Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 1
ÓÐINN
3. BLAU MAÍ. 1018. \ XIV. ÁR
Sigurður Jónsson ráðherra.
Hann er fæddur 28. jan. 1852 á Litlu-Strönd í
Mývalnssveit. Foreldrar hans voru Jón Árnason,
síðast bóndi á Skútustöðum (d. 13. ág. 1875), og
Þuríður Helgadóttir
hónda á Skútustöð-
um Ásmundssonar.
Voru þau systkini
Þuríðar, Stefán fað-
ir Jóns sagnaskálds
(Porgilsar gjallanda)
á Lillu-Strönd og
Friðrika'móðir Jóns
alþm. frá Múla. Þeir,
sem fá vilja meiri
fróðleik um ætt Sig-
urðar, geta fengið
hann í Lögrjettu 1.
mars 1916, þar sem
rakin er ælt Árna
próf. hróður hans.
Árið 1854 fór Sig-
urður í fóstur til afa
síns Árna Arasonar,
þá bónda á Sveins-
slrönd í Mývatns-
sveit. Árni dó 1856;
en ekkja hans, Guð-
björg Aradóltir, gift-
ist aftur árið 1858
f*orsteini presti Jóns-
syni frá Reykjahlíð,
og fylgdi Sigurður
henni þá og var með
þeim hjónum síðan. Þorsteinn prestur tjekk Þór-
oddsstað í Köldu-Kinn 1863 og fluttist þá að Ysta-
felli og dó þar 1866, en Guðbjörg bjó þar eftir til
1889 og hafði Sigurður búsforráð með henni, þeg-
ar er hann hafði aldur til, alls um 20 ár.
Haustið 1888 giftist Sigurður Ivristbjörgu Mar-
teinsdóttur bónda frá Rjarnastöðum í Rárðardal,
og tóku þau við búi að Ystafelli næsta vor (1889).
Var Sigurður dugnaðarmaður i búskap, en ekki
fjesæll að sama skapi, enda lagði talsvert i kostn-
að við byggingar og jarðabætur. Gestkvæmd var
og jafnan mikil á heimili þeirra hjóna og gestrisni
með alúð af beggja hálfu. Þau hafa eignast 6 börn,
sem öll Iifa: Guð-
björgu, konu Jóns
Pálssonar |bónda á
Stóruvöllum í Bárð-
ardal, Jón og Mar-
tein, nú bændur að
Ystafelli, Hólmfríði
og Kristínu, nú hjá
foreldrum sínum í
Reykjavík, og Þor-
móð, nú fyrir norð-
an hjá bræðrum sín-
um.
Nokkra tilsögn
mun Sigurður hafa
fengið hjá Þorsteini
presti fóstra sinum
í æsku, einkum í
skrift, reikningi og
dönsku. Á skóla utan
heimilis mun hann
ekki hafa gengið
nema */2 mánuð eða
svo, og er mentun
hans aðallega sjálf-
fengin af bóklestri og
viðkynningu mælra
manna. Einkum mun
hann hafa orðið fyr-
ir menningaráhrifum
í æsku af Birni próf. Halldórssyni í Laufási, fór
til hans kynnisferðir, fjekk hjá honum bækur til
lestrar og leiðbeiningar um menningarefni. Var Sig-
urður námfús og eigi síður hneigður til að iniðla
öðrum af því, er hann lærði; var lengi heimilis-
kennari lijer og þar á vetrum, og hafði allmörg
ár unglingaskóla heima að Ystafelli. Snemma voru