Óðinn - 01.11.1919, Side 2
58
ÓÐINN
Revue«, i grein með yfirskriftinni: »íslenskur
Ibsen«: Nafn J, S. er nú þegar tengt nöfnum
þeirra Ibsens, Björnsons og Strindbergs, og ef til
vill fer það bráðum fram úr þeim«.
Par næst lýsir höf. æfi J. S. í stuttum dráttum
og talar um ritverk hans, hvert um sig. Hann
telur Galdra-Loft stærsta verkið. Um konu J. S.
segir hann, að hún hafi verið fyrirmynd allra
hinna undursamlegu kvenna, sem fyrir komi í
leikritum hans, og að nafn hennar hefði átt að
standa hjá nafni hans á titilblöðum bókanna. —
En þetta eru niðurlagsorð greinarinnar:
Einhver stærsti sigurinn, sem J. S. vann í lif-
anda lífi, og sá, sem gladdi hann mest, var út-
koma lítillar bókar, sem jeg hef nú liggjandi
frammi fyrir mjer, og er titillinn þessi: Scandina-
vian classics: Volume VI. Modern Icelandic Plais
by Jóhann Sigurjónsson, Translated by Henninge
Krohn Schanche. Bókin er prentuð í New-York
1916 og gefin út af Oxford Universily Press, sem
gefið hefur út og ætlar að gefa út í Englandi og
Ameríku úrval úr bókmentum Norðurlanda. Auk
leikrita J. S. hafa komið út í safninu rit eftir Hol-
berg, Tegnér, Strindberg, Björnson, Kierkegaard og
Snorra Sturluson. . . Þetta taldi Jóhann, og það
með rjettu, mikilsverðan sigur fyrir ungt skáld.
Litli íslendingurinn kom hingað eins og smá-
fugl. Þegar hann fór heim aftur, var Irann eins og
örn. En þá snart örlaganornin hann. Hann lifði
þó nógu lengi til þess að sjá, að verk hans myndi
aldrei deyja. Pví orðstír deyr aldregi hveim sjer
góðan getr.«
s»
Ljóð.
Suðrænir laufvindar líða.
Suðrænir laufvindar líða
Ijóðandi’ um grund og hjalla.
Bringusár valur af veiðum
víkur til hárra fjalla.
Þokuský úti við eyjar
eru á hröðum gangi.
En birkihlíð vögguljóð velur
vindur með lauf í fangi.
Brimhljóð og blíðvindis ómar
blandast í tóna veldi.
Langt er nú síðan við sátum
saman á Ijósu kveldi.
í dölum og hátt upp til hlíða
haustlega fossar gjalla.
Bringusár vordraumi vefur
valur á tindi fjalla.
Kystu mig.
Lilja mín! kæra Lilja mín!
loftið er fagurt og máninn skín.
Loftið er fagurt og fult af þrá;
fallega’ i linginu daggir gljá
og silfurbjart er um sjá.
Lilja mín kæra! Lilja góð!
lifið er fagurt og nóttin hljóð.
En sumarið liður og fuglinn fer,
sem flutli söngvana mjer og þjer;
það haustur og fuglinn fer.
Lilja mín kæra! Lilja smá!
lífið er skammvint en stór mín þrá.
En þó fölni laufið og fjölgi ský,
meðan fagurt er bros þitt og röddin hlý
er æfi mín altaf ný.
Lilja mín! kæra Lilja mín!
sem lifið sjálfl er hún vörin þín.
Kyslu mig góða! kystu enn.
Það kemur haustið og vetrar senn.
Kystu mig; kyslu mig enn.
Jeg hrðkk upp af svefni.
(Brot).
Frá kramara sálum, úr kuldans ríki
við komumst tvö inn í svana líki,
jeg vissi’ ekki hvernig, en var það nóg:
við vorum á sóltjörn í grænum skóg.
Og glögt fann jeg sál mína unaðinn yngja;
nú átti jeg fögnuð og þrótt til að syngja.
Mjer sjálfum jeg gleymdi og söng um þig,
og sál þín varð Ijósfljóð, sem streymdi um mig.