Reykjavík - 10.05.1900, Side 2

Reykjavík - 10.05.1900, Side 2
24 7. Mai 1900. 1. Halldóri Sigurðssyni í Berg- st.str. veitt á erfðafestu, gegn 6 al. gjaldi af dagsl. á ári, stykki - - 2 dagsl. að stærð — milli útmæl- ingar Guðm. Guðmundss. á Vega- mótum og Skaftastígs. 2. Sturla Jónssyni kauprn. veitt á erfðafestu til viðbótar við erfða- festuland bans við Fúlutjainarlæk sykki þar fyrir sunnan með lækn- um. Gjald ákv. 8 álnir. 3. Sig. Thoroddsen veitt erfða- festuland austan með Fúlutjarnar- læk, 5 dagsl. með 8 al. gjaldi. 4. Ákveðið að fela Guðmundi á Bergstöðum vörzlu bæjarlandsins í sumar fyrir sömu borgun og á sama hátt og að undanförnu. Allir á fundi nema Magnús Benja- minsson og Guðm. Björnsson. Ym i slegt, Að morgni þess 7. kom „Reykja- víkin“ hingað frá Noregi. Byfjaði ferðir sínar strax næsta dag. — „Ceres“ kom hingað frá út- löndum 6. þ. m. Fór vestur á þriðjudaginn var. .— „Mjöinir", skip Thor. E. Tu- linius stórkaupmanns, kom 5. þ.m. Fór aftur á mánudaginn. — Fiskiskipið „Töjler“ kom inn á þriðjudaginn. Skipstj., Vilhjálm- ur Gíslason, hafði fótbrotnað; hann hafði tekið út af skipinu, náðist þó aftur, en við það vildi þetta slys til. — 9. þ. m. komu til Ásgeirs Sigurðssonar 2 seglskip, annað með sait („Solvang"), en hitt („Giadys") með ýmsar vörur. — S. d. timburskip til Björns Guðmundssonar, „Kvik“, frá Man- dal, skipstj. Petersen. — í gær komu „Hólar“ með fjölda farþegja. „Sunnanfari" byrjaður að korna út aftur. Eins og menn ef til vill muna, keypti hr. ritstj. Björn Jóns- son útgáfuróttinn í fyrra vetur, en útkoman hefir dregist þar til nú. Ritstj. eru þeir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson. í fyrsta blað- inu er mynd af kaupm. Geir Zoega og skólastj. Markúsi Bjarnasyni. — Á sunnudaginn var mesta blíðviðri og fögnuðu menn því mjög, því undanfarna daga hafði gengið á ýmsum ósköpum. Var unnið allan daginn (nema um hámessuna) að uppskipun og öðru því er mest reið á. Þeir, sem ekki voru bundnir við nein áríðandi störf, gátu nú lyft sé.r upp og höfðu til sælgætis horna-„músik“ um kvöldið. - Nú stendur yflr próf í barna- skóianum og kvennaskólanum. 5. þ. mán. var söngpróf hjá 2 efstu bekkjum barnaskóJans. Var leik- fimishúsið fullt af tilheyrendum. Sungu börnin um 20 lög og þótti takast prýðilega. Söngkennari er, eins og menn vita, dómkirkju-or- ganisti Jónas Helgason. — 6. þ. mán. höfðu meðlimir „Leikfél. Rvíkur“ samsæti í Iðn- aðarmannahúsinu. Trúiofuð eru: Eggert Eiriksson Briem og frk. Katrín Thorsteins- son frá Bíldudal. G e s t i r. Undanfarandi hafa hér verið ýms- ir á ferðinni, þar á meðai Árni Riis verzl.stj., Stykkishólmi, Lárus Snorrason kaupm. af ísafirði, shard.Riis kaunm. Borðevri. P. Niei- ,sen af Eyrarbakka. Einnig hafa verið hór 0. Ottesen og Vilhj. Þor- valdsson kaupmenn af Akranesi. Með „Hólum“ komu, —- auk verzl- unarerindreka P. Bierings — Skafti Jósefsson ritstjóri, Hansína Eiríks- dóttir, Björn Eiríksson og Helgi Eiríksson (öll þrjú frá Karlsskála í Reiðarfirði), Grímur Rorláksson tró- smiður Búðareyri, Guðni Guðm.- son skósmiður Eskifirði o. m. fl. í Fjallkonunni var, í 16. og 17. tbl. þ. á., talsvert hnútukast til hr. Ostlunds og prentsmiðju þeirra féiaga. Afleiðingarnar urðu þær, að ritstjórinn var kallaður fyrir sátta- nefnd Reykjavíkiukaupstaðar og sá ekki annað heppilegra en að ganga að svolátandi: Kærði, ritstjóri Valdimar Ás- mundsson gefur svolátandi yfirlýs- ingu: Ég undirit.aður skuldbind mig hér með til i næsta tölublaði Fjallkonunnar, sem kemur út eftir þenna dag, að birta með venjulegu meginmálsletri, fremst í blaðinu, eftirfarandi yfirlýsingu: Samkvæmt áskorun frá herra D. Ostlund útaf nokkrum ummælum um hann í 17. tölublaði Fjallkonunnar þ. á., lýsi óg sem ritstjóri hérmeð yfir, að þ.ri ummæli um herra D. 0st- lund í greininni „Afturför í bóka- gerð og prentiðn", sem kynnu að álítast á nokkurn hátt persónulega meiðandi eða móðgandi fyrir hann, eru ekki í þeim tilgangi tekin i blaðið, enda sýnir greinin að hún er ekki ritstjórnargrein. Reykjavík 8. Mai i 900. Vald. Asmundsson.“ Sáttakostnaðinn varð ritstjóri Fjailkonunnar að greiða, með kr. 2,33. I O G T. Eins og mörgum mun kunnugt, er kösin af nýju stjórn („embætt- ismenn“) fjórum sinnum á ári í Good-Tempiarstúkunum. Fer kosn- ing þessi fram á seinasta fundi í Janúar, Apríl, Júií og Október. Af því nú að Good-Templarar eru fjöl- mennir mjög hór í bæ og víða annarstaðar á landinu, þá verður liér skýrt frá hverjir voru valdir í Good-Templarstúkunum hórí bæn- um á seinastaa fundi hverrar- stúku í Aprílmánuði. Verða að eins teknir hér fjórir aðal-stjórnendur stúknanna. Verðandl nr. 9. Æðsti-Templ- ar Þorkell Þorláksson, Vara-Templ- ar Gnnnþórunn Halldórsdóttir, Rit- ari Benedikt Pálsson, Gæzlunr. ung- templara sami. Einingin nr. 14. Æ.-T. Þorv. Þorvarðsson, V.-T. Stefanía Guð- mundsdóttir, Ritari Jón E. Jónsson, G. ungt. Kristján Teitsson. Hlín nr. o3. Æ.-T. Kristín Sig- urðardóttir, V.-T. Vigdis Péturs- dóttir, Ritari Halldór Lárusson, G. ungt. Helga Arnadóttir. Bifröst nr. 4Ö. æ.-t. Indriði Einarsson, V.-T. Ásdís Jónsdóltir, Ritari Magnús Dalhoff, G. ungt. Guðjón Einarsson. Drðfn nr. 55. Æ.-T. Jón Rósenkranz, V.-T. Karólína Hin- riksdóttir, Ritari Kristján H. Jóns- son, G. ungt. Guðrún Erlendsdóttir. Út af ummælum, er stóðu i 17. tbl. Fjallkonunnar urn að „Reykja- vik“ væri gefin út af félagi, kra.fð- istútgefandi „Reykjavíkur" að þessi ummæli væru leiðrétt í Fjallkon- unni og var það gert í síðasta blaði hennar. D. Ostlund heldur FYRIRLESTUR í Good-Templarahúsinu 13. þ. m., kl. 6^/2 e- m. Ágæt. DANSKAR KARTÖFLUR og öll önnur nauðsynjavara fæst ódýrust í verzlun S. Suémunóssonar.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.