Óðinn - 01.02.1918, Side 5
ÓÐINN
85
hafa valdið mestu um dauða hans. En mæði þessi
olli því meðal annars, að seinustu ár æfinnar var
hann að mestu hættur að vinna líkamlega vinnu.
Þann 5 ára tíma, sem hann var í lteykjavik, frá
1872 — '11 — starfaði hann að ýmsu; var hann t.
d. við kalknám í Esjunni með Birni bróður sin-
um, byggingu hegningarhússins o. fl. A þeim árum
var hann 2 vetur á sunnudagaskóla, sem í þann
mund var haldinn í »Glasgow«. Var lærdómur sá,
er hann naut í skóla þessum, alt það andlegt vega-
nesti, sem hann fjekk frá öðrum til langferðar sinn-
ar á lífsveginum — auk fermingarfræðslunnar. En
ofan á þessa undirstöðu bygði hann síðan sjálfur
svo vel, að hann málti vel mentur heita, þótt að
mestu væri hann sjálfmentaður. Og alla æfi las
hann mikið. Sierstaklega hafði hann yndi af sögu
og ættfræði. En annars fylgdist liann vel með í öll-
um framsóknarmálum þjóðarinnar, jafnt í wpolitik«
sem öðru; og sýnir það meðal annars hygni hans
og greind, að aldrei felli hann verð á neinum fyrir
andstæðar skoðanir á landsmálum og varð jeg þess
aldrei var, að nokkurs kulda kendi frá honum í
garð sljórnmálaandstæðinga sinna fyrir þá sök
eina, að þeir væru andstæðingar. — Hann naut
líka hylli og trausts sveitunga sinna í hvívetna og
yfirleitt allra þeirra, sem kyntust honum og nokk-
uð höfðu saman við hann að sælda. Þessi hylli
og þetta traust kom meðal annars í Ijós með því,
að honum var trúað fyrir vandasömustu og ervið-
ustu störfum sveitar sinnar. í 31 ár var hann í
gæslustjórn Sparisjóðsins á Siglufirði og 16 ár for-
maður sjóðsins. Sýslunefndarmaður var hann í
mörg ár. Oddviti Hvanneyrarhrepps var liann í
20 ár og hreppstjóri og sáttanefndarmaður í 23
ár. Hreppstjóraembællinu fylgir ætíð talsverð á-
byrgð; en það liygg jeg að óhætt sje að segja, að
hreppstjóraembættinu í Siglufirði hefur fylgt — sjer-
staklega á seinni árum — meiri ábyrgð en nokk-
uru öðru hreppstjóraemhætti landsins. Var það
ekkert smáræðisverk, að sinna öllum skipum, sem
inn á höfnina komu, og innheimta hjá þeim sigl-
*n8agj öld, innheimta alla tolla, bókfæra þetta alt
°g standa skil á mörgum tugum þúsunda króna
arlega. Það er ekki meðalmanns verk, að inna
þetta af hendi svo í lagi sje. En aldrei lief jeg
heyrt, að nokkurntíma hafi nokkur snuðra komið
ú þann þráð hjá Halliða hvorki fyr nje siðar. Það
mun nokkuð algengt að þeir, sem miklar og við-
tækar innheimtur hafa á hendi, njóta ekki eins
almennrar hylli eins og þeir, sem eigi hafa þau
störf með höndum; en þella átti ekki við um Haf-
liða. Er mjer óhætt að fullyrða það, að allir borg-
uðu Hafliða með glöðu geði, jafnt innlendir sem út-
lendir menn; — öllum þótti svo vænt um Hafliða.
Var það oft þegar útlendingar þyrptusl saman og
við uppþoti lá og handalögmáli, að ekki þurfti
annað en að Hafiiði kæmi á veltvang, glaður og
hrosandi, og talaði við þá fáein orð í góðu, þá
sundraðist hópurinn og allir hjeldu í friði á braut. En
það var eigi aðeins hreppstjórastarfið, sem Hafiiða
fór svo vel úr liendi — nei, hann rækti öll störf
sín með sömu samviskuseminni, og það svo, að
allir undu vel við.
»Hafliðahúsið« þekkja allir Siglfirðingar og ekki
að eins þeir, heldur allir síldveiðamenn — allir,
liggur mjer við að segja, sem einhverntíma hafa
komið á Siglufjörð á seinustu áratugum, og þeir
eru margir. Húsið er hvorki stórt nje fagurt á að
líta. En þegar inn var komið, gleymdist þelta hvort-
tveggja, því að gestrisni hefur búið þar innan veggja,
svo að með afbrigðum er. Má svo segja, að þar
hafi aldrei verið gestalaust, hvorki vetur nje sum-
ar. Og allir hafa notið sömu risnunnar og sama
allælisins; og það hafa ekki að eins verið veiting-
ar húsfreyjunnar og hennar viðmót, sem hefur gert
gestunum svo ánægjulegt að vera í því húsi, held-
ur líka hin framúrskarandi góða og glaða lund
húsbóndans horfna. Það var eins og allir gestir
væru synir hans og dætur — svo vildi hann láta
þeim líða vel. Og spaugsyrðin og gamansögurnar,
sem hann hafði ætið á reiðum höndum, voru á-
nægjulegri nokkuru kryddi með kafi'inu, eða hverju
öðru, sem fram var borið. Og margur er sá gest-
urinn, sem geymir ánægjulegar endurminningar frá
samfundum við Hafiiða í hans eigin liúsi. Um
þriggja ára tíma hafði Hafliði og kona hans á
hendi greiðasölu og er jeg sannfærður um það, að
á þeim árum hefur ekki verið selt oftar en gefið
— þótt sala ætti að heita. Húsbóndi var liann á-
gætur, konu sinni besti eiginmaður og börnum
sínum og tengdabörnum ástríkur faðir.
Jeg enda þessar minningarlínur með þeirri ósk,
að íslandi mætti auðnast að eignast sem flesta jafn-
oka Hafliða Guðmundssonar að drengskap og dug,
góðsemi og glaðlyndi, trygð og tápi.
G. I)av.