Reykjavík


Reykjavík - 15.02.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 15.02.1901, Blaðsíða 2
2 T51 nninnís. Landsbókasnfmð er opið hvern virkan dag. kl. 12—2 og einni ^lundu lengur (lil kl. 3) á Mánud., Mið- vikud. og Laugard.. til útlána. Landsskjalasafnið o[)ið á Prd., Fimtud. og Ld, kl. 12—1. Náttúrugripasafnið er opið á sunnud. kl. 2—3. síðd. Forngripasafnið er opið á Mvd. og Ld. kl. 11—1. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Banknstjórnin við frá 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn 1. Mád. í mán., kJ. 6 — 6 »iðd. Landshöfðingjaskrifstofan opin hvern virkan dag frá 9- -10 ll* 1 2 3/,—2 og 4—7. AmtmannsBkrifetof«n er opiu á hverjum virkum degi kl. 10 -2 og 4 -7. Bæjar/ógetaskrifstofan er opin rumh. daga 9—2 og 4—7. Póststofan opin hvern rúmhclgan dag kl. 9—2 og 4—7. Aðgangur að Box-kÖssunum frá 9—9 dagl. Bæjar- péstknssarnir tæmdir dagl. kl. 7*/* árd. og 4 slðd. Afgreiðsla hins sameinaða g.afuslupufélags opin rúmh. daga frá 8—12 árd. og 1—8 síðd. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtud. hvers mán. Fátækranefndarfundir 2. og 4. Fimtud. í mánuði. Héraðslæknirinn er aðhitta lieima 2—3 dagl. Augnlæknirinn cr heima kl. 12—2, ókeypis augnlækn- ing á spitalanum 1. og 3. Prd. hvers ,mán., kl. 11—1. Tannlæknirinn er heima kl. 11—2. Okeypis tann- lækning heima hjá læku. 1. og 3. Mád. hvers mán. 11—1. Apótekið opið daglega frá 8 árd, til 9 slðd. Okeypis lækning á spftalanum Þrd. ogFöd., kl. 11—1. ;6œjargfjórnarfundur. 7. Febr. 1901. 1. Formaður skýrði fra, að ábú- audi Klepps hefði eigi enn greitt eftir- gjald jarðarinnar fyrir síðastl. ár og óskaði úrskurðar bæjarstjórnarinnar hvort bíða ætti lengur eftir honum með byggingu jarðarinnar. Ákveðið að bíða enn viku, ef ábúandinn greiddi innan þess tíma gjaldið, en auglýsa að öðrum kosti jörðina lausa til ábúðar. 2. Tilnefndir til að vera í kjöri við kosningu sáttanefndarmanns hér í bænum í stað landfógeta Á. Thor- steinssonar, sem fer úr nefndinni, þessir 5 menn: Jón Magnússon land- ritari, lektor Pórh. Bjarnarson, docent Eiríkur Briem, Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur og Árni Gíslason Jeturgrafari. 3. Formaður lagði fram bréf frá landshöfðingja, þar sem hann sendir frumv. frá stjórninni um breyting á bæjarstjórnartilskip. í sömu átt og frumv. sem samþ. var á síðasta þingi, en nú hefir verið synjað staðfesting- ar og æskir yflrlýsingar bæjarstjórn- arinnar um frumv. þetta. Hafði nefnd- in, sem sett var af bæjarstjórninni á sínum tíma til að fjalla um gamla frumv., haft mál þetta til meðferð- ar og látið í ljósi álit sitt. um það og var það álit lagt fram. Var samþ. að óska þess, að frumv. yrði lagt fyrir þingið, en stungið upp á nokkr- um breytingum, er náriar voru til- teknar í nefndarálitinu, á 1. og2.gr. frumv. 3. Erindi frá Jóni Jóntanssyni, þar sem hann beiðist þess að verða hafð- ur í huga, er ráðinn væri maður til að mæla upp bæinn og gjöra upp- drátt af honum. Urðu töluverðar umræður um nauðsynina á uppmæl- ing og kortlagning bæjarins og voru ýmsir á því, að það verk yrði eigi unnið nema af útlendum verkfræðing- um eða landmælingamönnum, sem þá þyrfti að fá að frá útlöndum. Var málið falið veganefnd til íhugunar. 5. Ekkja skólast.jóra Markúsar F. Bjamasonar, Björg Jónsdóttir, skýrir frá, að hún ætli að selja frú L. Finn- bogasen 1500 □ áln. fyrir norðan húslóð hennar, á 30 aur. □ al., og spyr hvort bæjarstjórnin vilji nota forkaupsrétt sinn. Visað til byggingar- nefndar til álita. 6. Kom til umræðu hverri stefnu fylgja skal um framlengingu Lindai- götu upp á þjóðveginn, en byggingar- nefndin hefir skotið máli þessu und- ir álit bæjarstjórnarinnar. Voru til- lögur tvær, önnur að leggja Lindar- götu skáhalt upp á þjóðveginn yfir vesturhornið á Elsumýrarbletti, en hin, að leggja Lindargötu áfram beint fyrir norðan Elsumýrarblett og aust- ur yfir norðausturhornið á honum upp á þjóðveginn með Rauðarárlæk. Bæjarstjórnin ályktaði að hafua fyrri tillögunni, en ákvað. að fela vega- nefndinni að rannsaka ýtarlega hina nyrðri stefnuna og gera tillögu um vegalagninguna þar. 7. Beiðni frá Einari Guðmunds- syni í Ánanaustum um lán. úr bæjar- sjóði til húsakaupa vildi bæjarstjórn- in ekki sinna. 8. Brunabótavirðing samþ. á for- dyrishúsi við norðurgafl ieikfimishúss lærða skólans 750 kr. 9. —12. Útsvarskærur. — Sumar telcnar til greina. 13. Lektor Pórh. Bjarnason lagði fram bréf og áætlanir frá Marius Knudsen í Odense um brunnboranir hór, sem fulltrúinn hafði útvogað. Vísað til veganefndar til athugunar. 14. Beiðni frá Jóni Sveinssyni snikkara um að flutt verði frá hús- inu grjót, er bærinn á þar og að torg- ið hjá húsi hans verði lagað m. m. Vísað til veganefndar. 16. Erindi frá dcmkirkjnprestin- um, þar sem hann leggur til, að slept verði að innheimta af skólagjaldinu fyrir þetta ár það sem svarar 1 mán- uði, fyrir það, að kensla var eigi í Október. Vísað til skólanefndar til athugunar og álita. 16. Bæjárfógeti skýrði frá, að til stæði að gerð yrði ráðstöfun ti), að lagt yrði fyrir þingið lagafrumv. um manntal hér í bænum hjá lögreglu- stjóia og tilkynningarskyldu um inn- komna og burtvikna menn og spurð- ist fyrir, hvort bæjarstjórnin vildi samþ. að hálfur kostnaðurinn við manntal þetta væri greiddur úr bæj- arsjóði, ef til kemur. Bæjarstj. áleit hið fyrirhugaða fyrirkomulag nauð- synlegt eins og nú er orðið, og vildi eigi skorast undan að greiða helm- ing kostnaðarins. G. B. ekki á fundi. --K>«-- ^jónleilíor leráfclagsine. „Leikfél. Rvíkur“ hefir það sem af er vetri_ leikið þrjá stærri sjónleika nýja, auk þess að það hefir endurleikið Jeika frá því i fyrra. — Fyrst má nefna „ Hjai l adrotninguna “, laglegur leikur og vel leikinn (ungfrú Gunnþórunn, cand. Jón Jónsson, Árni Eiríksson).— Tilkomumestur er annar leikurinn: „Heimkomau“(„Die Ehre“) eftir Suder- mann. f’ar leika þau Árni Eir. og ungfr. Fur. Sigurðard. karl og kerl- ingu mjög v§l. einkum Árni hatta kariiiin. Róbert og Leonóru leika þau Jón Jónsson og ungfr. Gunnþ. Halld., og leika prýðilega bæði að vanda. Alma er vandleiknust, en ungfr. Sól- veíg Sveinsd. ræður fyllilega við verk- efnið, svo að snild er að. Múhling eldra lók hr. Krfttj. forgr., og þarf ekki að því að spyrja, að honum lét það prýðilega, eins og flest, sem hann fæst við á leiksviði. Ungfr. Gunnþ. Halld. lók Leonóru prýðisvel. Ungfr. Guðrun Kristjánsd. (Þorgrímssonar) lék hóv í fyrsta sinn (frú Muhling)og tókst. mjög vel, þótt málrómurinn væri, ef til- vill, i unglegra lagi. Hinir aðrir leikendur léku mjög viðunanlega, og allir lýtalaust, Jens Waage hvað bezt. — Síðastl. Sunrnid. lók leikfél. „Þrum- veðrið" eftir Hostrup. í þetta sinn skal að eins stuttlega á það minst (verður, ef til vill, nefnt aftur síðar). Yfirleitt var þessi leikur (sem er snot- ur, en ristir ekki djúpt) leikinn óvenju- lega vel. Jón Jónsson lék að vanda prýðisvel, en var eins og heldur snögg ur og naumast náttúrlega viðkvæmur þegar kerling hans er að láta líða yfir sig. Gunnþórunn leikur malarakon- una af svo náttúrlegri snild, að, svo vel sem hún annars alment leikur, hefir henni aldrei jafn-vel tekist sem þetta kveld. Tvær ungfreyjur léku hér í fyrsta sinn: Emilía Einarsson (Indriðad.) og Sigríður Bergþórsdóttir. Ungfr. Einarsson tókst vel og sá eng- in viðvaningsmörk á henni. En ung- frú Sigríður lék frábærlega náttúrlega, og er líklegt að þar renni upp gott leikkonu-efni. Hina aðra vönu leikara er ekkert sérlegt um að segja, annað en að þeir vóru allir upp á sitt ið bezta. Sonur malarakonunnar (Friðf. Guðj.) er ekki fjörmikill ástamaður, en fer snoturlega með hlutverk sitt eftir megni. Helgi Helgason, sem mér virðist leika yfirleitt manna eðlileg- ast og tilgerðarlausast, lék og í þetta sinn mjög vel og náttúrlega. Andlitsmálun sumra leikenda, eink- um þeirra er leika gamalt fólk, mætti vera betri. J- Ó.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.