Reykjavík


Reykjavík - 05.10.1901, Blaðsíða 3

Reykjavík - 05.10.1901, Blaðsíða 3
3 Takið nú vel eftir, Agæt byggingarlóð frost keypt á góðum stað i Vesturbænum með töluverðu af góðu, klofnu grjóti, fyrir mjög gott verð. Utgef. visar á seljanda. __ TIL LEIGU TX* áföst, fyrir einhleypa, mjög hlý, í húsi Ben. S. Þórarinjsonar. andi að fari að hverfa, og að menn fari að hafa það hugfast, að aðalat- riðið er, að uninð sé þann tíma sem vinnan stendur yfir, en ekki setið mas- andi, annaðhvort við samverkamenn sína eða hvern einn, sem að kann að koma, eins og maður þekkir íjarska vel á vinnustofum hér í bæ. Það væri þvi óskandi að iðnaðarkennendur héldu nemendum fastlega að skólan- um og gæti þess vandlega, að þeir slái ekki slöku við að sækja hann. Væri enda réttast, að i námssamn- ingum væri iðnaðarneinum gert að skyldu, að sækja skólann og að það væri skoðað sem samningsrof, ef þoir vildu ekki hlýðnast kennara sínum í því, alveg eins og ef þeir þrjóskuðust við að hlýðnast honum við iðn þá, sem þeir væru að læra. — Nauðsynin á þessum skóia var mjög brýn, því þó að barnaskólamentunin sé nokkur t. d. hér í bæ, þá þurfa ailir að menta sig fyrir þá iðnaðargrein sem þeir eru að læra, og þegar það nú bætist ofan á, að ýmsir lærlingar, koma hér og þar af landinu, þar sem barnakensla er mjög af skornum skamti, og þá vantar því nær öll mentunarskilyrði til að geta lifað sem óbreyttir dag- launamenn, þá má nærri geta hvernig þeir gætu án veruJegrar þekkingar- aukningar orðið vaxnir stöðu sinni sem iðnaðarmenn, ef þeir ekki reyndu að afla sér nauðsynlegra mentuna á einn eða annan hátt. Þetta hefir nú verið talsverðum erflðleikum bundið til þessa og sumum jafnvel ókleyft, en nU er hér á bót ráðin. NU er alt komið undir vilja og ástundun iðn- nema og skylduiækni iðnkennara, að gefa þeim tíma til að sækja skólann og gæti þess að þeir vamæki hann ekki. ^r fíöfuðelaðnuni. „Hólar“ komu á Laugardaginn var rpeð mjög mikinn mannfjölda. Þar á meðal Stefán fíiríksson tréskurðar- maður með konu, frví Þórhildur Tóm- asdóttir, frú Helga Eggertsson, Krist- ján Jónasarson verzlunaragent, Jón Bjarnarson verzlunarmaður, Pétur Biering erindi eki Thomsens verzlunar, frk. Dómhildur Briem, prentari Sig- urður Grimsson með fjölskyldu o.fl.o.fl. Mannslát. Þann 22. þ. m. létst hér í bænum stUdent Sigurður Krist- jánsson. Hann stundaðl námápresta- skólanum og var mesti efnis- og gáfu- piltur. — Jón Magnússon landiitari ósk- ar þess getið, að lnuin sé ekkert iið- inn við „Eldinguna" né hafi leitt neitt slíkt i tal. Helgi Pótursson jarðfræðingur kom á Fimtudagskvöldið Ur íerð sinni hér um austursýslurnar. íBœjarsijórnarfundur. 19. Sept. I. FjárJiagsáætlun kaupstaðarins fyrir 1902 samþykt við 2. umr. með noklirum breytingum. — 2. Fjárhagsnefnd falið að gera tillögu um, hvernig ráðstafa skuli eftirleiðis Stekkjarkotstúninu, sem nú í haust fellur til bæjarins úr leigulialdi Bern- höfts bakara. — 3. Samþykt að borga úr bæjarsjóði 25 kr. fyrir leyfi til vegalagn- ingar yfir Stekkjarkotstúnið, sem fengið var lijá loigjanda túnsins. — 4. Leyft, að bæjargjaldkerinn hafi fyrst um sinn skrif- stofu sína heima lijá sér, í liúsi sínu við Smiðjustíg, með því skilyrði, að hann hafi opna skrifstofuna auk tíma þeirra, sem nú er ákveðið, einnig frá 5—7 aíðd. á hverj- um degi. — 5. Okeypis kensla í barna- skólanum næsta vetur var veitt að öllu leyti 46 börnum og að hálfu leyti 23 börn- um. — 6. Landlælviii J. Jónassen veitt viðbót við erfðafestuland á Melunum 1909 □ faðmar gegn 5 álna gjaldi á ári af dag- sláttunni. — 7. Helga Zoega veitt viðbót við erfðafestuland hjá Sauðagerði 1338 Df. gegn 6 álna gjaldi á ári af dagsláttu. — 8. Jóni I’órðarsyni kaupm. og l’órði l'órð- arsyni í Laugarnesi veitt land á erfðafestu til ræktunar sunnan við Laugarnestún að Laugalæknum og vestur að Spítalastíg, svo að 20 f. breið ræma sé þar á milli, gegn 10 álna gjaldi á ári eftir dagsl. — 9. Beiðni frá rorleifl Jónssyni í Mjóstr. um viðbót við erfðafestuland hans, Yatns- mýrarblett nr. 2, og Beiðni frá Jóni Jens- syui og Vilhj. Bjarnarsyni um erfðafestu- land í Rauðarármýri frestað til skoðunar á staðuum. — 10. Markúsi Porsteinssyni eftir gefnar 2 kr. af skólagjaldi. — II. Sig- urði Friðrikssyni eftir gefinn helmingur af aukaútsvari þetta ár. — 12. Samþ. að fella burtu það sem ógreitt er af aukaútsvari Ben. sál. Jónssonar verzlunarm., ef eklíja hans si.tur í óskiftu búi. — 13. Signýju Grunnlaugsdóttur leyft að slá nokkra kápla af heyi í Vatnsmýrinni. — 14. Erindi frá Sigurði Jónssyni í Görðunum um styrk fyrir vegalagningu visað til veganefndar. — 15. Brunabótavirðingar: Hús Páls Haf- liðasonar við Ingólfsstræti 4417 kr.; hús Jóns Björnsonar við Bræðraborgarst. 2390 kr.; hús Þórðar Breiðfjörðs við Kaplaskj.- veg 1760 kr.; liús Gísla Magnússonar í Eskihlið 1915 kr.; hús Jóns Teitssonar við Bergst&ðastræti 3377 kr.; hús Otta Guð- mundssonar við Vesturgötn 3140 kr.; hús Guðm. Guðmundssonar og Guðm. Þorlcifs- sonar við Bergítaðastr. 5707 kr.; útihús Gunnars Einarssonar kaupm. 2700 kr.; hús EUerts Schram við Bræðrab.stíg 2885 kr.; hús Guðjóns Jónssonar og Hildihrands Kol- beinssonar á Hákotslóð 5490 kr.; geymslu- skúr tilheyr. verzl. Godthaab 1251 lcr.; hús Péturs Þorvarðssonar á Ilelgastöðum 1955 kr.; liús Guðjóns Gíslasonar Hverfisg. 2385 kr. — 16. Dregið út til innlansnar af Laug- arnesskuldahréfum nr. 29. Ýmislegt. Amerisk eldsvoðastöð. Stöðin er stör salur, opinn út á götuna. Inst í salnum eru tvær hurðir, sem opn- ast inn í salinn. Þessar hurðir loka dyrum að tveim herbergjum, og er sinn hesturinn í hverju þeirra, aktýj- aður; að eins eru járnmélin tekin út úr mmminum, en á einu augnabiiki er hægt að stinga þeim upp í iiestinn og krækja þeim í hring á höfuðieðrinu á beizlinu; á milli þessara tveggja herbergja er op á gaflinum á salnum; þar er bjalla. í miðjum salnum stend- ur sprautan á 4 hjólum, með sætum handa slökkviliðinu, útbúin svo, að tveir hestar geti gengið fyrir henni, og með bjöllu, sem hringir, þegar hún er á -ferðinni. Gufan er alt af til taks. Gufuketinn er t.engdur með pípu við annan ketil i kjallaranum, og fær þaðan nægilegt sjóðandi vatn; en það má með mjög lítilli fyrirhöfn síita sambandið milli gufukatlanna. Undir gufukatlinumáspi autunni stend- ur feikna-stór spirituslampi, en hann logar ekki. Tvær súlur, sín til hvorr- ar hliðar við sprautuna, liggja frá gólfi til lofts, en við hverja súlu er ferhyrnt gat í loftið; þar uppi liggur slökkviliðið sofandi í fötunum, og þar er einnig bjalla. Á veggnum hangir sigurverk með skífu, og sýnir vísir ýmsa hluti bæjarins, þegar úrið er sett i hreifingu. Stöðin er í málþráðar- sambandi við þá hlut.a bæjarins, sem sprautan á að starfa fyrir, þegar elds- voða ber að höndum. Víða á götun- um eru kassar með málþráðarvélum, sem eru tengdir við stöðina með járnþráðum. Pegar nú einhver þess- ara þráða gefur merki til stöðvarinn- ar, skiftir hann sér: einn þráður ligg- ur að bjöllunni í opinu milli hestanna, annar liggur að vélinni, sem aðgrein- ir sambandspipuna' á milli gufukatl- anna, þriðji að spiritusiampanum und- ir gufukatlinum, fjórði að bjargliðs- bjöllunni á loftinu og fimti þráðurinn að úrinu á veggnum. — Komi eldur upp einhverstaðar í bænum, opnar einhver, sem fyrstur verður til þess, einn kassa á götunum, þrístir á hnapp sem þar er í, og á sama augnabliki líður rafmagnsstraumur til stöðvar þeirrar, sem málþráðavélin í kassan- um er samhandi við. Á stöðinni skiftir straumurinn sér eins og áður er greint, og nú skeður þetta alt í einu: Vísirinn á‘ úrskífunni sýnir, hvar eldurinn er kviknaður, véiin, sem skiftir pípunni milli guíukatlanna, fer af stað, pípan skiftir sér rétt við gólfið og báðir partar hennar lokast, það kviknar á spírituslampanum, bjöll- urnar hjá bjargliðinu og hestunum hringja, hestarnir stökkva út og opna hurðirnar sjálfir og fara á sinn stað fyrir framan sprautuna, bjargliðið rennirsérniðursúlurna, rsumirstökkva upp í sætin á sprautunni, einn tekur tauminn og annar beizlar hestana. Hálfri mínútu eftir að málþráðarmerk- ið var gefið, er sprautan komin á fleygiferð eftir götunni og bjallan hring- ir stöðugt, og gefur til kynna, að nú sé liyggilegast. að víkja úr vegi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.