Reykjavík - 14.06.1902, Page 1
III. árgangur.
22.-tölublað.
REYKJAVÍK
FRÉTTABLAÐ — SKEMTIIBLAÐ
Útgefandi og &byrg5arma9ur:
Þorvarbub Þorvarbsson
Laugardaginn 14. Júní 1902.
Reykjavík
fritt send með póstum, 1 kr. árg.
ALT FÆST I THOMSENS BÚÐ.
og dðavélar
selur KRISTJÁN fORGRlMSSOM.
Afgreiðsla blaðsins „Reykjavik11
húsi Jóns Sveinssonar trésmiðs.
(Fyrir sunnan kirkjuna — & Kirkjutorgi).
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTEDS
DANSKA SMJORLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott
eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr
til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
I*F- Fæsthjákaupmönnum.
Skóverzlun
jyí. fi. Jíathicscn
5 BRÖTTUGÖTU 5
hefir alt af nægar birgðir af
útlendum og innlendum
skófatnaði.
í Skóverzluninni (!)
m 4 yiusturstræti 4 V
Seru alt af nægar birgðir af út- j
lendum og innlendum W
W Skófatnaði. Ö
Sú/urðsson& S. Gunnarsson. (|)
Heimsendanna milli.
Eftir Jón Ólafsson.
Humbert-Crawford-málið.
Það er alment, er vér lesum glæpa-
sögur þær, er ímyndunarafl skáldanna
skapar, lögregluspæjara-sögur og því
um líkt, að þótt vór stundum verð-
um að dást að hugvitinu, þá verður
þó viðkvæðið oftast þetta: „Já, víst
er það ævintýralegt, kynjalegt og
„spennandi", en slíkt kemur ekki
fyrir í lífinu! “ En svo kemur það
fyrir endur og sinnum, að þeir við-
burðir verða í lífinu, sem kynlegri
eru og ótrúlegri en nokkurt hugsmíð
skáldanna.
Einn af þeim viðburðum er Hum-
bert-Crawford-málið, enda hefir það
vakið mikla athygli um allan heim.
— Sagan er í stuttu máli á þessa
leið:
Fyrir 25 árum var sá maður ame-
rískur á Ítalíu til heilsubótar sér, er
Henry Robert Crowford hét. Heima
á ættjörð sinni, í Bandaríkjunum, hafði
hann kynst frakkneskum manni, er
hét d’ Aurignac, og hafði þessi frakk-
neski maður gert eitthvað mjög mik-
ils vert fyrir Mr. Crawford, svo að
hann þóttist eiga honum meira að
þakka, en hann fengi full-launað. Nú
er Mr. Crawford var suður á Ítalíu
heilsulaus, var þar og stödd yngis-
mær fraknesk, bróðurdóttir d’Aurig-
nac’s, og hét Thórése d’ Aurignac.
Hún annaðist inn sjúka mann og
og hjúkraðí honum í veikindum hans.
Crawford var maður vellauðugur, marg-
milíónari. Sjúknaður hans dró hann
loks til bana á Ítalíu, en áður en
hann dó, arfleiddi hann ungfreyju
d’ Aurignac að aleigu sinni, en það
vóru 100 miliónir franka. Rétt á eftir
giftist hún Frédéric Humbert, er verið
hafði þingmaður fyrir Seine og var
sonur Humbert’s, þess er var dóms-
málaráðherra i ráðaneyti Freycinet’s
1882.
En þá komu tveir nýir menn til
sögunnar, Henry Crawford og Robert
Crawford, bróðursynir milíónarans
andaða. Þeir höfðu í höndum aðra
erfðaskrá föðurbróður síns, og eftir
henni áttu þeir að erfa aleigu hans,
en greiða Thérése Aurignac, sem nú
var orðin frú Humbert, 360,000 fr.
árgjald meðan hún lifði. Báðar erfða-
skrárnar vóru dagsettar sama daginn.
En hvor var eldri?
Hvorugir virtust geta sannað þetta.
En svo sömdu Crawfordarnir við frú
Humbert um arfinn, en svo varð mis-
klíð út af samningunum og fór í mál.
Mál þetta hefir staðið nú yfir 20 ár,
farið oft fyrir alla rétti, verið frá vís-
að, eða formsatriði ein orðið dæmd,
og ýmsir unnið og tapað á víxl. Svo
hafði samist um, að frú Humbert
geymdi arfinn í járnskáp, er hún hafði
heima í húsi sínu; arfurinn var all-
ur í ríkísskuldabréfum og öðrum verð-
bréfum. Ef hún opnaði skápinn, skyldi
hún fyrirgera, öllum rótti sínum til
fjárins. En vöxtunum virðist svo
sem hún og Crawfordarnir hafi kom-
ið sór saman um að skifta með sér
meðan á málinu stæði. Báðir máls-
aðilar höfðu fínustu málflutningsmenn
landsins fyrir sig.
Þau Humberts-hjón nútu góðs láns-
trausts þar sem vitanlegt var, að þau
áttu í máli um svo mikinn arf. Fengu
þau víða lán hjá bönkum, bönkurum
og einstökum mönnum, og það svo
milíónum nam, auðvitað gegn býsna-
háum vöxtum. Frúin hafði í hönd-
um vottorð frá einum vel metnum
löggildismanni (notarius publicus) um,
að hann hefði séð vérðbréfin öll upp
á 100 milíónir franka, og einum eða
tveim lánardrotnum sínum hafði hún
sýnt vaxta-klippinga upp á 2 milíóna
ársvöxtu. Þau hjón bárust mikið á,
keyptu hallir og aðrar fasteignir, gáfu
stórfé til guðsþakka og stofnuðu ýms-
ar líknar-stofnanir á sinn kostnað. —
í París kom upp stórt lífsábyrgðar-
félag, sem Humbert var forstjóri fyrir,
en bróðir hans og bróðir frúarinnar
vóru meðstjórnendur. Það var hluta-
félag og fékk mikið að starfa.
Fyrir nokkrum árum fór að verða
tregða á skilvisi þeirra hjóna. Bank-
ari einn, er Girard hét og átt hjá
þeim 2-3 milíónir, gat ekki fengið
skil hjá þeim, og sá hann fram á, að
það mundi baka sér gjaldþrot. Tók
hann sér það svo nærri, að hann réð
sér hana. Waldeck-Rousseau, sem
nú er forsætisráðherra Frakklands,
flutti þá skuldamálið á hönd þeim
fyrir hönd þrotabúsins, og sagði svo
fyrir rétti, að hann áliti erfðamálið