Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 4

Reykjavík - 18.06.1903, Blaðsíða 4
4 Œíítabtóttr. Eftir Plausor. 1. Nýjasta nýtt. Blessuð sé vor bæjarstjórnin nýja, berist hennar lofgjörð upp til skýja fyrir starf það eitt, sem nú er unnið, en það er þessi þétti og haldgóði bygg- ingamefndar vefur, sem hún hefir ofið sjálf og spunnið. Hann er ekki’ úr hnaki neinu táinn, en hreinu þeli eins og stjórnarskráin, brigðu ei né hrukku nokkra hefur, þvi hann or svo hárfínn, heflaður og sléttur eins og fínasti ,'köngulóar vefur. Nú er eftir þessa voð að þæfa — þar til sjáum fulltrúana hæfa; gæfa var að hljóta svona haga. hugvitsama, framsýna og byggingafróða meistara til að öengja þessa makalausu samþykt upp á visindanna snaga. Gvöndur Jak. er allra þeirra æztur, og svo honum landritarinn næstur; annar þeirra af afli Framsókn styður; hinn þar á móti er gallharður Albirting- ur og er því ekki von að standi’ af gerðum þeirra friður. Yilja þeir ef bærinn okkar brennur burtu láta færa allar rennur, húsin grenna, stræti’ og torgin stækka, svo að stigarnir komist betur að þegar eld ber að höndum, en nú eru þcir svo stuttir að vegna þeirra verða kofamir að lækka. Hvergi má frá hliðum bera skugga, hvorki opna dyr né spenna’ upp glugga; húsin ætti helzt í jörð að grafa og hafa allan umgang um eldhússtromp- ana, því þá fengi fólk þó smekk af þvi hvemig værí gegnum eld og reyk að kafa. Æpa menn í einu hljóði’ og klaga: „Aldrei hef ég vitað mína daga áður þvílíkt bæjarmönnum boðið sem liana byggingarsamþyktina þá arna og ætti því alvarlega að taka hana í gegn undir eins, eða’ að minsta kosti hreistra’ á henni roðið.“ Trésmiðirnir hrista kollinn hissa, húseigendur vitið ætla’ að missa, „skraddaramir skreppa út og rukka" en skóararnir grípa byggingarsamþyktina og rýna vandlega eftir, hvort þeir finni þar ekki neitt, sem betur mætti „plukka" Engan nagla út þar sjá þeir dreginn, engan heldur verða fastar sleginn; sótaramir svörtum fánum veifa og segja að stjórnarskráin sé brotin og eignaréttur sinn skertur ef yfirvöldin samþyktina leyfa. Borgarar á fundum víða finnast, ílestir þar á samþyktina minnast, kotungarnir kvarta’ um nauman tíma til að koma henni í lifvænlegt horf með- an hún stendur yfir þessi þingkosninga glíma. Yerzlnn min er ílutt á Laugaveg Na 1. (Háyfirdómarahúsið gamia). Virðingarfylst. WUBNDAI ÍWI®1. ->*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦«í<T Á föstudaginn fallega var barist, Framsókn gat þar langan tíma varist, Albirtingar engum leyfðu’ að sofa og það var lika’ á Landvörn að sjá eftir hádegið að hún fór að halla undir flatt og kippast við eins og hún væri stungin með títuprjónum eða hefði nálardofa. Það mun sjást á þingi voru’ í sumar hvort þar séu’ ekki’ myndarlegir gumar þegar skálum kampavms þeir klíngja kappinn hann Valtýr og bankastjórinn, Björn og Lárus, Skúli og annar þíngmaður Rangæinga, sem talíð er að verða muní bergmál landshöfðingja. En lofum þeim að lenda öllum saman, líklegt er að verða muni gaman svipinn á þeim sjá, og orðin heyra, sem þeir þá mæla hver í annars garð þegar á þing kemur, en þau getur hver sem vill lapið upp fyrir mér því ég segi’ ekki meira. 2. II c i m s e n d a-v e r s. Veröldin er að verða trýlt, vinátta flúin, mannkyn spilt, sakleysið grætur, syndin hlær, Satan viðbúinn' hvessir ldær; tröllslegar krumlur teygir hann til þess að hremma náungann. Astvaldur megnar ekki hót andskotanum að berjast mót; dugir ei andlegt hrútshorn hans að hrufla krúnu freistararans, gjálífi heimsins glymur hátt, gætnir menn stynja’ og tala fátt. Landshornauna mxlU. Aljingiskosningar. Suður Þing- eyjars.: létur Jónsson á Gautlönd- um (atkv. ófrétt). —’VestUr-Skaftafells- sýsla: tíufll. Guðmundsson sýslum. (einn í kjöri). Þá eru kosningaúrslitin frétt úr öllum kjördæmum landsins nema Norður-Þingeyjarsýslu, Norður-Múla- sýslu og Austur-SkaftafellssýsJu. — En rnenn þykjast vita með vissu, hvort semZmanna skifti verða fleiri eða færri í þessum sýslum, að þá verða fulltrúar þeirra af sömu flokkum og áður, nema í N.-Múlas.; þar verður Jóhannes sýslumaður kosinn. Vinna „framsóknar“-menn þar því eittsæti; en „heimastjórnar“-menn unnu ann- að í Vestur-ísafjarðarsýslu, og jafn- ast það upp, svo að nákvæmlega verða flokkarnir jafnt liðaðir á þingi og í fyrra. Öskufall. í Hróarstungu í N,- Múlas. féll Á2 þml. þykt lag af ösku skömmu áður en „Hólar“ fóru suð- ur hjá síðast. Niðri í fjörðum var askan minni, en varð þó vart. 1Rei?kja\nk oö ðvenð. „Laura“ fór héðan til útlanda í fyrradag. Með henni fóru meðal annara: yfirdómari Jón Jensson og Ólafur Hjaltesteð. Mistur nokkurt lá hér yfir bænum nokkra daga kring um helgina. Sumir menn þóttust finna brennistéinslykt með mistrinu. En hitt er vist, að margir urðu varir við örfínt sandryk eða ösku í lofti. Mátti stundum finna það glögt und- ir tönn, ef maður gekk stundarkorn úti með opinn munn, og flest-allir munu hafa kent talsverðan sviða í augum af því. Er þáb flestra manna ætlun, að þetta stafi af eldgosinu eystra. Því að þótt gola væri af hafi, það lítil hún var, er mistrið var, þá gat askan hafa borist vestur hærra í lofti, en komið niður er gola blés þvi til baka aftur. Hér var hiti og þurviðri með mistrinu, en til sóiar sá ekki. Bezta blaðið. Hvers er óskað? Hvað er falt? Hvað 'er nú að frétta? „Reykjavíkin" öllum alt ávalt segir þetta. Hver liefir sér nú heitmey fest? Hvað er leyft og bannað? „Reykjavík" er blaða bezt bæði’ um það og annað. Henni’ að treysta’ er hvergi valt, hún því sannleik þræðir. „Reykjavíkin" alla’ um alt alla jafna fræðir. Lector. Hálslín alls konar: Flibbar, Manschettur, Brjóst, Manschet-skyrtur — hvítar og mislitar, • — S 1 i p s i margar tegundir, Brjósthnappar, Manschethnappar og alt því um líkt. Alt vandað og með hezta vcrði. Fæst í 3. p. T. JJryíe’s verzlnn. Herhergi nokkur fyrir einhleypa eru til leigu frá 1. Júlí í AUSTURSTRÆTI 10 Eitthvað um missiris-tíma hefl ég* við og við, þegar ég hefi fundið þörf’ á því, hagnýtt Kína-Lífselixír herra Waldemar Petersens handa sjúklingum mínum. Ég hefi kom- ist að raun um, að það er ágætt meltingáriyf, og hefi orðið var við heilsusamlegar afleiðingar þess íýms- um efnum, svo sem við meltingar- leysi og veika meltingu, sem oft hefir verið samfara velgju og uppköstum, við þyngslum og þrengslum fyrir brjósti, taugaslappleika, og við algengri hjartveiki, og get ég mælt með því. Kristíanía, IJr. T. Rodian. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfra sín vegna, að þeir fái hinn ekta Kína lífs-elixír með merkjunum á miðan’um, Kínverja með glas í hendi og flrma- nafninu WaldemarPeterssen, Frederiks havn- og í grænu íakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafist hærra verðs fyrir hann en 1 krónu 50 au., eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrif- stofu mína á Nyvei 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen, Frederikshavn. A LAUFÁSVEGI 4 fást eingöngu danskir rammalistar af beztu sort, Spegilgler, Rúðugler, Veggjamyndir, Líkkistumyndir. Enn fremur smíðaðar M0bler, Speglar og Likkistur úr vönduðu efni, o. fl., o. fl. Pappírinn frá Jóni élafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.