Óðinn - 01.02.1918, Side 4
84
ÓÐINN
Hafliði Guðmundsson.
Hafliði Guðmundsson var fæddur í Stuðlakoti í
Reykjavík 2. desember 1852. Faðir hans, Guð-
mundur Guðmundsson bónda á Þyrli við Hvalfjörð,
sem var bræðrungur við Bjarna rektor, bjó á Brunna-
stöðum á Vatnsleysuströnd, en móðir hans var
Ragnheiður Þorsteinsdótlir stúdents á Laxanesi í
Kjós. Systur Ragnheiðar voru: Krislín, fyrri kona
sjera Páls skálds Jónssonar, síðast presls í Viðvík,
og Kristín, móðir Þórðar á Hálsi Guðmundssonar;
bróðir Ragnheiðar hjet Hafliði. — Var Hafliði Guð-
mundsson albróðir Björns heitins kaupmanns Guð-
mundssonar, Þorsteins fiskimats-
manns og Jórunnar heitinnar
Guðmundsdóltur.
Þegar Hafliði var 5 ára gam-
all, misti hann móður sína; ólst
hann þá upp hjá föður sínum
í Reykjavík fram yfir fermingu.
Þegar hann var 15 ára gamall,
fór hann að Hvítárvöllum til
Andrjesar Fjedsteds, og var hjá
honum um 5 ára skeið. Síðan
fór hann aftur til Reykjavíkur
og var þar enn í 5 ár. Árið 1877
fór hann alfarinn úr Reykjavík,
til Siglufjarðar, á vegu Snorra
verslunarstjóra Pálssonar frænda
síns. Var Hafliði þá nær því 25
ára að aldri. Kom hann til Siglu-
fjarðar 27. júní, og frá þeim
degi átti hann heimili þar í Siglufirðinum. Fyrstu
þrjú árin, sem Hafliði var í Siglufirði, bjó hann
hjá Snorra Pálssyni, en var þó á þeim árum tím-
unum saman á Hraunum, hjá Kristínu systur Snorra,
frænku sinni, og Einari B. Guðmundssyni, hónda
hennar.
9. apríl 1880 kvongaðist Haíliði Sigríði Pálsdólt-
ur úr Pálshæ, Magnússonar frá Holti, IJálssonar
frá Stuðlakoti í Reykjavík. Lifir hún mann sinn,
ásamt 5 fullorðnum börnum. Eru þau öll gift: 1.
Helgi kaupmaður í Siglufirði, giflur Sigríði Jóns-
dóttur Eiríkssonar, ættaðri úr Fljótum. 2. Kristín,
gift Halldóri kaupmanni Jónassyni í Siglufirði,
ættuðum úr Þingeyjarsýslu. 3. Guðmundur, kaup-
maður í Siglufirði, giftur Theodóru Pálsdóttur Jóns-
sonar Árdals skálds á Akureyri. 4. Andrjes versl-
unarmaður í Siglufirði, giftur Ingibjörgu Jónsdótt-
Ilaíliði Guðmundsson.
ur, æltaðri af Akureyri. 5. Ólöf, gift Sophusi versl-
unarstjóra Björnssyni, Gunnlaugssonar Blöndal á
Siglufirði. Eitt barn mistu þau Hafliði og Sigríður:
Maríu Þorbjörgu, þriggja ára gamla, — mesta
efnisbarn. Þrjú fóslurbörn tóku þau. Tvö þeirra
ólu þau upp að nokkru leyti, en eitt — Guðmundu
Jakobsen — alveg. Hana tóku þau tveggja ára,
þegar hún misti móður sína, og var hún hjá þeim
þar til hún giftist Edvin Jakobsen frá Fosnavaag
í Noregi, og er hún nú búsett þar. Sama vorið og
Hafliði kvongaðist fluttist hann með konu sinni í
svonefnt Niðursuðuhús, og bjuggu þau þar í mörg
ár, eða þangað til hann keypti hús ekkju Snorra
heilins Pálssonar, er hún flultist til ísafjarðar, og
bjó hann síðan í því til dauða-
dags, 12. apríl síðastliðin. — Síð-
an Hafliði settist að í húsi þessu
hefur það verið nefnt Hafliðahús.
Þess er áður getið, að Hafliði
var 15 ára gamall, er hann fór
að Hvítárvöllum. Stundaði hann
þar laxaveiði hjá Andrjesi Fjeld-
sted. Þar var þá enskur maður,
Rissy að nafni; var hann einnig við
laxaveiðarnar og sauð niður lax-
inn. Lærði Hafliði af honum nið-
ursuðu matvæla; og þegar hann
var sestur að í Siglufirði, var
sett þar á fót matvælaniðursuða,
og stóð Hafliði fyrir henni öll
þau ár, sem henni var lialdið
áfram. Fóru vörur frá þessari
verksmiðju víða um land og
þóttu ágætar. Annars vann Hafliði að hverskonar
smíðum, sem fyrir fjellu, lengi fram eftir æfinni:
niðursuðu, trjesmíði, járnsmíði, múrsmíði, og mátli
segja svo, að öll verk lægju honum í augum uppi,
og ekki minnist jeg þess, að jeg hafi þekt fjölhæf-
ari rnann til verka. Það var segin saga, að ef ein-
hver þurfti að láta gera við eitthvað, sem sjer-
stakrar hegurðar þurfti við, þá var ætíð viðkvæðið:
»Farðu með það til hans Haíliða, hann verður
ekki lengi að lagfæra það«, — og Hafliði bælti
meinin bæði fljótt og vel. Eitt vorið, sem Ilaíliði
dvaldi á Hvítárvöllum, var kalt með afbrigðum. Var
oft voshúð mikil við laxveiðarnar og ofkældist
Hafliði þá eitt sinn svo mjög, að þess beið hann aldrei
bætur síðan. Fjekk hann þyngsli fyrir brjóstið og
kendi þeirra ælíð upp frá því. Ágerðist þessi brjóst-
mæði eftir því meir sem liann eltist og mun hún