Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.06.1903, Qupperneq 3

Reykjavík - 25.06.1903, Qupperneq 3
3 komst út úr lierberginu og upp stiga upp á loft. Foringjarnir eítu hann og skutu nú á konung og drottningu og féllu pau par bæði. Það er sagt að Luka Lazarevitsj májór ynni á konungi. Fyrir samsærisforingjunum hafði verið einna fremstur Mitsj- titsj ofursti, og hafði hann með eig- inni hendi höggvið höfuð af drottningu með exi, ög sumir segja áf systur hennar líka, en aðrir segja að systir hennar væri ekkí myrt. Drottning dó samstundis, en konungur lifði nokkrar mínútur eftir að hann var skotinn. Lazar Petrovitsj hershöfðingi, að- stoðarmaður (adjutant) konungs, ætl- aði að verja hann og særði einn höfuðsmann í liði samsærismanna, en var þegar skotinn til bana. Fleiri atburðir urðu nú jafnsnemma. IJm leið og ráðist var að konungi í höll hans, vóru og tekin hús á bræðr- um drottningar Nikodim og Nikola Ljunevitza og þeir skotnir. Svo vóru og tekin hús á ráðgjöfum konungs öllum. Drepnir vóru forsætisráðherr- ann Demeter Marcovitsj hershöfðingi, ásamt mági hans, Paulovitsj her- málaráðherra, og sumir segja innan- ríkisráðgjafinn Theodorevitsj ásamt dóttur sinni; en siðustu fregnir segja hann særðan, en þó á lífi. Hinir ráð- gjafarnir vóru settir í fangeisi. Öllu var þessu lokið kl. 2 um nóttina. Annar helzti foringi samsærismanna (ásamt Mitsjtitsj ofursta) var Masjín ofursti. Hann var mágur Draga drott- ningar, því að fyrri maður hennar var var bróðir hans. Um morguninn eftir þessi hryðju- verk var birt ávarp til þjóðarinnar; var þar svo frá skýrt, að í nótt hefði Alexander konungur og Draga drott- ning verið skotin, en „vinir ættjarðar- ínnar og þjóðarinnar" hafi homið sér saman um, að mynda nýja stjórn; heitir hún á landsmenn að verða sér samtaka í að viðhalda friði og spekt- um. Stjórnarskráin frá 6. Apr. 1901 (sem (konungur hafði felt úr gildi í vor í lagaleysi), lýsa þeir að nú sé í fullu gildi á ný, og þjóðþingið, er rofið var ólöglega í vor, er kvatt til fundar 15. þ. m. Þetta skjal undir- skrifa inir nýju ráðgjar, níu talsins, og eru meðal þeirra ýmsír af sam- særismönnunum og morðingjunum. Jovan Avakumovitsj heitir forsætis- ráðherrann. Svo er sagt, að borgarmenn hafi látið vel yfir þessu verki og þjóðin «11 og fagnað ið bezta iimi nýju stjórn Herinn kvað hafa kallað Pétur Karagorgevitsj til konungs, og fylgis- menn hans kváðu flestir forsprakkar samsærismanna vera. En sjálfur er Pétur i Svisslandi þann 11. þ. m. og kveðst enga tilkynning hafa fengið frá nýju stjórninni. Má vera það sé hragð hans, til að látast hvergi vera við riðinn samsærið. Svo er að heyra á blöðum í Austur- ríki, Rúslandi og Bretlandi, sem stjórnir þeirra landa muni ekki láta þessi tíðindi til sín taka og lofa Serb- um sjálfum að ráða sér konung á ný, ef eigi verður óstjórn í landinu. * * * Þess er vert að geta, að 1804 hóf Tzrny (Gzerny) George, kallaður Kara- george (eða Svarti-Girgir) uppreist gegn Tyrkjum; hann var fyrirtaks hraustmenni og rak Tyrki úr landi, en Rúsar skökkuðu þá leik 1812, og höfðu Serbar lítið upp úr sigrum sin- um. Næsta ár brutust Tyrkir inn í landið, beið þá Czerny George ósigur og varð að fíýja til Austurríkis, en Milosj Obrenovitsj tók þá forustu fyrir Serbum, og veitti honum svo vel, að Tyrkir urðu að semja frið (1816) og játa sjálfsforræði Serbíu. Milosj Obrenovitstj lét myrða Czerny George (Kara-George), en var sjálfur kjörinn fursti af Serbíu. Syni hans var svo steypt frá tign 1842 og var þá Alexander Karageorgevitsj (sonur Kargeorges) kosinn fursti. En hann var settur af 1858 og gamli Milosj ger fursti á ný. Eftir hann látinn kom sonur hans Mikjáll í annað sinn til rikis (1860); en 1868 var hann myrtur af fyigismönnum Karageorge- vitsj’. Þá kom Milan Obrenovitsj (bróðurson Mikjáls) til ríkis. Hann var allvitur maður og hygginn stjórn- andi; hann tók sér konungs nafn; en lagðist síðar í kvennafar, ofdrykkju og fjárhættuspil og veltist loks úr konugdómi, en skildi áður við drott- ningu sína. Sonur hans var Alex- .ander, sá er nú er mytur. Hann var fæddur 1876; kom til ríkis 1889, 13 ára að aldri, ogskyldihafa 3 forráðamenn til ríkisstjórnar unz er hann væri 18 Yira. En 13. Apríl 1893 (þá á 17. ári) hnepti hann for- ráðamenn sína í varðhald og lýsti sig fulltíða. Líkaði mönnum það vel, því að hinir höfðu illa stjórnað. Oft braut hann stjórnarskrá eða feldi hana úr gildi heimildarlaust, síðast í Marz í vor. Fyrir þrem árum kvæntist hann að allra óvilja ekkju aldraðri, er hét Madame Draga Masjín, og hafði á sér misendis-orð um skírlífi. Þau hjón ætluðu eitt sinn að heimsækja Rúsa- keisara, en keisari lét konung vitá, að eigi yrði við drottningu hans tekið við sína hirð. Oft þóttist Draga drottning vera ólétt, og lézt mundu fæða ríkiserfingja. Menn trúðu því illa, lét konungur lækna skoða hana, og sögðu þeir ekkert barn í henni vera, og svo reyndist jafnan. Loks fékk hún konung til að kjósa bróður hennar til ríkiserfingja, og þurfti þjóðþingið (skuptsjína) að sam- þykkja það. En af því konungur vissi að þingið var á móti honum i því máli, feldi hann stjórnarskrána úr gildi í vor um tíma og rauf þing ó- löglega. Skyldi ið nýja þing nú bráð- um saman koma, og hafði konungur skipað það þíng svo (efri deild þess — en hún átti að samþykkja ríkis- erfingja valið), að menn vóru hræddir um, að þau drottning og hann niundu, ef til vill, sínum vilja fram koma. Er þetta talin aðalorsökin til sam- særisins. Bretland. Um miðjan f. m.hélt Chamberlain ræðu 1 ;Birgingham og mælti þar á móti frv. stjórnarinnar um að afnema aftur korntollinn. — Sama dag var nefnd manna hjá Bal- four stjórnarforseta, til að mótmæla afnámsfrumvarpinu. Balfour svaraði þeim, að hann gæti eigi sint tilmæl- um þeirra. Þannig var það í ljós komið, að sundurþykkja var í ráða- neytinu milli lýðlendu-ráðgjafans og stjórnarforsetans. 28. f. m. vakti svo Sir Carles Dilke, inn nafnkunni þingmaður í frjáisl. flokknum og fyrv. ráðgjafi, máls á þessu með fyrirspurn til Bal- fours um, hvort það væru skoðanir stjórnarinnar, sem Chamberlain hefði flutt í Birmingham. Menn bjuggust við, að Balfour mundi nú standa við það álit, sem hann hafði 1 ljós látið 14 dögum áður. En því fór fjarri. Hann talaði mjög á huldu, kvaðst ekki vilja hrapa að neinu; nú stæði mjög öðruvísi á, en 1846, og lýð- lendurnar heimtu lcorntollinn, svo að auðið væri að vilna þeim í með hann gagnvart öðrum þjóðum, og mikið yrði til að vinna, til að tengja fastara trygðaböndin milli lýðlendanna og Bretlands. Þó byggist hann við, að alþýða léti illa við almennum mat- vöru-tolli. En málið yrði vel að í- huga o. s. frv. Var svo að skilja, sem hann hefði í raun og veru gef- ist upp fyrir Chamberlain. Chamber- lain tók til máls á eftir, kvað mat- vörutoll alveg nauðsynlegan, bæði af því, að ekkert land í heimi fylgdi tollfrelsisstefnu, nema Bretland eitt, og svo tll að geta veitt lýðlendunum ívilnanir gegn þeim ívílnunum, sem þær veittu brezkum varníngi í toll- álögum. Við tollinn ynnist og fé til að veita verkamönnum ellistyrk. — Þvi hafði hann heitíð að vinna að fyrir 4 árum, en ekkert gert til að efna það heit fyr en nú, að hann ætlar að hafa það sem agn til að fá alþýðu-fylgi með matvælatolli. Næsta dag hafði Chamberlain kom- ist svo að orði í viðræðu: „Nú hefi ég brent öll mín skip! “ og hafði sagt, að ef hann ynni ekki kjósendur með sér í þessu máli við þingrof, þá segði hann af sér völdum. 4 ráðgjafar hafa nú látið í ljósi, að þeir væru ándvígir Chamberlain í þessu, og Winston Churchill og Hugh Cecil hafa myndað mótflokk gegn Chamberlain í flokki íhaldsþingmanna, og kváðu 30 þingmenn hafa heitið þeim fylgi þegar fyrsta daginn. 20. þ. m. ætlaði Chamberlain að eiga fund í Birmingham við 6—7000 meðlimi í Birm. Libérál Unionist Association (félag flokksmanna hans í B.). Þar er búist við að hann muni skýra frá fyrirætlunum sínum nánara. En 10. þ. m. var frumv. um af nám komtollsins til 2. umræð.u í parlímentinu. Var samþykt þar með allmiklum atkvæðafjölda, svo að Chamberlain beið þar lægri hlut. Það er mælt, að svo megn yrðr ágreiningurinn í ráðaneytinu, að leg- ið hafi við að Chamberlain segði af sér, nema þegar væri rofið þing. En Játvarður konungnr hafði gengið á milli til sætta, því að honum er mjög ant um, að eigi verði þing rofið fyrri en írsku landlögin eru samþykt. En hitt er nú líklegt talið, að rofið verði þing að áliðnu sumri. Noregnr. Þar liafa tveir ráð- gjafar lagt piður völd, þeir Konotv og Stang, báðir út af konsúlamálinu. Eru þeir báðir eins konar norskir „ Landvarnar “ -menn. Svo er mál með vexti, að stjórn- irnar báðar, in norska og in sænska, hafa nú orðið ásáttar um, að fá framgengt því áhugamáli Norðmanna, að hvert ríkið skuli hafa sérstaka konsúla (verzlunar-erindreka). Og þetta vilja þeir Konow og Stang líka. En stjórnunum hefir komið saman um að gera þetta á þann hátt, að samhljóða lagafrumvörp um þetta só lögð fram í hvoru landinu um sig fyrir þingin og samþykt þar og stað- fest síðan. En svo skal ákveðið í þeim frumvörpum hvoru um sig, að eigi verði þessum lögum breytt síðar í öðru landinu, nema hitt samþykki líka. Þessu eru þeir Konow og Sta.ng andvígir. Telja Noreg einbæran að slíta konsúla-sambandinu án samþykkis Svía og breyta því síðar eftir vild. Segja og, að þetta sé hættulegt fyrir- dæmi, þá er síðar komi til að hafa það fram, að Noregur hafi sérstaka sendi- herra hjá útlendum stjórnum. Hinir ráðgjafarnir, Sigurður Ibsen þar fremstur í fiokki, segja það alsatt, að Noregur hafi rétt til að gera alt þetta á eigna hönd án samþykkis Svía; en því fáist ekki framgengt að sinni án ófriðar milli landanna. Nor- egur missi engra réttinda í við að gera frjálsan samning um þetta við Svía. Enda elclá æskilegt að annað landið þröngvi fram slíkum breyt- ingum á því, sem nú er, að hinu nauðugu. Það hafi tekist að sann- færa Svía í konsúla-málinu, og það takist óefað líka í sendiherra-málinu. Það verði haldbetra að hafa sitt fram samninga-veginn, heldur en að berja það fram hins vegar. Hér sé um enga „uppgjöf landsréttinda" að ræða. Konow er valinkunnur sæmdar- maður, 'en öll þjóðin fylgir hinum ráðgjöfunum, t. d. öll blöð í Kristí- aníu, nema „17. Maí“. Danniörk. Prins Jnlim af Slesvík- Holsetalandi-Suðurborg-Glucksborg, bróðir Kristjáns konungs IX., . and- aðist í Itzehoe 1. þ. m. Var fæddur 24. Okt. 1824.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.