Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 3
3 legan ilm úr Tjarnargötu-rennunni. — Það má nærri því heita unaður • að koma inn í fúlt og illa þrifið sal- erni í samanburði við að vera dæmd- ur til að ganga þessa leið. Ekki vantar sekta-ákvæði í reglu- gerðum bæjarins fyrir almenna bæj- arbúa, sem brjóta vitlausustu firru- boð reglugerðanna. En því miður •eru engin meinlæti lögð á bæjar- stjórnar-íié/Vufoy, sem vanrækja störf sín. — Brennisteinslyktin, sem sum- ir þqttust finna eftir helgina, hefi ég litla trú á að stafi af eldgosi. Miklu líkara að hana leggi af brennisteins- prédikununum við Lækjartorg. Mær í lögreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Loveday Brooke. II. Morðið á Troytes-lióli. [Frh.] Lævísissvipurinn livarf aftur úr augnáráði öldungsins: „Ó, veslings hundurinn minn!“ sagði hann. „Jú, fyrirtaks hundur var hann. — Nú, hvar vórum við? Nú man ég það; það vóru frumhljóð málsins, sem mér urðu svo örðug viðfangs það kvöld. Yóruð þér hér þá? Nei, égmanþað. Allan dagign hafði ég reynt að líkja •saman sársauka-væli hunda og stunu manns; en ég gat ekki komið því heim. Hugsunin um þetta þjáði mig ■og skildi ekki við mig, hvar sem ég fór. Ef bæði þessi hljóð væru frum- hljóð, þá hiaut eitthvað að vera sam- eiginlegt í þeim. En ég gat ekki fundið sambandið. Svo datt mér alt í einu í hug: skyldi ekki vel vaninn hundur, eins og hundur minn þarna úti, reka upp emkennilegan hunds- skræk í því auguabliki sem hann væri drepinn, og skyldi ekki verða eitt- hvað mannlegt í því hljóði? Ef ég gæti ritað sann-fróðlegan kapítula 'um þetta í bók minni, þá væri það meira um vert en heil tylft af hund- um. Svo fór ég út í tunglsijósið — æ, en þér vitið nú alt um, hvernig það fór — er ekki svo?“ „Jú! Veslings hunduiúnn, skrækti hann svo eða stundi?“ „Jú, hann rak upp hvelt, langt og andstyggilegt spangól, rétt eins og hver óvaiinn rakki. Iig hefði eins vel mátt láta hann í friði. Þetta varð ekki til annars en að hinn seppinn lauk upp glugganum sínum, fór að gægjast út eltir mér og kall- aði til mín með sinni skræku, elli- legu rödd: „Herra! Hvað eruð þér að gera hér úti um þetta leyti?" Svo lmé liann aftur niður í stól- inn og tautaði óskiljanlega fyrir munni sér og lygndi augunum aftur. Loveday lofaði honum að sitja svona drykklanga stund; svo vék hún aftur að honum uýrri spuruingu: „En hitt kvikindið þá -— emjaði Iianri eða stundi, þegar þér slóguð hann rothöggið?" „Hann gamli Sandi — óskepnan sú! Hann hné niður aftur á bak. Já, nú man ég eftir að þér sögðust hafa gaman af að sjá hamarinn, sem lokaði á honum óræstis-túlanum. Yar ekki svo ?“ Hann átti hálf-örðugt með að rísa upp úr stólnum og var óstyrkur á fótum, er hann reikaði eftir gólf- inn yfir að skáp, sem stóð við vegginn andspænis glugganum. — Hann lauk upp draghólfi í skápnum og vóru í því steingervingar nokkrir og stór hamar. Hann tók hann upp. Hann reiddi hamarinn og sveiflaði honum yfir höfði sér;svo lagði hann alt í einu fingurinn á varir sér og sagði: „Þey! Þey! Hver veit nema flón- in gægist hér inn til okkar, ef við vörum okkur ekki.“ Og svo gekk hann að hurðinni, tvílæsti henni og stakk lykiinum í vasa sinn. Nú fór Miss. Loveday Brooke ekki að verða um sel. Hún leit á úrið sitt. Það var rétt hálf-átta. Skyldi Griffiths hafa fengið bréfið frá henni í tæka tíð og vera nú þar úti með mönnum sinum ? - Hún bað, að hamingjan gæfi að svo væri. „Það er heldur bjart ijósið; birtan sker mig í augun,“ sagði hún og stóð upp af stólnum, tók lampann með grænu ljóshlífinni og setti hann á borð, sem stóð rétt' við giuggann. „Nei, nei! Þetta tjáir ekki, “ sagði Mr. Craven; „ef ljósið stendur svona, þá sér hver maður, sem úti er, hvað við erum að gera hér inni. Svo gekk hann að glugganuin, tók lamp- ann burt aftur af borðinu og flutti hann yfir á hilluna yfir arninum. Loveday var nú ráðalaus, nema hvað hún vonaði, að þeir sem á verði áttu að vera úti, hefðu komið auga á græna ljósið þetta stutta augna- blik, sem það stóð í glugganum. Öldungurinn ’benti nú Loveday að koma nær sér og skoða hamarinn. „Reiðið þér hann til höggs með góðri sveiflu," sagði hann og reiddi ham- arinn; „þá kemur hann niður með ógurlegu braki.“ Hann lét hamar- inn falla niður svo sem í þumiungs fjarlægð fyrir framan ennið á Miss Loveday. Hún hrölck við og hopaði á hæl. „Ha ha hæ!“ hló hann þurrurn og óeðlilegrum rómi, en óráðs-æðið tindraði ur augum hans; „gerði ég yður hrædda? Það væri gaman að vita, hvaða hljóð þér rækjuð upp, et ég slægi yður dálitlu höggi beint þarna." Um leið og liann sagði þetta, kom hann lauslega við ennið á lienni með hamrinum. „Auðvitað yrði það frumhljóð, og — “ Það kom töluverður tauga-titring- ur á Loveday og hún átti bágt með að vera róleg. Þarna var hún inni- lokuð ásamt vitstola manninum. — Eina lífvonin fyrir liana varaðreyna að teygja tímann svo, að lögreglu- mennirnir hefðu tíma til að komast heim að húsinu og inn um gluggann. „Bíðið þér augnablik,“ sagði liún, og reyndi að leiða athygli hans frá sér; þér hafiö ekki sagt Inér enn, hvers konar frumhljóð gamli Sandi rak upp um leið og hann rauk út af. Ef þér viljið láta mig fá skrif- færin, þá skal ég rita upp fyrir yður lýsingu á því, og hana getið þér svo notað í bókina yðar.“ Eitt augnablik skein gleðin út úr andliti öidungsins; en svo var eins og hún sloknaði alt i einu. „Kvik- indið hné dauður niður alveg stein- þegjandi," svaraði hann; „það næt- urverk varð alveg árangurslaust; og þó ekki. Nei, ég skal hreinskilnis- lega játa það, að það skyldi ég glað- ur gera í annað sinn, ef á þyrfti að halda, bara til að njóta þeirrar inni- legu hjartans gleði, sem ég naut, þegar ég horfði framan í steindautt andlitið á þorparanum og fann, að loksins var ég orðinn frjáls — loks- ins frjáls!" Röddin í honum varnú orðin djöfulleg; hann var æstur og reiddi hamarinn og sveiflaði honum yfir höfði sér. „Eitt augnablik varð ég sem ungur í annað sinn; ég stökk inn um glugg- an hans — tunglið skein skært inn um herbergið — ég mintist minna fornu stúdents-ára og alls þess gár- ungsskapar, sem við höfðum í frammi í Pembroke í þá daga — ég þeytti öllu til og frá í herberginu —Hér þagnaði hann alt í einu og færðisig nær Loveday. „Það leiðinlegasta við alt saman var,“ sagði hann og breytti nú röddinni, svo að rómurinn varð hægur og blíður, — „það leiðinleg- asta var, að hann dó án þess að nokkurt hljóð heyrðist til hans.“ Hann kom nú enn nær Loveday. „Ég hefði gaman að vita — “, og nú kom hann fast að henni. „ . . . Mér hefir aldrei dottið það í hug fyrri en núna rétt í þessari svipan, “ sagði hann í hálfum hljóðum, „að þaðeru meiri líkindi til að það verði frum- hljóð, sem kvenmaður rekur upp í angist sinni á dauðastundinni, held- ur en karlmaður". (Niðurlag næst). Uppboðsauglýsing’. Þriðjudaginn 23. þ. m. * ki. 11 f. hád. verður opinbert uppboð haldið hjá hafnarbryggjunni hér í bænum og þar selt ýmislegt strandgóz úr skipunum „Litla Rósa“ og „Kastor“, svo sem: segl, kaðlar, blakkir möst- ur, bómur, akkeri, keðjur o. fl. Enn fremur verður selt: sykur, kaffi, hveiti, haframjöl og kex. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík, 17. Júní 1903. Halldór Daníelsson. MBLIltSOÖNItt IPf’* ÁVEXTIR (tnargar tegundir) og M A T V Æ L I mjög ódýr í ,Edinborg‘. ðS kr. fyrir 15 au. fást nú í Zimsens biið, bókaverzlun Þingeyrar og bókaverzlun ísafjarðar. Ull og ullartuskur kaupir verzlun V. OTTESEN S SKINKE yiðurkendirbeztir og ódýrastir eftir gæðum í ,EDINB0RG‘ Til að fullferma skip, kaupi ég stórfisk og smáfisk í spanskri ogítalskri aðgreiningu. Það mun borga sig að koma til mín, áður en þér seljið fiskinn öðrum. ?h. Jhorsteinsson. Cemeiit af beztu tegund fæst í „Edinborg“. Klæðið góða, sem allir kaupa, er nýkomið í verzl. V. Ottesens. SAUMUR af öllum stærðum, mjög ÓDÝR í „Edinborg“ A t v i ii n u getur ungur, reglusamur, duglegur u n g 1 i n g u v fengið nú þegar á Hotel ísland. jarhepli ,ásti „EDINBORG“ Klæðasaumastofa Thomsens bæti" nú þegar við sig fjórum dug- legum og vönum stúlkum til að sauma. Þær þurfa að hafa lært hjá skraddara og liafa góð meðmæli. Umsækjendur snúi sér sem fyrst til Friðriks Eggertssonar deildarstjóra. Árni Nikulásson rakari, í Pósthússtræti 14, 23F* rakar og klippir bezt. e (• (•! (• (•8 CB BEZTU, á Ull Léreft og fásf eetið hjá Twist c. ZIMSEN.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.