Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 2
2 „Reykjavíkur“ er i. Júlí. Verðið er lágt, og því vonast eftir að kaupendur standi í skilum með það lítilræði. Útg. kunna þeim öil- um þökk, sem muna eftir að borga árgang- inn. Andvirðið greiðist til kaupm. Jen S. pór- arinssonar, Laugavegi 7. j'íýlr kanpenðnr fá „Reykjavík" frá 1. Júlí þ. á. til ársloka fyrir eina 50 au., ef þeir senda borgun með pöntun. Þeir fá og blöðin frá 1. Jan. til loka þ. m. ólteypis meðan upplag endist. Hvað næst liggur. 1. Kosningarnar eru nú afstaðnar. Persónuklíkurnar, sem kalla sig „flokka," en eru engir flokkar, hafa haft svo mikið að gera að bola hvorir aðra út og ölnboga sig fram að valda-soðkatlinum, að þeim hefir al- veg láðst að lýsa afstöðu sinni til mestvarðandi máianna, sem næsta þing á um að fjalla og útkljá. Þetta er nýja embættaskipunin, sem leiðir af stjórnarskrár-breyting- unni. Það hefði þó verið ástæðatil, að hvert þingmannsefni hefði ijóslega lýst afstöðu sinni til þessa máls. En ekki höfum vór tekið eftir, að neinn þeirra hafl gert það — ekki svo á prenti hafi sést að minsta kosti —, nema þingmaður Snæfellinga einn, og á hann þakkir skildar fyrir ritling sinn um „Horfurnar." En því mið- ur talar hann þar að eins í sínu nafni sjálfs, svo að ekki er vissa fyrir, hvort heimastjórnar-flokkurinn í heild sínni sé sömu skoðunar. Land vort er strjálbygt og fáment og þjóðin fátæk, stéttamunur sáriít- ill — sem betur fer. Meiri fásinna getur ekki hugsast, en að ofþyngja þessari efnalitlu alþýðu-þjóð með há- launuðum embættum. En þeim sem muna, hversu fyrsta löggjafarþing vort varði nýfengnu fjárveitingavaldi sínu til almennrar hækkunar álaun- um embættismanna, og hversu bænd- urnir a þingi gerðust fremstir í þess- ari meðferð á efnum vorrar fátæku þjóðar — þeim er nokkur vorkunn, þótt þeir beri kvíðbeyg fyrir því, að líkt kunni að fara í sumar; menn verði svo gleypiglaðir yfir breyting- unni á stjórnarskránni, að menn verði óprúttnir um, hvað það kostar að koma í verk eða til framkvæmdar breytingunni á stjórnarskipuninni. Það verður nú þingsins í ár að ákveða laun ráðgjafa og eftirlaun, og sömuleiðis þeirra annara nýju embætta og starfa, er samfara verða breytingunni. Auðvitað hefði réttast verið, að ráðgjafinn hefði engan eftirlaunarétt átt að lögum. En nú er skotið loku fyrir það með því, að í nýja stj.skr. frv. stendur, að ráðgjafinn skuli hafa þau eftirlaun, sem þingiö ákveður honum. Þar með er það ákveðið, að eftirlaun skal hann hafa. En sú er þó bót í máli, að ekki er ákveðið, hve mikil. Það verður þingið í sum- ar, sem ræður því. En hvað er fyrst hæfllegt að á- kveða ráðgjafanum í laun? Ekki er nein átylla til, að veita honutn hærri laun, en landshöfðingja eru nú ákveðin, en það eru 8000 kr. (kgs. úrsk. 29. Júní 1872). Áður á- skildi konungur sér að ákveða laun og allan kostnað „innar æðstu inn- lendu stjórnar ísiands," en vinstri- manna ráðgjafinn fyrir ísland, hr. Aiberti, feidi, alveg af sjálfs-hvöt og án nokkurs tilefnis frá alþingi, þessi ákvæði úr gildi í inu nýja frv. sínu í fyrra, og sýnir það, hve alvarlega það er ásetningur hans, að láta oss um þetta sem hvert annað mál, er oss eina varðar, alveg sjálfráða. Það á hann sannlega þökk fyrir skilið. Auðvitað leggur hann nú fyrir al- þingi frv. um þessi laun. En að því má vísu ganga, að hann mun láta oss sjálfráða um, hverjar breytingar vér gerum á því. Meira en 8000 kr. er eyðslusemi að ætla nokkrum embættism’anni á íslandi. Það er óverjandi gerræði (oss liggur við að segja glæpuij að rista breiðari hálauna-ói, en það, af baki fátækrar og fámennrar þjóðar, og það í landi, þar sem ekki er dýr- ara að lifa, en hér er. Vér fyrir vort leyti áiítum, að minna mætti vel fullnægja; en með það verður víst ekki upp komandi. Borðfó er yflrfljótanlegt að ætla 2000 kr. J^anghelzt vildum vér hafa það helmingi minna, og hætta þess- um blessuðum þingmannaveizlum, sem eiginlega eru ósambofnar frjálsri þjóð. Talsvert nær, ef þingmenn geta ekki veizlulausir verið, að veita forseta hvorrar þingdeildar 500 kr. þingárin til veizluhalds. Þá eru eftirlaun ráðgjafans. Þar búumst vér við að hneyksla marga, er vér leggjum tii að veita ráðgjafanum svo sem 600 kr. eftir- laun, ef hann hverfur ekki aftur í annað embætti. Jú, vór sögðum 600 (sex hundruð) krónur. — Vór vonum, að eyrum detti ekki af neinum við að heyra þá upphæð. Það er auðvitað, að um langan aldur má gera ráð fyrir því, svo að segja undantekningarlaust, að það verði jafnan einhver embættismaður- inn, sem kvaddur verður til þess, að vera ráðgjafi. Þá er honum innan handar að halda sínu fyrra embætti óveittu sína ráðgjafa-tíð (setja mann til að gegna því) og hverfa svo að því aftur, er hann fer frá völdum. Auðvitað ætti að ákveða, að ráðgjafa- tið hans teljist honum sem embættis- tíð í hinu embættinu, að því er til þess kemur að reikna eftirlaun hans á sinni tíð, er hann fer frá embætti. Að láta sór um munn fara, að það sé „ótilhiýðilegt," eða „óviðkunn- anlegt" að maður, sem verið hefir ráðgjafi, verði aftur sýslumaður, bysk- up, kennari eða prestur — það er sá frámunalegur tepruskapur og hégómi, sem ekki tekur taii. Það er alveg ósamboðið frjálsri þjóð að hugsa svo. Ef það er sæmilegt fyrir rnann, sem verið hefir forseti Bandaríkjanna (stjórnandi 100 milíóna manna), að verða, þegar hann fer frá völdum, kennari, málaflutningsmaður, bóksali eða bóndi, þá má það víst vel hlýða íslenzkum ráðgjafa, sem ef til vill hefir verið eitt ár eða tvö við völd. Þá er svo sérstaklega stendur á, að ráðgjafinn getur ekki horfið aftur í sitr, fyrra embætti (af því að það er lagt niður eða því um líkt), þá má fulltreysta þinginu til að veita honum hæfiieg biðlaun, unz hann getur fengið enbætti á ný. Og tæki hann þá iægra launað embætti, en hann hafði áður, héldi hann auðvit- að fyrir sig persónulega jafnháum launum, sem hann hafði áður en hann varð ráðgjafi, svo að hann misti einskis í. En verði maður ráðgjafi, sem ekki er á,ður embættismaður, þá hveifur hann aftur að sínum fyrra atvinnu- vegi, er hann fer frá völdum, og hefir þá einskis í mist. Hann fær þá auk heldur 600 kr. árlega í minn- ing þess, að hann var eitt sinn ráð- gjafi- Það mundi skeröa þingrœðið að miklum mun í framkvœmdinni, að hafa há ráðgjafa-eftirlaun. Mennyrðu deigari við að hrinda ráðgjafa frá völdum, ef menn sæju að það hlæði þungri byrði á þjóðina. Sama er um in önnur nýju em- bætti, að launin ætti að ákveða sem lægst (auðvitað lífvænleg þó sóma- sa-mlega). Reynslan getur sýnt, hvort hæfir menn fást ekki í þau. Og á- valt er auðveldara í þessu embættis- dýrkunar-landi, að fá laun hækkuð, en að fá þau lækkuð. Því er ekki vert að binda sór þess- ar ólar of fast i upphafi. ÍJ?í»eíml annavs! Mófturmálið. Skelfing er að vita, hvernig með það er farið dags dag- lega bæði munnlega og skriflega. Eg hefi áður, oftar en einu sinni, minst á, að varla nokkur Reykvík- ingur, karl né kona, virðist geta kvatt á íslenzku. Nei, það verða allir að gera á frönsku: A dieu! Og 99 af hverjum 100, sem daglega segja „a dieu,“ vita ekki, hvað það þýðir, sem þeir eru að segja. Það þýðir blátt á fram „í guðs friði." Og er þá nokkur vansi að segja „guðsfriði" á hreina íslenzku? Það er þó alvana- kveðja íslenzk. Eða þá „verið þór sælir. “ Þá eru auglýsingarnar í blöðunum ekki beztar. Þar auglýsa menn allar sortir (fyrir „tegundir") og prufur (! fyrir „sýnishorn"), háls-fau (fyrir „hálsiín)“, slips og humbug (fyrir „hálsbindi“), liakkábretti (fyrir “söx- unarfjöl") hníínbretti (fyrir „fægifjöl"), gellur (! sem er vitleysa, fyrir „kverk- sigi„ — „gælle“ á dönsku þýðir„tálkn“; en „gellur" á að vera „gællelág“ == kverksigi). Þá eru ramm-vitlausar nýmyndanir ekki betri en hvað annað, eins og „botnverpill," sem sum blöð eru farin að tíftka . „Verpill“ merkir það sem varpað er; því heita teningar verplar á íslenzku. „Botnverpingur" er rang- myndað líka (þótt ekki só það eins afkáralegt), en „botnvörpungur“ er eina rétta orðmyndin. Sjálf skárri blöðin hér eru farin að tíðka annað eins orðskrípi og mál- færslumaður í st. f. „málflutnings- maður“. „Að fœra mál“ er ekki íslenzka, að eins þýðing dansks orð- taks: „at fore en sag“. Á íslenzku er það káfiað „að flytja mál.“ „Að óttast fyrir einhverju" er ein dansk- an („frygte for noget“) í st. f. „nð óttast eitthvað." Það eru mörg hundruð af slíkum útlenzkuslettum daglega um hönd hafðar, sem auðgert er með ofurlítilli góðri viðleitni og setningi að útrýma. Enginn tilberi endist til áð tína það alt á skammri stund. En það má víkja að því aftur. Allir góðir íslendingar ættu að gera sitt til að útrýma þessu. — Nú er þó víst hcilbrigðisnefnd til hér. Ilún ætti að spázéra í sól- skini fram með rennunni á Kyrkju- stræti frá Aðalstræti til Austurvallar, og halda þá ekki fyrir nefið. Eink- um mundi hún þá kenna einkenni-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.