Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 09.07.1903, Qupperneq 2

Reykjavík - 09.07.1903, Qupperneq 2
2 Fróðárundrin enní Enn hefir verndartolla-hjátrúin skot- ið selshausnum upp úr gólfinu á Alþingi. •- Þar er gamla afturgangan, smjör- líkistollurinn, komin í ijós á ný. * Frv. er þar upp borið þess efnis, að leggja toll á: 1) smjörlíJá (lOau. á hv. pd.); 2) ost (5 au. á pd.); 3) kartöflur (10 au. á hver 10 pd.). Elutningsmaður (1. þm. Eangv.) vildi ekki láta vísa málinu til þeirr- ar nefndar, er annars fjallar um toll- mál, því að hann kvað frv. ekkihor- ið upp í tekju-auka skyni við lands- sjóð, heldur til að vernda og styðja landbúnaðinn, og því var því vísað til landbúnaðarnefndar. Yér skulum þá líta á frv. samkv. þeirn tílgangi, sem flutningsmaður lýsti að það væri borið fram í. Aðalatriðið er auðvitað smjörlíJcis- tollurinn. Nú eru iiðin fyrir víst ein ] 6 ár síðan frv. var fyrst borið fram á al- þingi um þetta. Þá vóru margir á- kafir með að fá verndartollinn; en jafnan tókst þó að kveða ófögnuðinn niður. 1899 um vorið var í ritgerð í „Andvara"1) farið fram á, að leggja engan toll á smjörlíkið, en styðja fsl. smjörgerð með útflutningsverð- Iaunum. Þetta varð ofan á á Al- þingi. Síðan hefir ísl. smjörgerð þokað stórum fram, og er þó minst séð, vonandi, af þeirri framför enn. í Andvara-ritgerðinni, sem nefnd var, er þess getið (160. bls.), að 1896 hafi verið flutt hingað til lands 13(5,471 77 af „smjöri", sem vænt- anlega hafi mestalt verið smjörlíki. 1 Sama ár eru flutt út: 3135 77 af smjðri. Árið 1900 er innfl. smjörlíki 189,- 303 77; en útflutt smjör 21,362. Útflutningur smjörs af landinu hefir þá sem næst sjöfaldast á ein- um fimm árum! — Enginn efi er á, að hann hefir stórum auJcist síðan. Innflutningur smjörlíkis hefir og aukist um 52,832 77 á sama tíma, og er það eðlileg afleiðing af vax- andi þilskipaútgerð landsmanna. En þó er aukningin eJcJd öll af þessari orsök runnin. í áður úefndri „Andvara“-ritgerð (161. bls.) varþess getið, að Danir, sem bezt smjör búa til í heimi, seldu smjörið sitt til út- landa, en keyptu sér smjörlíki til að borða. Var bent á, að það væri búhnykkur fyrir bændur að selja arnjör sitt fyrir 80 au. og þar yfir, en kaupa smjöriíki til matar fyrir lítið meira en hálft verð. Þessari þörfu bending eru menn nú farnir að fylgja Jiér. Til dæmis hafatveir prestar nýlega sagt mór, að þeir 1) Jón óiafsson: „Ycrzlunarfrolsi, verndartoIlaru. selji alt smjör sitt, en kaupi smjör- líki til heimiíisins 1 staðinn. Fyrir fám árum vóru Árnesingar ákafir með að fá toll lagðan ásmjör- líki, og fengu þingmann sinn til að bera það mál fram á þingi (honum að þvemauðugu). Nú eru farin að koma þar upp blómleg smjörbú. Og nú í vor, er vakið var máls á smjör- líkistolli á þingmálafundi þeirra, var meiri hluti fundarmanna orðinn þessum tolli mótfallinn. Þeir kváðust kaupa smjörlíki til matar, en selja smjörið; smjörlíJcistollur væri því á- laga á sig, er miðaði til að spilla fyrir góðri smjörgerð, sem nú reynd- ist mjög arðvænleg. Þetta er hyggilega og alveg rétt á litið. Svo virðist sem Rangæingar sé enn ekki komnir eins langt eins og Arnesingar. En vonandi líða ekki mörg ár úr þessu þangað til bændur í Rangárvallarsýslu verða einnig orð- nir andvígir smjörlíkis-tollinum. Margt hefir ólíklegra að borið, en að þeir verði á þá skoðun komnir fyrir næsta þing. Smjöriíkis-tollur nú mundi verða til niðurdreps landbúnaðinum á tvennan hátt, beinlínis og óbeinlínis. Beinlínis með því, að gera fram- Jeiðendum góðs smjörs (smjörs, sem er verzlunarvara) dýrara að lifa. Óbeinlínis með þvi, að verðlauna óþrifnað og amlóðahátt, þar sem milvlu minni hvöt væri þá fyrir bændur til að koma upp mjólkurbú- um og góðri smjörgerð. Smjörh'kið hefir átt mjög míkinn þátt í því, að bæta sjörgerðina hór í landi, svo að óþrifa-smjörgráði yrðióseljandi. Smjör- líkið er hrein og þrifleg vara, og menn kjósa hana heldur. en óhreint og iíla verkað smjör. Góða, vel verkaða smjörið er ávalt arðvænleg verzlunarvara. Hitt gæti verið umtalsmál, að færa niður verðmarkið á útfluttu smjöri, sem verðlaun fær, t. d. niður í 70 aura. En smjörlíkis-tollinn ætti þingið að kveða niður nú, eins og það hefir jafnan gert til þessa. Nú er hann skaðvænlegri en nokkru sinni fyr. XJm osttollinn er það að segja, að af osti flytjast hór til lands frá 20 til 30 þús. 77. (1896: 22,982 & — 1900: 32,995 77). Ef vér teljum, að 30,000 77 flytjist að jafnaði, þá yrðu tekjurnar af 5 au. ,tolli einar 1500 kr., og dregur það landssjóð hvorki til né frá. En hór í landi er engin ostagerð enn, sem teljandi sé, af þeim osti, sem verið geti verzlunarvara. Kunn- áttuna skortir enn. Jafnvel þeir sem búa til osta hér með fyrirmyndar- hreinlæti og þrifnaði úr sýnilega feitri og góðri mjólk, þeir kunna þó ekki að gera ostana verzlunarhæfa; taka þá of snemma upp, senda þá of nýja á markaðinn, og svo verða ostarnir bragðlausir. Vegurinn til að knýja menn til að afla sér betri kunnáttu, er ekki sá, að reyna að útrýma góðri vöru, sem keppa þarf við. Græði landssjóður lítið á ost-toll- inum, græðir landbúnaðurinn þó minna — öllu haldur tapar. Að ekki er yrkt hér meira en gert er af kartöflum, það er sannariega ekld verðinu að kenna. Kartöflu- verð er hér aldrei undir 8 kr. tn., en einatt 10 kr. Þar sem jörð og loftslag er lagað fyrir kartöflurækt hér á landi, þar er vist fátt eða jafn- vel alls ekkert, sem borgar sig bet- ur með því verði, sem nú er og um ómuna tíð hefir verið á kartöflum. Það er bókstaflega enginn hlutur Sem minni ástæða er til að leggja toll á, heldur en kartöflur. Það eru um 4300 tn., sem nú er fl'utt inn af lcartöflum (jafnvel til Ak- ureyrar þarf að flytja kartöflur). Landsmenn ættu að gera miklu meira af kartöflurækt, þar sem jarðvegur og loftslag leyfir., En verðið er ó- þarfi að skrúfa upp með lögum. Það er full-hátt. Þingið ætti að fella frumvarp þetta sem umsvifa-minst. m)chxl imnarsí! Líkvagn er nú favinn að sýna sig í bænum hér. Það var mál til komið. Það er ólíku umsvifaminna fyrir þá, sem þurfa að gera útför einhvers, að eiga vísan mann, sem ávalt má snúa sér a.ð bæði með að taka gröf, flytja lík til grafar og alt umstang, sem því fylgir. Hr. Matth- ías Matthíasson tekst nú þetta á hendur, og allir þekkja, hve vandað- ur og samvizkusamur maður hann er, svo að allir geta treyst honum til að láta þetta fara vel úr hendi. Vagninn sjálfur hefði helzt átt að vera snyrtilegri og skrautlegri, en hann er enn. En væntanlega útveg- ar hr. Matthías sér fegri vagn, ef það sýnir sig, að þetta borgar sig. — Vór sáum nýlega vagn þennan flytja lík til grafar, og gekk þar maður við hlið hestinum og stýrði honum. Þetta er ómynd. Eldllinn á að sitja á sæti framan á vagninum. Annars mælum vór ið bezta með að menn noti vagninn, og vonum það reynist ódýrast. Alþing-i Þingnefndir. Landsstjórnarfyr- irJcomidugið: Björn Kristjánsson, Hannes Hafstein, Jóhannes Ólafsson, jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Ólafur Ólafsson, Skúli Thoroddsen. Káðgjafa-ábyrgð: Guðláugur Guð- mundsson, Hannes Hafstein, Her* - mann Jónasson, Lárus H. Bjarnason, Skúli Thoroddsen. LandsreiJmingasamþyJd: Guðlaug- ur Guðmundsson, Ólafur Briem, Ó- lafur Thorlacius. GagnfræðasJcóli á Akureyri: Björn Bjarnarson, Einar Þórðarson, Hannes , Hafstein, Hannes Þorsteinsson, Stef- - án Stefánsson. Kláðamál: Árni Jónsson, Jóhann- es Ólafsson, Magnús Andrésson, Ó- lafur Thorlacius, Stefán Stefánsson. Kosningalög: Eiríkur Brlem, Guð- jón Guðlaugsson, Guttormur Vigfús- son, Hallgrímur Sveinsson, Sigurður Jensson. Eftirlaun og ellistyrJcur: Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Hallgr.. Sveinsson. HeilbrigðissamþyJdir: Guðj. Guð- laugsson, J. Jónassen, Þorgrímur Þórðarson. SJcipun lœJcnishéraða: J. Jónassen,. Valtýr Guðmundsson, Þorgrímur Þórð- arsori. LíJcslcoðun: Guttormur Vigfússon, J. Jónassen, Þorgrímur Þórðarson. HagfrœðissJcýrslur: Eiríkur Briem,. Kristján Jónsson, Sigurður Jensson. Samgöngmnál: Einar Þórðarson, Guðlaugur Guðmundsson, Hannes,. Hafstein, Jón Magnússon. Lárus H. Bjarnason, Magnús Andrésson, Ólafur Thorlacius. Landbúnaðarmál: Björn Bjarnar- son, Eggert Pálsson, Hermann Jón- asson, Ólafur Briern, Þórhallur Bjarn- arson. Þingsályktunartillögur. 1. Um að skipa í neðri deild 5 manna nefnd til að taka fjárkláðamálið til íhugun- ar og koma fram með tillögur tii ráðstafana til algerðrar útrýmingar fjárkláðanum. Flutningsmenn: Árnr Jónsson, Ólafur Briem og Stefán Stefánsson. 2. Um að skipa í neðri deild 5 manna nefnd til að íhuga landbún- aðarmál. Flutningsmenn: Þórhallui" Bjarnarson, Stefán Stefánsson, Einar Þórðarson, Pétur Jónsson og Björn Bjarnarson. 3. Um að útvegaður verði og sendur hingað sem fyrst sérstakur fallbyssubátur til strandgæzlu áFaxa- ílóa. Fiutningsmaðnr Yaitýr Guð- mundsson. 4. Um að setja nefnd í neðri deild til að íhuga og gera tillögur um samgöngumál landsins. Flutn- ingsmenn: Lárus H. Bjarnason, H. Hafstein, Ólafur Thorlacius ogHann- es Þorsteinsson. 5. Um að setja nefnd í efri deild5 um sarna. Flutningsmenn: Sigurð- ur Jensson, Valtýr Guðmundsson og; Jón Jakobsson. 6. Um að skipa í neðri deild nefnd til að íhuga mentamálið og gera tillögur um það. Flutningsmenn:

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.