Reykjavík


Reykjavík - 15.02.1901, Blaðsíða 3

Reykjavík - 15.02.1901, Blaðsíða 3
3 Íandslíornanna ó milli. Héraðslæknir settur i ísafjarðar- sýslu læknaskólakandidat Jón Por- valdsson; faðir hans, Porv. Jónsson, hefir fengið lausn frá embætt.i. Keypt verzlunarhús. J. P. T. Bryde etazráð hefir keypt verzlunar- hús Knudzons í Hafnarfirði á 20,000 kr. í haust keypti P. J. Thorsteins- son á Bildudal hús Porst. Egilssonar á 12,000 kr. Ætlar að hafa þar þil- skipaútgerð. Fiskast hefir ágætlega við ísa- fjarðardjúp undanfarandi; vænn íiskur. Á Akranesi fiskaðist vel nokkra daga í síðastliðinni viku, en er nú í rénun. Róið höðan úr bænum vestur í Akur- nesingaieitir nú fyrir heigina síðustu; fengust 30 í hlut af smáum fiski. Tvíkvæni. Maður á Kjalarnesi hafði fengið prest sinn til að gifta sig. Hafði hann skýrt presti frá, að hann væri skilinn við fyrri konuna og sagðist hafa skrif fyrir því; tók prestur það gilt, með því svaramenn höfðu ekkert við þetta að athuga. En svo þegar leitað er sveitarstyrks úr Grinda- vík handa konu þessari til heimilis- hrepps manns hennar, var farið að grenslast eftir, hvernig þessu væri háttað; komst þá upp, að hjónin voru ekki löglega skilin. Konan hafði bréf- lega beðið manninn um skilnað fyrir 10—20 árum og hann gefið eftir skilnaðinn og hóit svo, að eigi þyrfti meira, enda hafði hann ekkert frétt af konunni allan þennan tíma og vissi ekki hvort hún var lífs eða liðin. Háti harst á (4,-mannafari) 6. þ. m. frá Straumfirði á Mýrum. Drukkn- aði þar Bergþór Bergþórsson, liðugt sjötugur. Þrír komust af. Of'saveður á vesturlandi á þrett- ándanum (6. Jan.). Fuku víða hús og hey, skip brotnuðu og ýmsar fieiri skemdir urðu. Mest kvað að þessu í Bolungarvík, Hnífsdai, Bíldudal og víðar. Skaðinn skiftir þúsunduin kr. Barn brann til bana á Folafæti í ísafjarðarsýslu. Datt í sjóðandi pott. É(r fíöfuðstaðnum. Ekknasjúður Rvíkur hélt árs- fund sinn 2. Jan. Yoru fram lagðir reikningar fyrir árið 1900. Höfðu 7 ekkjur fengið styrk, 36 kr. hver. Sjóð- Urinnvarum árslokorðinnrúm 5000 kr. Styrktar- og sjúkrasjóður verzl- únarmanna í Rvík hólt aðalfund sinn 10. .Tan. Reikningar fram lagðir og endurskoðaðir. Eign sjóðsins um ára- mót rúmar 27 þús. kr. Voru síðastl. ár veittar yflr 1000 kr. til að styrkja fátæka verzlunarmenn og ekkjur og börn af þeirri stótt. — Stjórn endur- kosin: C. Zimsen (form.), G. Zoéga, Sighv. Bjarnason, Guðm. Ólsen og Th. Thorsteinsson. Endurskoðunar- menn: Halid. Jónsson, Nic. Bjarnasen. Kiiiijifélug Rvíkur hélt ársfund sinn 21. Jan. Kaupveltan f. á. ná- lægt 19000 kr. Stjórn endurkosin: Sigf. Eymundsson, Haildór Jónsson og Sighv. Bjarnason. End.sk.menn: Eir. Briem og l’órh. Bjarnarson. ísféliigið við Faxaflóa hólt árs- fund 24. Jan. Voru fram lagðir endur- skoðaðir reikningar fyrir síðasti. ár. Hreinn ágóði hafði orðið á iiðna ár- inu 2175 kr. 58 au. Til þess að auka veltufé félagsins var samþ. að bjóða til sölu 100 ný hiutabróf með upprunalegu verði, 50 kr., en að eins eldri hluthöfum félagsins. Af ágóð- anum voru 600 kr. lagðar fyrir fyrn- ingu á húsum fól. hór í bæ og rúm- ar 170 kr. fyrir fyrningu á húsinu _á Vatnsleysuströnd, en 182 kr. fyrir fyrningu á áhöldum; féhirði, C. Zim- sen konsúl, veittar 250 kr. þóknun fyrir sinn starfa, og endurskoðendum 50 kr., en ráðsmanninum, Jóh. Nor- dal, tæparlOOkr. Samþykt að greiða hluthöfum 10 °/0 árságóða, samtals 7 50 kr. — í þetta sinn skyldi ganga úr stjórn félagsins formaður þess, Tr. Gunnarsson bankastjóri, en var endur- kosinn i e.hlj. Varamaður í stjórn- ina valinn séra Eiríkur Briem. End.- sk.menn endurkosnir: Halld. Jónsson og Sighv. Bjarnason, og til vara Jón Þórðarson kaupm. Styrktar- og sjúkrasjóður Iðn- aðarmanna var um áramótin orðinn full 3000 kr. „Sjúkrasaiulag'" prentarafólagsins var um áramótin orðið um 950 kr. Tillag þar er árlega 15 kr. 60 a. og greiða prentsmiðjueigendui: x/8 af því. Fyrir þetta gjald fá samlagsmenn frí- an læknir, fyrir sig og heimili sitt, ókeypis meðöl handa sér og 1 lcr. 50 a. á dag í mánuð, ef þeir liggja veikir. Embsettispróf. þessir 4 luku á Mánu- daginn prófi við líeknaskólann bér, með I. einkunn allir: Jónas Krisjánsson, hlaut 193 stig Andrés Félsteð — 191 — Ingólfur Gíslason — 182 —* þorbjörn Pórðai’son — 160i/3 — Fyrra hlut embættispróft við læknaskólann lauk Pórður Pálsson í Jan.; fékk I. einlc. Skarlafssóttin að réna héríbænum; engir sýlcst upp á síðkastið. ,Laura‘ (skipstj. Aasperg) fór til út- landa á Þriðjudaginn; með henui sigldu læknaskólakandídatarnir nýju og margir kaupmenn: Björn Guðmundsson, B. H. Bjarnason, Friðrik Jónsson, Guðjón Sig- urðsson, J. G. Halberg, Jes Zimsen, Jón Þórðarson, PéturHjaltesteð, Sigf. Eymunds- son og W. 0. Breiðfjöi’ð. Einnig: Sig. Thoroddsen mannvirkjafræðingur, Þórarinn B. Þorláksson málari, fröken Ragnhoiður Björnsdóttir. Skipstjórarnir Guðm. Krist- jánsson, Árni Hannesson, Guðjón Knúts- son, Geir Sigurðsson, Jóh. Þórarinssouo.fl., auk margra háseta, til að sækja fiskiskip til útlanda. Með skipinu fór og Sigurður Loftur járnsmiður til að fullkomna sig í iðn sinni. ,Skálholt‘ fórá stað til Liverpool sama kvöldið og „Laura“ fór. I góðviðrinu um kvöldið, sem skipin fóru á stað, var um borð á skipunum ljósa- gangur mikill, flugeldar þeyttir o. s. frv. Á ferðinni 1 hér í bænum hafa margir verið u ndanfarandi: Sýslum. Magnús Torfa- son Árbæ og frú hans, séra Arnór Árna- son frá Felli, Árni Sveinsson kaupm. ísa- firði, Páll J. Torfason kaupm. Önundar- firði, alþm. Guðj. Guðlaugsson Ljúfust. o.fl. Fyrsta fiskveiðaþilskip lagði á stað á miðvikudaginn, skipstj. Hjalti Jónsson; skipið heitir „Svift“, eign skipstj., Jes Zimsens, Björns og Þorst. Guðmundssona. ,Húsbóndi‘ „Reykvíkings“ segir í síð- asta blaði, að „Reykjavík" „hafi skift um húsbónda um áramótin.“ Ólíklegt er annað en að maðurinn hafí vitað, að þetta er ó- satt, þar sem hann hefir ekkert fyrir sér, er geti gcfið honum ástæðu til að ætla þetta. En hitt vita menn, að „Reykvík- ingui*“ hefir ekki skipt um ,húshónda‘ og verða menn því sjálfsagt eftirleiðis eins og að undanförnu að umbera með kristi- legri þolinmæði s'ömu ósköpin úr þeirri átt og áður. Tombóla. Iðnaðarmannafélagið hélt tombólu i byrjun mánaðarins með nokkr- um ágóða. Nýjar verzlanir. Thor Jcnsen, fyr kaupm. á Akl'anesi, hefir nú byrjað nýja verzlun hér í bænum, er hann nefnir „Godt- haab“. Guðm. Olsen, fyrv. verzl.stj. Fi- scher’s verzlunar, hefir nú opnað verzlun í Austurstr. 1 (Veltunni). Skaufafélagið gerði sér glaða stund að kvöldi hins 1. þ. mán. Var þarlúðra- þytur, flugeldar þeyttir, ýmis konar ljósa- gangur o. s. frv. Veður hið ákjósanlegasta. „Bragi“ (söngfélag)' hélt mánaðarsam- komu í „Iðnó“ 8. þ. mán. Var þar sungið, spilað o. s. frv. Sáttanefndarmann á að kjósa 20. þ. m., í stað Á. Thorsteinsonar landfógeta, er hefir beðið sig undan því starfi, sem er nú orðið harla umfangsmikið, því mála- ferli oru hér tíð um þessar mundir, enda ganga háyfirvöldin á undan með góðuf!) eftirdremi, þar sem þau skipa málshöfðun upp a landssjóðsins reikning út af því, sem — að minsta kosti í almennings augum — eru smámunir einir. HeiðarljóÖ Hóru. Farin er hún Lára og flutti burt um sæ fimtugasta manninn hvern úr Reykja- víkur bæ, það var skárri hersingin er þar fór alt um borð, —- ja, þá var líka troðningur við sérhvern hryggjusporð. Flestir voru sjómenn, er fóru að sækja skip fallegx'i’ en þau gömlu, sem leka eins og hrip, surnir voru kaupmenn, er safna vilja auð og sjá og heyi’a rétt hvort hún Viktoría’1 er dauð. *) P.lausor hafði orðið fyrstur til að segja

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.