Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.05.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 24.05.1903, Blaðsíða 1
I Útgefandi: iilutafélagib ,.Reyk.javík“ Ábyrgðannaður: Jón Ólafsson. Gjaldkeri og afgreiðslumaður: Ben. S. Þórarinsson. e^kjavtk. FRÉTTABLAÐ — VERZLUNARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ - AUGLÝSINGABLAÐ. Arg. (60 tbl. minst) kosíar með burSai'' eyri 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 2 sh. — 50 cts). Afgreiðsla: Laugavegi 7. IV. árgangur. _____ gyggingarsamjiyktin. [Ekki var það of-mælt, er vér sögðum í síðasta bl. um bakkabræðra-lag bæjarstjórn- arinnar að því er til prentunar frumvarpsins kom og breyt.-tillagnanna. Hún lét prenta ná- kvæmlega eitt eintak af frv. handa hverjum bæjarfulltrúa, og ekki meira. Þegar því „Glasgow" brann hér á dögunum og hr. Magnús Einarsson dýralæknir og bæjarfulltrúi misti sitt eina eintak í eldinum, þá var ekki til annað eintak handa lionum!! Þá var ekki von til að nokkurt blað gæti fengið eintak af þessu skjali. Það hefði þó varla gert bæinn gjaldþrota, að eyða fáeinum örkum af prentpappír í nokkur auka-eintök, því að það hefði aldrei þurft að kosta bæinn meira en 1 eyri fyrir hvert nýtt eintak, úr því írv. var sett og prentað hvort sem var. Upphaflega frv. var sarnið af bygginganefndinni, en síðan var kosin ný bæjarstjórn- ar-nefnd til að íhuga það, og hefir hún hagað breytingatillögum sínum svo, að hún hefir samið nýtt frumvarp. Þetta nýja frv. er gamla frumvarpið með nokkrum e/ms-breytingum, sumum þýðingarmiklum, og mjög miklum orða-breytingum, sem flestallar eru til batnaðar. En það munu varla allir samdóma um að segja um allar efnisbreytingamar. Yér gerurn nú ráð fyrir, að breytta frumvarpið verði lagt til grundvallar fyrir um- ræðum og atkvæðagreiðslu um malið, og prentum það því hér í heild (o: tökum óbreyttar upp úr eldra frv. þær greinar, sem ekki eru gerðar neinar brtill. við af síðari nefndinni). — Jafnframt leyfum vér oss að gera breytingatillögur eða athugasemdir við nokkur atriði, og vísum til við hverja grein hvert um sig eigi. Húseigendum, smiðiun og öðrum bæjarbúum, er þetta mál snertir og vit liafa á, gefst þannig kostur á að kynna sér málið og korna fram með athugasemdir um það, því að, eins og bæjarfógetinn tók fram í mjög sanngjarnri og velhugsaðri ræðu á bæjarstj.fundi í gærkvöld, þá er hér vandamál við að fást, á aðra hlið að koma á svo góðum og tryggum ákvörðunum, sem æskilegt er til að tryggja heilnæmi og öryggi bygginga, en á hina hlið, að gera ekki ákvarðanir, sem ganga of nærri rétti þeirra, sem nú eiga eignir hér, sem engin sanngirni er að ríra í verði eða gera verðlausar án alveg óhjákvæmilegrar nauðsynjar. Og svo er enn þess að gæta, að gera ekki svo dýrt að lifa í bænum, að það hnekki vextí hans.] Frumrarp til byg'gingarsamþyktar fyrir Heykjavík (eins og það verður með breytinga-tillögum bæjarstjómar-nefndarinnar). 1. gr. Samþykt þessi gildir fyrir alt lögsagriarumdæmi Reykjavíkur, þó svo, að byggingar- nefnd getur veitt undanþágu frá ákvæðum hennar fyrir hús og önnur mannvirki, sem gerð eru utan verzlunarlóðarinnar, eins og hún er eða síðar kann að verða ákveðin. 2. gr. Samþyktin tekur til allra nýrra bygginga og höfuðbreytinga á eldri bygginguim Byggingarnefndin metur, livað sé höfuðbreyting. 3. gr. Yfirstjórn byggingarmála er í höndum bæjarstjómar. Byggingarnefndin veitir öll bygg'ingaiieyfi og hefir umsjón með, að byggingarsamþykt- inni sé fylgt. Ef lóðareiganda þykir rétti símuu hallað með úrskurði bæjarstjórnar eða liyggingar- nefndar, má hann skjóta úrskurðinum t.il landshöfðingja. 4. gr, í byggingamefndinni eiga sæti: bæjarfógeti, slökkviliðsstjóri og 4 menn aðrir, er bæjarstjórnin kýs, 2 þeirra úr sfnum flokki. Bæjarstjórnin skipar byggingarfulltrúa og setur honum erindisbréf; skal launa hann úr bæjarsjóði. Hann skal hafa á hendi framkyæmd byggingarmála samkvæmt ákvæðum byggingarnefndar. Skylt er honum að sækja byggingarnefndarfundi, þótt hann eigi se í nefndinni. 5. gr. Hver sá, er vill reisa hús, breyta því, eða gera önnur mannvirki á lóð sinni, skal senda byggingarnefndinni skriflega boiðui um það tvíritaða. Beiðninni skal fylgja uppdráttur, einnig tvíritaður, af inni fyrirhuguðu byggingu, er ljóslega megi sjá af fyrirkomulag hennar, svo og af lóð þeirri, er byggja skal á, og skal mælikvarði uppdráttanna eigi vera minni en Ath ugasemdir ritstjórnar ,,Reyl'javíkur.‘ ‘ 1. gr. Aftan við hana ætti að bæta: „Fyrstu 5 árin eftir að samþykt þessi öðl- ast gildi má byggingarnefnd með samþykki bæjarstjórnar veita undanþágur frá einstökum ákvæðum hennar fyrir mannvirki eða hús á verzlunarlóðinni. Að þeim tíma liðnum ákveður bæjarstjórn á ný (með samþykki landshöfðingja), hvort slíkar undanþágur skuli lengur veita, og þá hverjar. “ [Þetta ýirðist oss hyggileg og sanngjörn ákvörðun meðan reynslu er veiið að fá]. 5. gr. Á eftir: „x/4 þml. á alin“ komi: „Annað eintak uppdráttar skal eigandi húss eða mannvirkis fá aftur, til að fara eftir er liann byggir“. öíðasta málsgr. má falla alveg í burtu, því að samkv, 6. gr. er næg sjálfshvöt á 27. tölublað. nerni ^4 þuml. á alin. Sé um nýtt hús að ræða, eða gagngerða breytingu á eldra húsi, skal því jafnframt lýst, hvernig ætlást er til að haga afrensli frá húsinu og vegi að því, ef það stendur eigi við götu. Ekki má byrja á nýrri byggingu eða gera breytihgar á eldri byggingu fyr en fengið er til þess leyfi byggingarnefndar. Bvggingarleyfi fellur úr gildi, ef ekki er farið að nota það áður en ár er liðið. Húseigandi skal tilkynna byggingarfulltrúa, hvenær byrjað er að leggja undirstöðu, hvenær bitar eru lagðir, húsið rcist, grindin klædd að utan, þak lagt, húsið klætt að innan. 6. gr. Ekki má taka neitt hús til afnota fyr en fengið er vottorð frá byggingarnefnd um, að það fullnægi kröfum byggingarsamþyktarinnar. 7. gr. Nýjar götur skulu vera að minsta kosti 20 álnir á breidd milli húsa. Til þess smám saman að breikka eldri götur, svo að þær verði að minsta kosti 20 álnir, getur byggingarnefndin krafist, að hvert það hús, sem reist er af nýju við slíkar götur, verði sett að minsta kosti 10 álnir frá miðri inni fyrirhuguðu götu, og eru allir, sem lóðir eiga að götunni, skyldir að láta af hendi svo mikla lóð, að gatan nái tilætlaðri breidd, gegn borg- un úr bæjarsjóði eftir óvilhallra manna mat-i. Skerðist lóð við slíkt lóðarnám svo mikið, að hún verði ekki not-uð til hússtæðis, má eigandi krefjast þess, að bæjarsjóður kaupi alla lóðina, gegn borgun eftir óvilhallra manna mati. 8. gr. Ekki skal mæla út hússtæði við götu, þar sem gangstétt-ir vantar, fyr en vega- nefnd hefir látið mæla götuna og ákveðið hæð og breidd gangstéttanna (sbr. ío., n.; 13. og 16. gr.). Gangstéttir skulu að jafnaði vera 2/5 af allri götubreidd (sbr. 7. gr.), eða !/5 hvor þeirra. Undirstöðuhæð húss (sbr. 16. gr.), sem reist er inni á lóð (bakhús), skal miða við beina lhm milli gangstétta þeirra gatna, er næstar liggja húsinu á báðar hliðar eða við jarðarflöt, sem er hærri en þessi lína. 9. gr. Hús við gatnamót skulu vera hornsneidd og skal sniðið vera eigi vera minna en 3 álnir á breidd, og mynda jafnstór horn við báðar húshliðar. Hornin má og gera ávöl, ef bungan á miðjunni ekki nær meira en 15 þuml. fram úr sniðfletinum. Byggingamefnd getur veitt undariþágu frá þessu ákvæði, þegar byggingarlag húss- ins mælir með því, eða önnur ástæða er til. 10. gr. Byggingarnefnd getur veitt leyfi til að gera framskot út úr framhlið húsa út yfir götujaðarinn, þó því að eins, að framskotin séu að minsta kosti alin yfir gangstétt. Undirstöðustallar, súlur og því lík framskot til skrauts á húsum mega ná alt að því 8 þuml. út fyrir götujaðarinn, enda séu að minsta kosti 21/* alin eftir ótept af gang- stéttinni. Hurðir á húsum og girðingum mega því að eins ganga út á gangstétt, að '21!j2 alin að minsta kosti sé eftir ótept a-f stéttinni. Glugga rcá því að eins opna út að götu, að 3^/4 al. sé af gangstétt upp undir þá. 11. gr. Inngöngurið og birtugróflr mega ná alt að 18 þuml. út yfir götujaðar, ef eigi er minna en 2^/a alin eftir ótept af gangstéttinni. Ef stéttin er eigi svo breið, skal þó leyfi- legt að hafa eitt þrep 10 þuml. breitt, og má það eigi vera hærra en 7 þuml. Nema skal hornin af neðsta þrepi í inngönguriði frá götu. Þar sem gangrið liggja niður í kjallara af götu, skal vera handrið úr járni beggja megin við þau. í kringum birtugrófir við götu skal setja handrið úr járni, eða nægilega sterkar járngrindur yflr þær jafnhátt gangstéttinni. Handrið skulu eigi vera lægri en 30 þuml. 12. gr. Á öll hús, sem framvegis eru reist í bænum, skal setja þakrennur með veggpípum svo löngum, að op þeirra séu í mesta lagi 6 þuml. fyrir ofan gangstétt eða gðtu. Þar húseiganda til að gofa allar þær tilkynningar, sem þörf er á til þess, að liann g'eti fengið vottorðið. 7. gr. Á eftir 1. málsgr. bætist við: „Þó má íramvegis, eins og hingað til, hafa mjórri sund stutt milli tveggja gatna, og ná eigi ákvæðin um götur til slíkra sunda. Aftan við 7. gr. þarf að bæta: „og skal fara eft-ir því, hvers virði lóðin var eig- anda hennar sérstaklega til þessa og mundi verða framvegis, eftir því sem atvinnu hans hagar. “ 10. gr. Aftan við hana bætist: „Jafn-hátt skal vera undir nafnspjöTd á húsum, þau er ganga þvert út yflr gangstétt." 11. gr. 1. málsgrein ætti að breytast svo: „Inngöngurið og birtugrófir mega ná svo langt út frá húshlið, að eftir sé 2^/g al. ótept af gangstéttinni." 12. gr. Á eítir: „fyrir ofan gangstótt eða götu“ bætist: „þeim mogin, eraðstræti Sunnudaginn 24. Maí 1903.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.