Óðinn - 01.02.1918, Qupperneq 8

Óðinn - 01.02.1918, Qupperneq 8
88 ÓÐINN friðnum stóð mill Englands og Danmerkur (1807 — 14), gaf bretska stjórnin út tilskipun um það 7. febr. 1810, að ísland væri með öllu utan við ófriðinn og að íbúar þess skyldu skoðast sem er- lendir vinir um alt enska ríkið. Þetta er mjög enskt, og jeg hygg ekki að nokkur önnur þjóð mundi hafa breytt þannig. Þar sem vjer búum ytst úti í reginsæ, hefur það verið skjól vort og skjöldur að Bretar ráða lögum og lofum á hafinu. Líf vort ríður á því að sæ- leiðirnar sjeu frjálsar. Vjer höfum ávalt hneigst að bretskum hugsjónum og þessi tilhneiging vor hefur stundum verið máttugri en blóðskyldan við Norð- urlönd. A mörgum íslenskum bóndabæ hangir mynd Gladslones þar sem mest ber á, þótt bún sje ef lil vill að eins klipt úr myndablaði. Jeg minnist þess, er jeg fyrst steig á bretska grund á leið minni til báskólans í Kaupmannahöfn. Það var einn morgun að hinar stórskornu Skotlands- strendur gnæfðu upp úr mistrinu. Þar lá landið, sem mig hafði dreymt um og jeg hafði lesið um frá því er jeg var barn: Mekka allra þeirra, er frelsinu unna. Vjer vitum að draumar rætast sjald- an, að hið verulega jafnast sjaldan á við hið í- myndaða. En þeir draumar, sem mig dreymdi í rökkrinu á íslandi, hafa meir en rætst í fullu dags- Ijósi á Englandi. Það er eitt með öðru, sem gerir England svo voldugt, hve gestvinlega það tekur á móti mönnum af öðrum þjóðflokkum og setur þá til jafns við sína eigin sonu. Þess vegna er það að smáþjóðirnar telja sig öruggar undir verndar- væng Englands. Á 11. öld var England um liríð sameinað í eitt ríki undir stjórn Knúts hins ríka. Ef þetta ríki hefði staðið lengur en það gerði, mundu afleiðing- arnar hafa orðið mikilvægar. Englandshaf og Eystra- salt hefðu orðið að innanríkis höfum, því Knútur hafði unnið suðurströnd Eystrasalts. Noregur, Sví- þjóð og Danmörk hefðu þá ekki eylt kröftum sín- um í sífeldum innbyrðis ófriði. Þýskt sæveldi hefði ekki getað vaxið upp og heldur ekki neitt Hansa- fjelag, sem kúgaði Norðurlandaþjóðirnar. Bretland hefði náð yfirráðum á hafinu nokkrum öldum fyr. Siðmenning hins enskumælandi heims hefði þá orðið ensk-norræn í staðin fyrir að vera frönsk- norræn. Þetta ensk-norræna ríki langar oss til að endurreisa — i heimi bókmentanna. Vjer höfum sjeð að ísland stendur mitt á milli Iínglands og frændþjóða þess á Norðurlöndum. Mjer er það geðfeld hugsun að það megi í fram- tíðinni verða til þess að tengja þjóðir þessar nán- ar. William Morris hafði þá trú, að sá tími mundi koma að hvert enskt barn læsi sögurnar og edd- urnar. Þær eru eigin hold vort og blóð, sagði hann, en ekki óskildar oss eða fjarlægar eins og gull- aldarrit Grikkja og Bómverja. England mun fá augun opin fyrir því, að fortíð þess er miklu nákvæmar og ljósar skráð i íslenskum ritum en í engil-saxneskum annáluin, og að islenskar bók- mentir eru sameiginleg eign Englands og Norður- landa, sameiginlegur fjársjóður fyrir óbornar kyn- slóðir að ausa úr. Danskar, norskar og sænskar bókmentir liafa oftar en einu sinni endurfæðst og yngst upp með því að hverfa til uppruna síns á íslandi. England, sem er svo náskylt oss að þjóð- erni og hugsjónum, gelur átl slíka endurfæðingu í vændum. Endurfæðing í norrænum anda mundi verða Englandi leiðarstjarna til fornra hugsjóna þess. England er að berjast fyrir hugsjónum vorum, og íslendingar hafa gengið á vígvöllinn með hin- um ensku frændum sínum. í fyrstu sjálfboðasveit- inni frá Kanada, er fór til Frakklands, voru 750 íslendingar frá Winnipeg einni saman: tiltölulega miklu fleiri en af nokkrum öðrum þjóðflokki í Kanada. Mjer er sagt að enn þá fleiri hafi verið í seinni liðsveitum frá Kanada, en fleslir þeirra, sem voru í fyrstu sveitinni, eru nú fallnir, særðir eða fangnir. Vjer höfum þannig trygt vináttu og bræðra- bandið við England með blóði voru. Það er mælt, að aldrei sje blóð svo þunt að eigi sje það þykk- ara en vatn, og því má jafnvel bæta við, að það sje þykkara en blek: — bókmentirnar. Vjer höfum þannig unnið og varið rjett vorn til þess að tengja England og Norðurlönd æ traustari böndum, og vjer höfum gert vort lil þess að end- urreisa hið ensk-norræna ríki. 0 I þyrnirunninum. I’yrnirósin parna grær, par er helgur staöur. Hlusta! Þorsteins hjarta slær, hneig pig vesall maður. Itósalundur himinhár heillar vini sína, pví hann geymir öld og ár atla töfra pína. Hallgr. Jónsson. Prentsraiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.