Óðinn - 01.05.1917, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.05.1917, Blaðsíða 5
ÓÐINN 13 Friðrik krónprins Friðrik krónprins. Þessi mynd er tekin af Friðriki Danakrónprinsi 11. mars síðasll., en þá varð hann myndugur, 18 ára gamall. þann dag vann hann eið að grundvallarlögunum (og að stjórnarskrá íslands, samkv. 3. gr. hennar?) og tók sæti í ríkisráð- inu, því eftir að hann er myndug- ur orðinn gegnir hann konungs- störfum í fjarveru föður síns. En meðan krónprinsinn er ekki mynd- ugur, verður konungur að skipa ríkisstjóra í hvert sinn sein hann fer út úr landinu. Þennan dag varð krónprinsinn foringi í fótgöngulið- inu (sekondlöjlnant), en í haust á hann að fara í sjóliðsforingjaskól- ann, segja dönsku blöðin. í vor á liann að taka stúdentspróf. »Politiken« segir að hann hafi lengi iðkað alls konar líkamsæf- ingar, og einnig getur hún þess, að hann sje hneigður fyrir söng og sagnfræði. Hún segir að hann sje blátt áfram í framgöngu og vinsæll af þeiin sem kynnist hon- um. Hann er upp alinn í Aarhus eins mikið og í Kaupmannahöfn, því þar höfðu foreldrar lians að- setur áður en faðir lians tók við konungdómi. manna á rót sina að rekja til hundanna. Ýmsar rannsóknir gerði hann einnig um það, hve algeng- ur sullaveikisbandormurinn væri hjer á landi m. m. og hann lagði ráðin á, hvernig liaga skyldl vörnum gegn veikinni. Um þelta efni ritaði hann ýmsar visindalegar rilgerðir, og auk þess alþýð- legan bækling, sein þýddur var á islensku. Altaf Ijet hann sjer umhugað um sullaveikisvarnir á fs- landi og nutu stjórnarvöldin hans góðra ráða. Upp frá þessu hneigðist hugur lians að dýra- fræði. Hann lagði einkum stund á innifiaorma- fræði og liggur töluvert eftir hann í þeirri grein; gerðist hann kennari við dýralækningaháskólann í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi um langt árabil. Vísindalegri starfsemi í dýrafræði varð hann að liælta snemma, af því hann varð fyrir þeirri mæðu að sjón lians depraðist svo, að hann gat ekki notað smásjá, og skömmu siðar svo mjög að lestur og skrift varð honum erfið. Prófessor Krabbe var valmenni og geslrisinn. íslendingar áttu jafnan góðu að mæta á heimili lians, enda var kona hans svo sem kunnugt er alíslensk, Kristín Jónsdóltir Guðmundssonar. Tveir af sonum lians starfa í þarfir íslands, annar hjer í Reykjavík, hinn í Kaupmannaliöfn, dugandi menn báðir. G. M. (Læknablaðið). *

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.