Óðinn - 01.11.1919, Qupperneq 3

Óðinn - 01.11.1919, Qupperneq 3
ÓÐINN 59 veiki og tveir menn aðrir á heimilinu. Vorið eftir flultist Hóseas yngri með fóstru sinni að Jórvík í Breiðdal, sem talin var besta kirkjujörðin frá Berufirði. Þar bjuggu þau hálft annað ár og dó maddama Þorbjörg þar hjá honum. Á þessum árum lók Hóseas til sín systurson sinn, þriggja ára gamlan, Jósep Sigvaldason, og ólst hann svo upp hjá honum fram um tvítugt. Árið 1863 kvænt- ist Hóseas Guðbjörgu Gísladóttur frá Höskulds- stöðum, og bjuggu þau í Jórvik í 20 ár. Vorið 1883 lluttust þau að Porgrímsstöðum í Breiðdal. Voru þar í 3 ár, minkuðu við sig búið og höfðu að eins part af jörðinni. Þaðan fluttust þau að Hóscas Björnsson. Guöbjörg Gisladóttir. Hörskuldsstöðum árið 1886 og bjuggu þar við risnu og sæmd þar til árið 1903. Þau eignuðust 6 börn, er öll fæddust í Jórvík. Tvö þeirra dóu ung, en fjögur eru enn á lífi, þegar I. H. skrifar, öll vestan hafs: Hóseas, Ingibjörg, Guðriður og Þorbjörg. Sumarið 1903 kom Jósef Sigvaldason, systur- sonur og fóstursonur Hóseasar, heim til íslands frá Ameríku. Hafði þá dvalið vestra allmörg ár og efnast vel. Hann bjó í Argyle. Fóru þau Hóseas og Guðbjörg og öll börn þeirra vestur um haf með Jósef þá um sumarið. Voru þau tvö fyrstu árin á jörð, sem hann átti í Argyle, en fluttust 1905 vestur til Vatnabygða í Saskatschewan og eignaðist Hóseas þar land. Þegar hann hafði verið þar tvö ár, fór hann að finna til sjóndepru. Sumarið 1907 Jeg hrökk upp af svefni í beiðríkju og frosti; við hlið mjer stóð vetur og kátlega brosti. — En ennþá í huga mjer óm jeg finn, og enn við bringu mjer vænginn þinn. S. F. Hóseas Björnsson og Guðbjörg Gísladóttir. Hjer verður minst merkishjóna, sem llutlust hjeðan af landi vestur um haf skömmu eftir síð- astl. aldamót og eru nú bæði dáin þar. Hóseas Björnsson and- aðist þar 6. okt. 1917, en Guð- björg kona hans (fædd 28. des. 1842) var áður önduð. Hún dó 9. jan. 1911 og var æfiminning hennar nokkru síðar í Lögbergi. En um Hóseas hefur dóttir þeirra, Ingibjörg, skrifað langa og rækilega minningargrein í Lögberg frá 12. sept. 1918. Verður hjer tekið nokkuð upp úr þeirri grein. Faðir minn var fæddur 10. desember 1842, segir Ingibjörg Hóseasdóttir. Voru foreldrar hans Björn Jósefsson og Helga Jósa- fatsdóltir, er þá bjuggu á Meiða- völlum í Kelduhverfi. Var hann hjá foreldrum sínum það sem eftir var vetrar. En vorið 1843 flultu þau hann austur að Skeggjaslöðutn á Langa- nesslröndum, til síra Hóseasar Árnasonar, sem þar var þá þjónandi prestur, og konu hans, maddömu Þorbjargar Guðmundsdóttur. Áttu þau prestsbjónin engin börn, en vinátta var mikil með þeim og foreldrum föður míns. Bar drengurinn nafn síra Hóseasar og var gefinn þeim prestshjónunum til uppfósturs, þá 39 vikna gamall. Unnu þau honum af alhuga, sem sínu eigin barni, og ináttu ekkerl á móti honum láta. Ólst hann upp hjá þeim á Skeggjastöðum þar til hann var 16 ára gamall. Og æfinlega mintist hann þeirra fósturforeldra sinna með gleði og þakklæti, og æskuáranna á Skeggjastöðum með innilegri ánægju. Árið 1858 fiuttist hann með þeim að Berufirði. Þar dvaldist hann 3 ár. En þá andaðist fóstri hans úr tauga-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.