Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.01.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 08.01.1903, Blaðsíða 1
Útgefandi: hlutafélagib „Reykjavík“ Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson. Gjaldkerí og afgreiðslumaður: Ben. S. Þórarinsson. FRÉTTABLAÐ — VERZLUNARBLAÐ — SÍEMTIBLAf) — AUGLÝSING ABLAÐ. Árg. (60 tbl. minst) kostar með burðar- eyri 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 2 50 cts). Afgreiðsla: sh. Laugavegi 7. IV. árgangur. Fímtudaginn 8. Janúar 1903. 2. tölublað. ALT FÆST I THOMSENS MAGASÍN. 0/na og elðavélar selur KRISTJÁN RORGRlMSSON. Stúkan Ji/röst nr. 43 heldur fundi á hverjum Föstudegi, kl. 8 síðd. Munið að mæta. BiÖjið ætið um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJÖRLÍKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. 3W Fæst hjá kaupmönnum. LandabAkasafnið er opið daglega kl. 12—2 og til 3 4 M nud., Miðv.d. og Laugard., til útlána. LandsBkjalasafnið opið ií d., Fiintud., Ld., kl. 12—1. Nittúrugripasafi ið er opið á Sunnud., kl. 2—3 ríðd. Forngripasafnið er opið á Miðv.d. og Ld. kl. 11—12. Lands anki.in op. dagl. kl. n—2. B.stjórn ■ ið 12- 1. Sofnunarsjftðurinn opinn 1. Máuud. í mánuði, kl. 5—6. Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—10,30,11,30—2, <—7. A.utmannsskrifstofan opin dagl. kl. lo—2, 1—7. Biejarfftgetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2, 4-7. Föststofan opin 9—2, 4—7, Aðgangur að boxkössum9-9 B-jackasiar œmdir rúmh.d ga 7,30 árd., 4stðd., en á Sunnud. 7,30 árd. að eins. Afgreiðsla gufuskipafélagsins 8—12, 1—9. Bæjaretjórnarfnndir 1. og 3. Fimtudag hvers mánaðar. Fataskranefndarfundir 2. og 4. Fimtudag hvers mán. Héraðslæknirinn er að hitta heima dagl. 2-3. Tannlækn. lieima 11-2. Frilækn. 1. og 3. Mád. í mán. rílækning á spítalanum Priðjud. : g Föstud. 11—1. Heimsendanna milli. Chieaco-háskðlanuin hefir John Rockfeller gefið enn einu sinni 1 mil- íón dollara núna fyrir hátíðirnar. (Það eru nú sjálfsagt orðnar yfir 40 miiíónir króna, sem sá ma'ður er bú- inn að gefa þeim háskóla, má ég fullyrða). Ákafur kuldi var í Austurríki ura miðjan f. m. einkum í Ga.Iizíu. Þann 16. var í Vínarborg 15 stiga (C.) frost. Nálægt Arad fundust 18 „/igeunar“ helfrosnir úfí í skógi. í Nagý Szalnota var kuldinn h- 15 st. Cels. Þar 1 grendinni varð mikiii ólfa-gangur, rifu úlfarnir í sig 18 ára pilt og átu hann. Landskjálftar allmiklir gengu í landeignum Rúsa í Mið-Asíu að morgni f- m. í bænum Audijan Ferghana hrundu flestöll (16000) hús, svo að fólkið stendur allsiaust uppi. 2500 rnanna fórst. Sumstaðar skemdust járnbrautir og víða urðu aðrar skemdir. Landskjálfta-aidan gekk frá borðaustri til s. v. 1 ltúslandi var aðstoðar-fjármála- ráðgjafa Kovalevski vikið frá embætti f. m. Tilefnið var, að á gang komust manna á meðal víxlar upp á hann, er samtals námu 200,000 rubhim. Nafn hans var þó falsað af leikkonu, sem hann hélt við, og neit- aði hann að borga þá. Fjármálaráð- gjafinn komst að þessu og sagði keisaranum frá öllu saman. Svarti-dauöi. 17. f. m. kom eim- skip frá Durban (í Natal í Suður- Afríku) til New York, og var þá bryt- inn og tveir matreiðslumenn sjúkir af „pestinni" (svarta-dauða). Skipið með skipshöfn og farþegum þegar einangrað í sóttgæzlú. Ilankasvlk. Hr. Nesler, gjaldkeri í Uank fvr Handél und Jndustrie í Berlín, hefir stolið 700,000 mörkum frá bankanam. Sjálfur er hann horf- inn. Bankinn hefir upp í tjón sitt 100,000 marka ábyrgð þá er N. hafði sett. Portiígals-konungur, sem ferð- aðist tii Englands, er nú kominn heim aftur. Símalaus firftritun. 21. f. m. var fyrsta loftritskeyti sent frá megin- landi til meginlands miili Ameríku og Evrópu, frá Cape Breton í Nova Scotia, Canada, til Cornwall á Eng- landi. Skeytið var frá Minto lávarði, landstjóra í Canada, til Játvarðar Breta-konungs. Marconi sendi jafn- framt loftskeyti til ítala-konungs og ýmsra blaða á Ítalíu, og sendu allir viðtakendur honum aftur þökk og heilla-óskir. Að tveim mánuðum liðn- um (í Febrúar-lok) á að byrja að taka við skeytum frá hverjum, sem vill, á þennan hátt. Þar er þá loksins uppfundning Mar- conis að verða raunhæf (praktisk), og er það vonum fyrr í raun róttri. En það er fullyrt nú, að ekki muni orðsendingar yfir Atlantshaf með þessu móti verða eins ódýrar, og í fyrstu var við búist. Þó er sá samn- ingur miili Marconis og Canada-stjórn- ar, að milli Canada og Engiands má hann ekki taka nema 8 71 /2 eyri (5 d.) fyrir orðið. Fyrir loftskeyti til frétta- blaða tekur Marconi halfa borgun (183/4 ey.) fyrir orðið. Sæsíma-félög- in taka 90 au. fyrir orðið af almenn- ingi, en 45 au. af fréttablöðum. Loftskeyti Marconis í þetta sinn voru hvert um sig að meðaltali 25 orð. Þakkirnar frá konungunum og blöðunum vóru sendar vestur um hafið sama dag á sama hátt. Nú esm stendur getur Marconi sent 30 orð á mínútunni, en væntir að geta brátt aukið hraðann. Á Þorláksmessu sendi „Westminst- er Gazette “ í Lundúnum mann til forstjóra Marconi-félagsins í Lundún- um, Mr. Cuthbert Hall (Marconi sjálf- ur er nú í Canada), og spurði hann, hvenær félagið byrjaði að taka orð- sendingar til flutnings af almenningi. Mr. Hall svaraði, að enn yrði að líða nokkrar vikur, ef til vill 2 mán- uðir. Þá var hann spurður, hve hratt félagið gæti nú sent skeyti. Hann svaraði, að þeir hefðu stundum sent 25 — 30 orð á mínútu, en hrað- inn væri enn ekki að meðaltali meira en 15 orð; með nýju viðtöku-tóli, sem þeir væru nú að reyna, næðu þeir þó 55 orðum á mínútu. En það væri nú auðgert að tvöfalda, þrefalda eða fjórfalda afl sendi-tólanna, og við það tvöfaldaðist til fjórfaldaðist hrað- inn. [Sæsímarnir geta nú sent hátt á annað þúsund orð á mínútu]. „Yið höfum,“ sagði Mr. Hall, „gert all- marga og mjög stóra samnigna um að senda mörg skeyti samtímis frá sömu sendinál til sömu viðtökunálar, en frá mismunandi sendi-frumtólum til mismuuandi viðtöku-frumtóla. Og þar sem við ieggjum stórfó að veði við hvern samning, ætti þetta að vera næg sönnun þess, að okkur hefir fyllilega tekist að „samtóna“ frum- tólin á sendistöð og viðtökustöð, hvað sem keppinantar vorir segja." — Þá var hann spurður að, hvort þrumuveður og aðrir loftviðburðir mundu eigi hindra skeyta-sendingar. Hann svaraði því, að félaglð hefði í samningum, sem þessa daga hefðu gerðir verið, skuldbundið sig til að senda skeyti, hvernig sem viðraði; — „að því leyti stöndum vér betur að vígi, en sæsímarnir milli staða í hitabeltinu. “ Hraðinn játaði hann að væri það eina, sem loftritafélagið gæti enn ekki jafnast við sæsíma- félögin í. „Næsti merkisviðburður, sem félagið er við riðið, er samning- ur, sem nú er á döfinni við eina út- lenda stjórn um loftskeyti miili tveggja landa, sem eru ærið fjarlæg hvort öðru,“ mælti hann. — Er það samn- ingurinn við Danastjórn urn ioftrit- un mill íslands og útlanda, sem hann á hér við ? Það virðist ekki ólíklegt. Yenezugla. Um miðjan f. m. dró þar til tíðinda. Ríkissjóður Yen- ezuéla hefir lengi skuldað auðmönu- um ýmsra þjóða fó, en staðið ekki í skilum. Þjóðverja stjórn vildi vernda rétt þeirra þýzkra manna, er skuld- ir áttu hjá Venezuela, og heimtar af stjórniimi skil full. Jafnframt þótt- ust ýmsir brezkir þegnar og þýzkir eiga kröfur á hendur þjóðveldi þessu fyrir það, að stjórnin hefði sökt nokk- rum verzlunarskipum enskum og þýzkum, en gert sum upptæk. Þetta þóttist brezka stjórnin eigi mega þola, en verða að vernda rétt þegna sinna; fengu Þjóðverjar því Breta í lið með sér, að gera kröfur gegn Venezuéla, en hóta hörðu, ef eigi kæmu góð svör og gegn. Castro, forseti Venezuéla-þjóð- veldis, átti í vök að verjast, því að jafnframt var uppreist þar í landi gegn honum. Hann vildi þó eigi verða við kröfuin Breta og Þjóðverja. Þeir tóku þá herskip Venezuela öll (4 að töiu ?), og kváðust varðkvía land- ið sjávar megin og banna allar skipa- ferðir, en ékki fara með ófrið á hend- ur ríkinu frekara að sinni. ILuida- ríkjum N.-Ameríku skýrðu Bretar og Þjóðv. frá, að þeir hygðu á engar landvinningar og ætluðu sér að eins að neyða Vénezuéla til að standa í skilum. Bandaríkjastjórn tók því lið- lega og kvaðst ekki mundu til hlut- ast að sinni, en eigi kváðust þeir þola að Bandaríkja-skipum yrði lengi meinað að reka verzlun í friði við Venezuela, nema fullum ófriði yrði lýst; varðkvíun án ófriðar gæti ekki átt sér stað nema örstutta stund. Castro forseti bauð nú að leggja mál- ið í gerð, en Bretar og Þjóðverjar svöruðu ekki því boði fyrri en Banda- ríkja-stjórn herti á þeim að segja af eða á um þáð boð; hvatti Roosevelt forseti þá til að leggja máiið fyrir gerðardóminn í Haag. Bretar er mælt að vildi þýðast það, en Þjóðverjar .eigi; varð því úr að Bretar og Þjóð- verjar buðu að láta Rooseveli forseta gera einan um málið, og það vildu Venezuálamenn og. Eigi var frétt, hvort Roosevelt tæki að sér gerðina, er síðustu blöð, er bárust oss, komu út (23. f. m.), en talið víst að svo muni verða. Á Bretlandi mælist heldur iB.a fyrir því, að Bretastjórn tók þátt í þessari aðför gegn Venezuéla, og það jafnvel meðal sumra blaða, er stjórninni fyigja annars. Þau segja það ekkert ófriðar- efni, þótt ríki geti eigi staðið í skulda- skilum; það verði að fara sem um einstaka menn. Lánardrottnar verði að sjá um sig sjálfir ; en refsingin fyrir óskilvís ríki verði söm sem fyrir einstaklinga, missir alls lánstrausts. En hvað snerti bætur fyrir skip, er upptæk hafi ger verið eða skotið á, þá hefði átt að rannsaka fyrst, betur en gert hefir verið, hvort þau skip hafi ekki verið að brjóta landslög með tollsvikum. En kunnugir teija Venezuéla hafa verið í sínum fulla rétti með skip þessi. Breta-stjórn og Þjóðverja vilja þó gera það að skil- yrði fyrir gerðinni, að Venezuéla viðurkenni fyrir fram róttmæti kraf- anna i sjálfu sér, cn upphæðin ein og greiðslu-háttur verði gerðarefni. En um grundvöll gerðarinnar var ekki fullsamið. — Þegar Bretar og Þjóðverjar lýstu varðkvíun á höfnum Venezuéla, komu ítalir fram með kröfur, er þeir þóttust hafa, ogtalað um, að Belgar muni líka þykjast hafa fjárheimtur. Venezuela er sambands-þjóðveldi í Suður-Ameríku, og eru það 20 JÍki með landstjórum og löggjafarþingum í sérmálum, sem mynda þjóðveldið Venezuela. Forseti (nú: Castro) er kosinn til 2 ára; 19 manna stjórn, er banda-þingið kýs, velur forseta. Landsbúar eru yfir 2l/2 milíón. Her- a Maðurinn lifir ekki eingöngu brauði - hann þarf smjör eða smjörlíki við því. Maðurinn lifir ekki eingöngu á kjöti eða fiski - iuinn þarf einn= ig kálmeti og kartöfiur. Maðurinn lifir ekki á fairrum mat eingðngu — hann þarf að fá vökvun með. Enginn of vel mettur — utiin fylgi tóbaksréttur. Maðunnn lifir ekki alt af uná~ ir beru lofti - hann þarf að byggja hús yfir sig. Maðurinn lifir ekki nakinn — hann þarf að klœða sig. Maðurinn lifir ekki eingöngu við sólarhita og sólarbirtu um petta leyti árs - hann þarj einnig kol, lamþa og steinolíu. Úr öllurn þesswn og öðrum þörfum bcetir THOMSENS MAGASÍN. Leikfélag Reykjavíkur. Á Sunnud. kemur verður leikið: ijneykslii). Sjónleikur í fjórum þáttum, eftir Otto Benzon. Timbur selur ]. p. Bjarnesen í þ. II). við mjög lágu verði. selur: ]. ?. Bjarnesen Kaffi, Kandís, Melís heilan - höggvinn Púðursykur Rúsínur, Sveskjur, Sago, Haframjöl ágaTt, Taublákka, Pussepomade, Skósverta Kartöflur ágætar á 0,04 u Ost fl. sortir J Pylsur fl-, sortir * Brauð fl. tegundir 3 Epli ágæt Vindlar fl. tegundir Reyktóbak fl. tegundir Skraa fl. tegundir og margt fl. Lóðaröngla ágæta. eins ntikið úrval.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.