Óðinn - 01.10.1917, Page 2
50
ÓÐINN
biskup. En hver, sem vel þekti hann, fann æfin-
lega sama hjartað undir biskupskápunni, sem áð-
ur barðist í víkingsefninu. Hann var til æfiloka ör
í lund og viðkvæmur, en hann hafði tamið sjer
að stilla skapi sínu og orðum, svo að varla vissu
aðrir en nákunnugustu menn, hve geðríkur hann
var. Enginn efar, að hann kunni svo að beita
sverði andans, tungunni, að sviðið hefði undan
höggunum, ef hann hefði viljað, en hann var ráð-
inn í að bregða því
aldrei nema fyrir góð-
an málstað, aldrei til
hefnda, ekki til sigurs
eða svölunar á mót-
stöðumanninum, held-
ur góðu máli til liðs.
.... Ættjörð og frelsi
unni hann jafnheitt í
elli sem æsku. Hvort
sem hann studdi að
ræktun jarða eða greiddi
guðs orði veg inn á
heimilin, hvort sem
hann gekk að mold-
arverki á búi sínu
eða sagði börnum ís-
lendingasögu í skólan-
um, hvort sem hann
mælti líkn varnarlaus-
um skepnum eða knúði
þingmenn til starfa, var
hann altaf að vinna
fyrir ættjörðina ....
Hann vildi kenna börn-
unum að elska hana
og fullorðna fólkinu að
græða mein hennar.
Kirkjan sjálf var ekki
ofgóð til að þjóna henni.
Hann var jafnhugfanginn af fegurð landsins eins
og hann var gagntekinn af — mjer liggur við að
segja — helgri lotningu og rækt við alt golt og
fagurt í sögu og þjóðlífi að fornu og nýju. Og þó
var hann um leið allra manna lausastur við hleypi-
dóma, vanakreddur og tíðskudróma. Frelsisást æsk-
unnar var söm við sig, en hún hafði þroskast:
skólapilturinn var stundum óstýrlátur, kennimað-
urinn æfinlega manna fyrirleitnastur og frjálslynd-
aslur i senn. Hann skorli hvorki þekkingu nje
skarpleik til að skilja, hvernig menn geta komist
að sinni niðurstöðunni hvor, þó að báðir leiti
sannleikans af alúð..........Hann var iðjumaður
mikill, sístarfandi og fljótvirkur mjög; sjer þess
víða menjar, er lengi mun að búa, einkum í verk-
legum efnum. Á hinu sviðinu, andlega sviðinu, er
erfiðara um að dæma. En undarlegt væri það, ef
ekki greri margt gott og fagurt af fræjum þeim,
er hann sáði þar um æfina með ræðum og ritum.
Dagsverkið er furðulegu mikið og margbreytt. . .«
Valgerður Jónsdóttir
biskupsfrú var fædd á
Bjarnastöðum í Bárð-
ardal 27. júní 1863,
dóttir Jóns Halldórs-
sonar, sem þá var bóndi
þar, og konu hans,
Hólmfríðar Hansdóttur.
En hún misti föður sinn
mjög ung; hann drukn-
aði í Fnjóská veturinn
1865, og hafði hann
verið mesti hraustleika-
maður og myndarmað-
ur í hvívetna. Tók þá
Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri, er þá var
bóndi á Hallgilsstöðum
þar nyrðra, Valgerði til
fósturs og ólst liún síð-
an upp hjá honum og
konu hans, Halldóru
Þorsteinsdóttur, frænd-
konu sinni, og er Tr.
G. síðar varð forstjóri
Gránufjelagsins og flutt-
ist til Khafnar, dvaldi
hún þar lengi með lion-
um. Móðir sína hafði
hún mist 10 ára göm-
ul. Þau Þórhallur biskup og frú Valgerður giftust
16. sept. 1887, og var hann þá kennari við Presta-
skólann. Sumarið 1896 var bústaðurinn í Laufási
bygður, og íluttust þau þá þangað og bjuggu þar
síðan. Þar var áður kot, sem Móhús hjet, og lílt
eða ekki ræktað land þar umhverfis, en nú er þar
sljett og fagurt tún, 45 dagsláttur að stærð. Magn-
ús Helgason skólastjóri segir um frú Valgerði, að
hún hafi verið »góð kona og guðrækin, prýðilega
mentuð, gáfuð og hispurslaus«. Síðustu 3 æfiárin,
eða því sem næst, lá hún rúmföst, fjekk ólækn-
Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú.