Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.05.1918, Blaðsíða 2
10 ÓÐINN honum falin trúnaðarstörf, bæði heima í sveit og í hjeraði og hjelt hann þeim flestum siðan uns hann varð ráðherra. Hreppsnefndarmaður og sýslu- nefndarmaður varð hann 1887 og hreppsnefndar- oddviti 1888, og sóknarnefndarmaður og safnaðar- fulltrúi þegar lög um þau efni gengu í gildi; hjelt hann öllum þessum störfum uns hann fluttist til Reykjavíkur. Formaður jarðabótafjelags var hann allmörg ár og lengi i stjórn Kaupfjel. Þingeyinga. Ritstjóri tímarits S. í. S. var hann árin 1906 —16, og árin 1911 —15 flulti hann með styrk af alþingi og S. f. S. fyrirlestra um samvinnumál víða um land og sömuleiðis við námskeið samvinnufjelag- anna árin 1916—17. Má af þessum hlutum öllum marka, að Sigurður er að eðlisfari gáfaður maður og framsækinn. — n. <£ Yordagar. Morgunbæn. Rís hærra, rís hærra, ó sólfagra sól! og signdu hvern dal og tanga; mildaðu’ og vermdu livern storm á storð og strjúktu hvert tár af vanga. Rís hærra, rís hærra, ó sólfagra sól! og signdu hvert bar — og leiði. Sjá, enn þá er lítið af grænu i grund, þólt glatt þú skínir í heiði Þó bjóðir þú fagnaðarfaðminn þinn, svo fátt vill þeim gæðum taka; þó sendir þú geisla á svell og hjarn, þau senda þá aftur til baka. Rís hærra, rís hærra, ó sólfagra sól! og signdu þær bleiku rætur. Sjá hörð og köld er í þeli þökk og þurrum tárum hún grætur. Vermdu nú gígjar hinn harða hug, svo hyggi’ ’ún á yfirbætur, því vita muntu’, að þá vorar fyrst, er viðkvæmt og hlýtt ’ún grætur. Rís hærra, ris hærra, ó sólfagra sól! heyr sál mína þrá og kalla. Láttu nú óma hvern Iífsins streng frá látrum til hæslu fjalla. Nú rjettir greinar hin gamla björk. Nú Ijettir kólgu um víðan vang og vor fer með nýjum lögum; nú fagnar elfur úr fjötrum laus og fannirnar tekur af högum; nú rjeltir greinar hin gamla hjörk og gleymir þeim köldu dögum. Nú rjettir greinar hin gamla björk og gleðst yfir vorsins prýði, þó börkurinn þykni, er barið ungt og brýtur sitt vetrar hýði. — Og enginn sjer það, og enginn veit, þó undir berkinum svíði. — Senn leikur vorblær um græna grund og glitrandi fljót og voga, og greinar rjettir hin gamla björk mót glóandi sólarloga. — Vetur minn góður, vertu sæll! nú verð jeg að fá mjer boga. Vorljóð. Það er svo þröngt hjer inni, en úti frjálst og hlýtt; í hlíðum lækir ljóða og lífið alt er nýtt. Húrra! húrra! í hlíðum lækir Ijóða og lífið alt er nýtt. í austri gneggjar gaukur, af gleði hefur ’ann nóg, því vorið væna er komið; alt vex um land og sjó. Heyr þrastar ljóð, er laðar Ijúft í skógí Af hlýju blánar himinn og hlýnar tún og grær! í vorsins ljóma lindum sjer laug hver barnssál fær. Húrra! húrral Af vorsins ljóma lindum sjer lífsveig sjerhvað fær.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.