og þá jafnframt
próf í forspjallavísindum
við Khafnarháskóla. Lauk
hann próli frá Fjölvirkja-
skólanum með 1. eink.
árið 1903. Eftir það stund-
aði hann störf í sinni
eigin grein erlendis, og
fullkomnaði þekkingu
sína í efnafræði, einkum
í sundurgreiningu efna
(analyse), þar lil hann í
ársbyrjun 1906 lók við
forstöðu efnarannsóknar-
stofunnar, sem þá var
sett á stofn í Reykjavík
samkvæmt fjárveiling í
fjárlögunum, og veilti
hann henni síðan for-
stöðu lil dauðadags. Frá
1. okl. 1911 var hann
einnig forstöðumaður Iðn-
skólans í Rvík. Kenslu í
efnafræði fyrir læknaefni
hafði hann og á hendi. . . . Við efnarannsóknar-
stofuna liggur talsvert starf eflir Ásgeir heitinn, en
þegar hann fjell frá, var enginn til, sem gat tekið
starfið að sjer með jafn fullkominni þekkingu og
hann hafði haft. Er þvi hætt við að ekki verði
full not af staifi hans á þeim sviðum, þar sem
rannsóknirnar voru ekki orðnar svo margar eða
Ásgeir Torfason