Reykjavík


Reykjavík - 13.07.1901, Blaðsíða 2

Reykjavík - 13.07.1901, Blaðsíða 2
2 TH mianis. Landsl’AUnpnfniil rr opið hvern virkuii <laR. kl. 12—2 op oinni Ptnn.lu lcngur (til kl. 3) á Mfinud., Mið- vikud. oií Líiufflird.. lii i'itlána. liamlpskjalasufnið opið á Þnl., p’imtud. og lid. kl. 12—1. Nátti'n xigrip.isj.fnið tr opið á sunnud. kl. 2—3. síðd. l'-.n .. i ij.upiifiiið er opjð h r<Ivd. og Ld. kl. 11—1. I. n'tsl.iiu^i*n er opinn hvern virkan dag kl. 11—2. l i.nksisijói nin við fiá 12—1. Söfm n osjóðurinn opinn 1. Mád. imán., kJ. 6—o Piðd. liandpliöfðinpjiiskrifstofnn opin hvern viritan dag fiá 9--l«,/s. 11 2 og 4—7. ATntmannsskiifst<'fi.n er opin á hverjum virkum dcgi kl. 10 -2 og 4 Ba'íarfógftaskrifstofan er opin rumh. dnga 9—2 og 4—7. Póststofan opin livern nimholgan dag kí. 9—2 <>g 4—7. Aðpangur að Box-kössunum frá 9—9 dagl. Bæjar- pAptkiiPsai nir ticmclir dngl. kl. 7*/, árd. og 4 siðd. Afgreiðshi hin« snmeinaðA gufuskipafólaga opin rúinli. daga frá 8—12 árd. og 1—8 siðd. Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. Fimtud. hvers mán. Fá1a*kranofndarfundir 2. og 4. Fimtud. í mánuði. Héraðslæknirinn or aðhitta heima 2—3 dagl. Augnlæknirinn or heima kl. 12—2, ókeypis augnlækn- ing A Ppitalanum 1. og 3. Þrd. hvers ,mán., kl. 11—1. Tannlæknirinn er heima kl. 11—2. Ókeypis tann- lr. ! ningheima hjá lækn. 1. og3. Mád. hvers mán. 11—1. pótekið opið dagloga frá 8 árd, til 9 siðd. keypis lækniug á spítalanum Þrd. og Fötl., kl. 11—1. TónsIxáldiÖ C£(. Jí. j\lo}ar\. Wolfgang Amadeus Mozart fæddist í Salzburg 27. Jan. 1756. Faðir hans var Leopold Mozart, sonur Franz Mo- zarts bókbindara i Augsburg, og var hann fæddur 1719. Yfir höfuð virðist svo, sem ætt Mozarts sé frá Augsburg, og víst er um það, að á 16. öld lifði ináiari einn í Augsburg, er hét. Anton Mozart. Leopold Mozart las á æskuárum sínum lög við háskólann í Augsburg og varhann maður fróður um margt, var bæði málari, skáld og tónskáld. Skjótt hætti hann við lagalestur og tók nú að iðka söngfræði og varð skjótt frægur söngfræðingur, og loks árið 1753 hirð-fiðiuleikari og tónfræð- ingur erkibiskupsins í Salzburg. 28 ára gamall kvongaðist hann Önnu Maríu Pertl og gat við henni 7 börn, er dóu öll nema Nannerl og Woif- gang Amadeus Mozart. Pegar Woifgang Mozart var fjögra ára gamall lék hann svo vel á klaver, að allir dáðust að honum, og er hann , var sex ára gamall hafði hann ekki annað fyrir stafni, en að leika á klaver og rita lög, og er því engin furða þó að hann yrði veikbygður og óásjálegur. Nannerl systir hans var einnig mjög hneigð fyrir söng. Leopold Mozart ásetti sér því að hafa hag af þessum börnum sínum og fór því ferð til Vínarborgar 1762 og sýndi börn sín þar. Þegar Mozart lék á klaverið varð hann sem allur annai’ maður, augu hans urðu þá snör og skörp. Á ferð sinni til Vínar með börn sín, kom Leopold Mozart við í Mún- chen og víðar og alstaðar dáðust menn að þeim. María Antoníette, sem sem síðar varð svo fræg fyrir hín sorg- legu endalok sín í stjórnarbyltingunni miklu, hafði mikil mök viðMozart. Þau fóru nú aftur til Salzburg, en ekki leið á löngu áður þau færu aðra ferð og stóð hún yfir i 3 ár (1763 —66). Þau ferðuðust viða um og héldu sarn- söngva og hlutu hrós mikið; 18. Nóv. 1763 voru þau í París og höfðu þar aðsetur sitt hjá sendiherra Bajara; þar var farið injög vel með þau og þá samdi W. A. Mozart hin fyrstu verk sín. Vorir það 4 sónettur, er hann tileinkaði Viktoríu prinsessu og Tesse greifainnu. Í*ví næst fóru þau til l.undúna c;g naut Mozart þar um hrið kenslu J. Chr. Bachs, sonar Sebastians Bachs. Pá fóru þau til Haag, en þar urðu börnin veik; þeim batnaði þó skjótt og komust til Salzburg 1766. Nú var Mozart tíu ára og var þá sýndur Jósep II., sem dáðist mjög að hönum, óg að hans ráðum skrifaði Mozart hina fyrstu óperu: „la finta simplice", og er hún var leikin klöpp- uðu allir lof 1 lófa. W. A. Mozart varð — 12 ái a - samsöngvameistari erkibiskupsins, en 1769 ferðaðist hann aftur með föður sínum; í þetta sinn fóru þau til Ítalíu og dáðust aliir að Mozart; jafnvel páfinn varð svo hrifinn af list hans, að hann dubbaði hann til riddara af „hinum gulina spora“; áður hafði Gluck hlotið sömú sæmd. Siðan fóru þau til Salzburg og hélt Mozart nú kyrru fyrir um hrið. far bjó hann mi til einhver hin frægustu verk sín. Samt sem áður fékk hann enga fasta stöðu, sem hann gæti lifað af. Því tók hann sér feið á hendur 1778 og fór til Miinchen, þar kyntist hann Weber nokkrum, er var „súfflör" við leikhús þar; hann átti 4 dætur og varð Mozart ástfanginn í hinni yngstu, A- loysíu, er var 15 ára gömul. Þetta tafði Mozart nokkuð á ferð sinni til Parisar, loks tókst honum þó að slita sig burt. Þegar hann ári síðar sá Aloysíu aftur, kannaðist hún ekki við hann; settist hann þá við klaverið og lék: „Ich lass das Madchen gern, das mich nicht will1. “ IJm þessar rnundir andaðist móðir Mozarts 3. Júlí 1778. Siðar varð hann ástfanginn í Constance systur Aioysíu og henni kvongaðist hann 4. Ág. 1782. Þessi kona var alls ekki hæf Mozart og að engu lík honum; segja menn, að nokkrum árum eftir dauða ha-ns hafi hún ekki einu sinni vitað hvar gröf hans var. Faðir W. A. Mozarts, Leopold, dó 28. Ág. 1787. Af „instrumentverkum" i.lögum án söngsl hefir hann skrifað mesta ara- grúa, og sætir það furðu, þar sem hann oftast var á ferðalagi og vai ð 1) Ég er fús til að yfirgefa þá meyju, sem vill mig ekki. að eins 36 ára gamall. Sem óperu- tónskáld er Mozart þó frægastur og með honum hefst óperan til gengis. Meikastar óperur hans eru: „Idome- nes“, „Figaros Bryllup", „Don Juan“ og „Töfraharpan". Töfrahðrpuna skrif- aði hann seiuasta ;irið sem hann lifði og hlaut hann mikla aðdáun fyrir. Erfitt er að lýsa Mozart; hann iifði að eins fyrir listina, en mælt er, að svo hafi hann verið viðkvæmur, að oft hafi hann spurt menn þannig: „Geðjast þér að méi'?“ og ef þá var neitað, þó ekki væri nema í gamni, þá hafi hann snúið sér undan og grát- ið. Aila sína æfi var Mozart fátæk- ur; í baualegu sinni frétti hann, að hann — eftir umsókn —• væri skip- aður kapellumeistari í Stefánskirkju í Víu án launa. Wolfgang Ama,deus Mozart dó i Víu 5. Dec. 1791 og grafinn á kirkjugarð- inuin Sr. Marx, og gleymdu menn skjótt hvar hann var grafinn, ekki að eins Vínarbúar, heldur og kona hans. Það var fyrst árið 1844, að söng- konan Kasselt-Barth lét reisa honum minnisvarða á sinn kostnað og var þessi áritun á: Jung gross, spát erkannt, nie erreicht1. jDjarff íeflf. Knsk lögreglusaga eftir Diek Donovan. Framli. Alt var kyrt inni í tjaldinu. Latnp- ínn dinglaði enn þá fram og aftur og tjaldhliðarnai- svignuðu fyiir stonn inum. Winter var órótt í svefninum og fór illa í rúmi; ég skreið að rúmi hans svo hægt, sem ég gat, þreif lyfjaflöskuna, sem Delaporte hafði helt eitriuu í, og ætlaði að skiiða með hana út úr tjaldinu aftur; en í sömu svipan stökk Delaporte fram úr rúm- inu og kallaði: „Hver er þar? Hver fjandinn er á ferðum?" Ég stóð upp, sneri mér að honum og þreif í skyndi vopnin, sem lágu á boiðinu hjá rúmi hatis, svo kallaði ég á Budd og sagði honuin, að sækja lækninn og kalla á fylgdarmenn vora úr tjöldunum. Deiaporte stóð agn- doía og hafði nú mist það snarræði, sem honum var annars gefið. v „Hver eruð þér?“ öskraði hann aft- ur hátt, því að skuggsýnt var í tja.ld- inu, svo að hann þekti mig ekki enn. „Ég er þjónninn, sem þér réðuð til ferðar moð yður“, svaraði ég; „en yður satt að segja er ég annais lög- regluspæjari, sem iengi hefi njósnað urn hagi yðar og framfeiði —“ 1) Mikill í æsku, seint viðurkendur, á engan sinn líka.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.