Óðinn - 01.01.1922, Page 2

Óðinn - 01.01.1922, Page 2
Æfisaga sjera Matthíasar jochumssonar, rituö af sjálfum honum, kemur út nú í sumar. Utgefandi er Þorsteinn Gíslason. En bókin er prentuð á Akureyri, og sjer Steingrímur læknir Matthíasson um út- gáfuna. Hún er 25 arkir að stærð, og mun verða full- prentuð, eða þar um bil, í júnílok. Þetta verður stærsta og merkasta bók þessarar tegundar, sem bókmentir okkar eiga. Hún kemur víða við. Höf. hefur á sinni löngu og merku æfi kynst fjölda manna, bæði hjer heima og erlendis, sem mörgum mun þykja næsta fróðlegt að heyra hann lýsa. Mannlýsingar hans eru að öllum jafn- aði ágætlega gerðar, eins og menn kannast við úr kveðskap hans. Af útlendum mönnum nafnkunnum, sem höf. hefur per- sónulega kynst og þarna er lýst og um dæmt, má t. d. nefna Grundtvig, H. C. Andersen, Björnson og G. Brandes. Af inn- lendum mönnum koma margir við söguna, og þar á meðal flestir hinna þjóðkunnustu manna okkar, sem nærri stóðu höf. að aldri. Höf. Iýsir nákvæmlega fyrri hluta æfi sinnar og sömu- leiðis kenningum þeim og mentastraumum, sem mótað hafa lífsskoðun hans. Hann er kominn yfir sjötugt, er hann byrjar að skrifa sögu sína. Hefur hann síðan skrifað kafla og kafla, stundum með löngum millibilum, og lýst þar einstökum þáttum eða viðburðum úr lífi sínu, og þessu hefur hann haldið áfram alt til hins síðasta, svo að bókin er skrifuð á 10—15 árum. Einn mun verða allra dómur um það, að bók þessi sje stórmerkilegt rit. Hún er fjörleg og skemtileg frá upphafi til enda og hefur inni að halda mikinn fróðleik og margs háttar. Þegar þessari bók er lokið, er í ráði að út komi, einnig á Akureyri, lítið en vandað minningarrit um sjera Matth. Jochumsson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.