Óðinn - 01.02.1918, Page 1

Óðinn - 01.02.1918, Page 1
OÐINN XIII. ÁR Páll J. Árdal kennari. Páll J. Árdal kennari á Akureyri er fæddur á Helgastöðum í Ey|aflrði 1. febrúar 1857. Foreldrar hans voru hreppstjóri Jón Pálsson og Kristín Tómasdóttir, er lengi bjuggu á Helgastöðum. Tæplega tvílugur nam Páll gullsmíði og stundaði þá iðn þar til hann fór í Möðru- vallaskóla, 1880. Útskrifað- ist hann þaðan eftir 2 ár með 1. einkunn. Veturinn eftir var liann kennari á Völlum á Fljótsdalshjeraði. Haustið 1883 varð hann kennari við barnaskólann á Akureyri og hefur lialdið því starfi síðan, og þar að auki verið límakennari við gagnfræðaskólann þar um nokkur undanfarin ár. Um langt áraskeið hefur hann verið vegaverkstjóri á sumr- in fyrir landsjóð, og áður verkstjóri við hengibrúna á Hörgá. Árið 1887 byrjaði hann að gefa út blað á Akureyri »Norðurljósið« og hjelt því út nokkur ár. Síðan var hann i 4 ár ritstjóri blaðsins »Stefnis«, er stofnað var af hlutafjelagi í Eyjafirði. 3 ár sat hann í bæjarstjórn á Akureyri, og hefur stult þar ýmsan fjelagsskap. Hann hefur fengist eigi lítið við skáldskap og ritslörf. Pegar hann var unglingur skrif- aði hann söguna »Skin og skuggi«, sem gefin var út á Akureyri. Seinna kom út eftir hann »Ágrip afnált- úrusögu«, »Strykið«, gam- anleikur í ljóðum, og síðast »Ljóðmæli«, safn af kvæð- um hans, sem hefur náð mikilli hylli, og svo má að orði kveða um ýms Ijóð hans og kviðlinga, að þau sjeu á allra vörum. Hann hefur og skrifað nokkra smáleiki, sem ekki hafa verið prent- aðir en leiknir víða á Norð- urlandi. Árið 1885 giftist hann ungfrú Álfheiði Eyjólfsdótl- ur, ættaðri úr Fljótsdal í Múlasýslu. Pau hafa eignast 5 börn. 3 eru lifandi: Theo- dóra, gift Guðmundi Haf- liðasyni kaupmanni á Siglu- firði, Laufey, gift Jóhannesi Þorsteinssyni kaupmanni á Akureyri, og Steinþór, ó- giftur verslunarmaður á Akureyri. N. Páll J. Árdal. Jólaföstuvísur 1917. lamið lagt i dróma lyng fyrir snjótitlingum. »Brim gnýr bralta liamra«. Bjarg er lokað vargi. Hlíð og hengi-skriða harðlæst hanni jarðar. ísing hefur ása asamikil brasað, Pyrmir ei álft nje ormi ólm á Garðarshólma gjósta, rám af rosta, reið við sól og heiði. Hildur gráan galdur gelur í norðan jeli;

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.