Óðinn - 01.05.1919, Síða 4
12
ÓÐINN
Gísli Högnason
póstafgreiðslamaður á Búðum í Fáskrúðsfirði.
Gísli Högnason er fæddur 20. júlí 1851 á Skriðu
í Breiðdal, en andaðist á Búðum 18. ápríl 1917,
. þá nærri 66 ára gamall. Faðir hans var Högni
járnsmiður og bóndi á Skriðu, Gunnlögssonar
prests á Hallormstað, Þórðarsonar á Refstað í
Vopnafirði, Högnasonar prests á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, Sigurðarsonar prests, Högnasonar prests,
Guðmundssonar prests í Einholti, Ólafssonar pró-
fasts á Sauðanesi. Þannig
má halda áfram að rekja
ætt Gísla Högnasonar til
margra merkismanna hjer
á Jandi og erlendis. Haun
var 28. maður frá Rögn-
valdi Mærajarli, 24. frá
Halli á Síðu og Guð-
mundi enum ríka, 22.
frá Magnúsi konungi ber-
fætla og Sæmundi enum
fróða, 20. frá Jóni Lofts-
syni í Odda og Þorvarði
auðga, 16. frá Brandi ríka
á Svalbarði og herra Þórði
Hallssyni. — Móðir Gísla,
kona Högna, var Kristín
Snorradóttir prests að Ey-
dölum (í 37 ár), Brynj-
ólfssonar prófasts (1 36
ár) á sama stað, Gísla-
sonar prests (í 41 ár),
einnig í Eydölum, dó 71
árs, Sigurðssonar prests (í 34 ár) á sama stað,
dó 1758. Kona sjera Sigurðar Sveinssonar var
Hallgerður dóttir Árna prests (i 52 ár) í Eydöl-
um, dó 1737, þá 80 ára, Álfssonar á Kaldaðarnesi
1636—1672; kona sjera Álfs var Ragnheiður dóttir
Árna lögrjettumanns á Akranesi, Gíslasonar lög-
manns Rórðarsonar; kona Árna iögrjettumanns
var Steinunn dóttir Hannesar í Snóksdal, f. 1547,
d. 1627, Björnssonar í Snóksdal. Guðrúnu dóttur
Björns sýslumanns í Ögri átti Hannes riddari og
hirðstjóri yfir íslandi 1517, Eggertsson riddara
og lögmanns úr Víkinni í Noregi. Kona sjera
Snorra Brynjólfssonar prests að Eydölum, en
amma Gísla Högnasonar, var merkiskonan Þóra
dóttir Björns prófasts í Saurbæ 1775 og á Set-
bergi 1786—1816, dó 1834, var mesti merkismað-
ur, samdi búnaðarritið Atla og íleira, átti Helgu
Brynjólfsdóttur sýslumanns ríka í Hjálmholti;
þorgrímur faðir hans var sýslumaður í Múlasýslu
1741—1776, dó 1785, Sigurðsson lögsagnara í
Barðastrandarsýslu, Sigurðssonar lögrjettumanns á
Svalbarði, Jónssonar lögmanns frá Reynistað. —
Af framansögðu má sjá, að bæði föður- og móð-
urætt Gísla Högnasonar er óslitin röð af prestum,
próföstum, sýslumönnum og lögmönnum. Það má
því með sanni segja, að hann var af góðu bergi
brotinn. — Frú Þóra Björnsdóltir, sem áður er
getið, ainma Gísla, tók
hann til fósturs, og var
hann hjá henni, þar til
hún brá búi, fór þá til
frú Ragnheiðar og með
henni að Kirkjubæ í
Tungu til sjera Magnús-
ar Bergssonar, þá 12 ára;
tók prestur strax ástfóstri
við drenginn, því hann
fann að mikið bjó í hon-
um, og kendi honum ait
það, sem hann áleit leik-
manni nauðsynlegt að
læra, sjerstaklega hafði
prestur gaman af að
kenna honum allskonar
reikning, því hann var
mesti reikningsmaður og
Gísli fljótur að nema,
enda varð hann flestum
færari í þeirri námsgrein.
Sjera Magnús hafði stórt
bú, og vandisl Gísli því snemma ölium heimilis-
störfum, og sást það strax á unglingnum, að hann
yrði verkhygginn og afkastamikill í öllu, sein hann
snerli á. Árið 1869 fluttist Gísli með sjera Magn-
úsi fóstra sínum að Eydölum í Breiðdal og var
þar 20 ár; lengst af þeim tíma stjórnaði hann bú-
inu, og jókst það mikið í lians höndum, því bæði
var hann sjálfur dugtegur og svo manna lagnast-
ur að stjórna mörgu fólki, útsjónarsamur og á-
ræðinn með ýms fyrirtæki.
Þann 31. desember 1883 giftist Gísli uppeldis-
syslur sinni Þorbjörgu, dóttur sjera Magnúsar
Bergssonar presls á Stafafelli, Magnússonar prests
í Bjarnanesi, Ólafssonar sýslumanns, Árnasonar
prests í Saurbæjarþingi, Jónssonar á Hvoli, Lofts-
*
Gísli Högnason.