Óðinn - 01.05.1918, Side 6
14
ÓÐINN
hans, og fáum dögum síðar dó faðir þeirra systkina. —
Var það í árslokin 1883. Þessi ástvinamissir leiddi til
þess, að Jón hætti að búa. Fluttist hann vorið 1884 að
Arnórsstöðum á Jökuldal. Þar bjó þá ekkjan Hróðný
Einarsdóttir, móðir sjera Einars I’álssonar, sem nú er
prestur í Reykholti, en sem á þeim árum var að byrja
skólanám. — Jón hafði með sjer þangað tvö börn, pilt
og stúlku, sem þau hjón höfðu tekið til fósturs. Ólust
þau þar upp á vegum hans. Gekk hann þeim á allan
hátt í föður stað. — Pilturinn er sá, sem grein þessa rit-
ar, en stúlkan er nú gift kona í Ameríku. — Jón vann
með Hróðnýju að húi hennar frá 1884 og til vorsins
1893, er hún liætti búskap og fór til Einars sonar síns,
sem það ár vígðist prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Sjera
Einar bauð þá Jóni að flytjast með sjer að dvelja hjá sjer
eftir vild. Pví hoði tók hann, og dvaldi síðan það sem
eftir var æflnnar lijá því fólki. Naut hann þar góðrar
aðhlynningar á efri árum sínum. Var kona sjera Einars,
og svo börn þeírra hjóna, þá er þau uxu upp, samtaka
liúsbóndanum og öðrum gömlum samstarfenduin í því,
að Ijetta honum lífið. — Hjá þessu fólki andaðist Jón
að Reykholti i Borgarfirði 4. okt. 1912. —
Jón var lengst af æfi sinni fremur heilsulinur maður,
og ágerðist lasleiki hans talsvcrt með aldrinum. Pó vann
hann nokkuð fram á síðustu ár, en síðustu missirin
hjelt hann að mestu við rúmið. Við opinber störf var
Jón nokkuð riðinn. 6 — 8 siðustu búskaparár sín var
hann hreppstjóri í Tunguhreppi; og á Jökuldal var hann
allmörg ár í hreppsnefnd. Var hann sökum stöðu sinn-
ar ekki skyldur að sinna þeim störfum, þó hann gerði
það eftir óskum hreppsbúa. »Það rjeð, að hann þótti
til þess flestum færari margra hluta vegna«, segir sjera
Einar Pálsson. Kom það fram þar sem annarstaðar, að
hann hafði fullkomið traust annara manna, enda brást
hann því ekki. Sannur ættjarðarvinur var Jón, og gaf
hann málum þjóðarinnar góðan gaum, þó hann beitti
sjer ekki opinberlega á því sviði. Hann hafði heldur
aldrei iðkað ræðuhöld, en þótti beita penna sínum lið-
lega, þá er hann lagði eitthvað til mála. Komst það,
sem hann ritaði, aldrei lengra, svo jeg viti til, en í sveita-
blöð. — Jeg minnist þess, að hann sagði við mig sum-
arið 1911, þá er jeg dvaldi nokkra daga í Reykholti:
»Jeg veit ekki hvernig því er varið, að jeg, sem nú stend
á grafarbakkanum, get ekki látið vera að hugsa um
landsmák. Jeg man ekki, hver orð okkur fóru á milli
að öðru leyti um þetta efni. En það hefur oft hvarflað
mjer í hug síðan, að svona hlyti það að vera um hvern
sannan ættjarðarvin. Hann litur ekki á, hvort hann geti
unnið sjálfum sjer nokkuð til lofs og fiægðar eða náð
í einhver hlunnindi sjer til handa, heldur hugsar hann
fyrst og fremst um það, hvað ættjörðinni megi verða til
gagns og sóma.
Pó Jón væri enginn stórbóndi, eins og að framan er
greint, þá sýndi hann það í ýmsu á þeim fáu árum,
sem hann bjó, að hann skildi vel endurbótakröfur tím-
ans og gerði eftír ástæðum nokkrar tilraunir til að
íramfylgja þeim í starfi sínu. Hann unni menningu og
framförum í hvívetna og veitti því jafnan með tillögum
sínum óskift fylgi, er honum virtist tif bóta fyrir land
og lýð á því svæði, er hann náði til. Má jeg, sem þessar
línur rita, minnast þess, að þó hann Ijcti mig að mcstu
sjálfráðan um, hvað jeg tók fyrir, eftir að jeg komst af
barnsaldrinum, þá var hann þó ætíð hvetjandi til þcss,
er honum virtist mjer mega til frama verða ogþroskunar.
Að síðustu vil jeg einkenna líf Jóns sálugu með nokkr-
um ummælum sjera Einars Pálssonar, sem þekti hann
manna best.’) »Pað verður víst ekki sagt, að líf Jóns
sáluga hafi verið verulega frábrugðið því, sem almcnl
gerist. Pað, sem helst mætti segja að einkendi það, cr
ef til vill mótlætið«.----»Einstæðingur mátti ‘Jón sál.
að vísu heita að hafa verið lengi, svo snemma sem
hann misti alla sína nánustu ástvini og svo margir sem
einkavinir hans aðrir tíndust smásaman úr tölu lifcnda
eða þá fjarlægðust. En honum bættust alt af nýir kunn-
ingjar, hvar sem hann fór«. — — »Enginn er góður,
nema Guð einn«, sagði frelsari vor, Jesús Kristur, og er
það auðvitað fylsta rjettmæli, þegar um það er að ræða
að vera góður í algjörðum skilningi. En vjer tölum þó
einnig um »góða menn«, og Guði sje lof, að þeir eru
ekki svo sjaldgæfir, þó að öllum sje áfátt, hverjum með
sínu móti. Hinn látni var einn af þeim mönnum, sem
þetta fagra nafn mega bera. Og að öllu samtöldu tel jeg
það eitt með gæfu lífs míns hingað til, að jeg kyntist
honum og naut samvista hans svo lengi. Hann var heilsu-
tæpur lengi, jafnvel lengst æfinnar, en alt af stundaði
hann störf sin með trú og dygð, svo sem kraftar frek-
ast leyfðu. Og alstaðar og altaf fylgdi honum friður og
ró, scm hafði líka góð áhrif kringum liann, þó að eill-
hvað gengi þar á eða að. Hann leiddi sem flest hjá sjer,
það var lionum tamast. En ef liann lagði eitthvað til
mála, þá var það til að reyna að leiðbeina eða bæta í
fylstu hógværð«. — — Jón var trúrækinn maður. Átti
það eflaust sinn þátt í þvi, hve mikið þrek hann sýndi
i andstreymi lífsins. — Og hann var sannur inanhkosta■
maður, sem lýsti samferðamönnunum á ýmsa vegu fram
á þær leiðir, er best hcnta til þess að verða fremur
öllu öðru mœtir mcnn.
Pessi grein um fóstra minn sáluga er skrifuð minn-
ingu hans til heiðurs. Að vísu veit jeg það, að hann
hefði ckki óskað þess, að reynt væri að útbrciða orð-
stír lians. — En dæmi góðu mannanna gætu gefið öðr-
um hvöt til að efia hið góða hjá sjálfum sjer, þó að
lífskjör þcirra verði þannig, að þeir geti ekki unnið þau
afreksverk, sem haldi nafni þeirra lengi og víða uppi.
Ilólum i Iljaltadal.
Sig. Sigurðsson
(kennari),
*
Pcssi minningargrein um fóstra minn sáluga kemst
miklu síður á framfæri, en jeg liafði ætlað vera lála.
Til þess cru ýmsar ástæður, sem hjer verða eigi til-
greindar. — En þcss vil jeg láta getið, að sjera Einar
Pálsson í Reykholti gaf mjer skrifaðan nokkurn hluta
líkræðu þeirrar, sem hann hjclt yfir fóstra minurn, —
ekki til að láta prenta ræðuna, heldur til að sýna,
hvernig hann »leit .á Jón sál.« — Við þessa ræðu hef
jeg stuðst að nokkru, beinlínis og óbeinlínis. f öðru
1) Ummæli tekin ur líkræðu.