Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.07.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 09.07.1903, Blaðsíða 3
3 Kaupio Schweizer-silki! — Áreiðanlega lialdgott. — Biðjið nm sýnis'horn af vorum nýju vörumí svörtum,hvitum eða öðruvísilitum pjerðum. Sérleg fyrirtök: munstrað SiBki-FouSard, fivssiki, hrá-silki og vaska-silki í alklæðnaði og treyjur, frá 90 au. og yfir pr. meter. Vér seljum til Islands miiiiiiðsiansl, privaí-ííjönnum og sondum silkin, sem þeir velja sér, SoSSfríta og burðargjaSdsfrítt heim til þeirra. Schweizer & Co., Luzern (Schweiz). Silkivarnings-útfly tj endur. Lárus H. Bjarnason, Hermann Jón- asson, Eggert Pálsson, Hannes Haf- stein, Ólafur Thoriacius, Tryggvi Gunnarsson, Jóhannes Ólafsson og Hannes Þorsteinsson. ÞingmannafrumTðrp. 1. Um skyldu embættismanna til að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan lífeyri. Sama sem lá fyrir síðasta þingi. Flutningsmaður: Guðjón Guð- laugsson. 2. Um ráðherra-áhyrgð. Flut- ningsmenn: Guðlaugur Guðmundsson og Skúli Thoroddsen. 3. Um bæjarstjórn í Hafnárfirði. Flutningsmenn: Valtýr Guðmundsson og J. Havsteen. 4. Urn að skifta Kjósar- og Gull- bringusýslu í tvö sýslufélög. Flutn- ingsmenn: Björn Kristjánsson og Þórhallur Bjarnarson. 5. Um viðauka við lög 9. Jan. 1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á íslandi 4. Maí 1872. Flutningsm.: Björn Kristjánsson og Jóhannes Ólafsson. 6. Um aðflutningsgjald af smjör- líki. Flutningsmaður: Eggert Páls- son. 7. Urn heimild handa sýslunefnd- um og hreppsnefndum til að hækka vegagjald: Flutniugsmenn: Ólafur Ólafsson og Hannes Þorsteinsson. 8. Um áfangastaði, beimildarlög fyrir þeim. Sömu flutningsmenn. 9 — 11. Um iöggilding verzlunar- staða að Óspakseyri i Bitru, Staðar- felli í Hvammsfirði og við Gerðaleir í Gullbrlngusýslu. Flutningsmenn jþingmenn þeirra kjördæma. 12. Um að skifta Barðastrandar- læknishéraði í tvö læknishénið. Flm.: Sigurður Jensson. „Færosk Politik“ heitir hók, sem Joanes Paturson, ríkisþingsmaður Færeyinga, hefir ný- lega gefið út. Hún er mjög fróðleg og skemtileg einnig fyrir oss íslend- inga, enda er þar á ýmislegt vikið úr stjórnarfarssögunni, er voru landi kemur við eða sögu. þess. Auk þess er mjög hugðnæmt að sjá þá pólitísku framfaraviðleitni og heimastjórnar- liug, sem nú er að vakna hjá þess- um nákomnu frændum vorum, og er ástæða til að fylgja þessari viðleitni þeirra með bróðurlegum meðhug. Hr. Paturson stendur að einróma dómi allra þeirra, sem honum liafa kynst, fremstur allra landa sinna, og virðist vera sjálfsagður merkisberi þeirra á braut framfara og frelsis. Bókin fæst hjá bóksölunum Jóni Ólafssyni og Sigf. Eymundssyni og kostar 1 kr. 75 au. HeÍTnsendanna milli. Bantlaríkiu. Þar hefir komið fyrir stórt hneykslis-mál. Maður er nefndur Seymour W. Tulloch og var áður gjaldkeri í pósthúsinu í Wash- ington, D. C. Hann ritaði í Maí- lok póstmálaráðherra Bandaríkjanna bréf og bar í því þungar sakir á marga embættisménn, og það meðal inna æðri, í aðalpóststjórninni; kvað frændum og vinum þeirra veittar launaðar stöður í póststjórninni án þess að þeir kæmu nokkru sinni og ynni nokkurt verk; stórfó væri stolið úr alríkissjóði á þennan hátt. En svo væri og ýmsir hátt standandi em- bættismenn, er þægju mútur í stór- um stýl af mönnum, er viðskifti ættu við póststjómina; yfir höfuð væri ekkert viðunanlegt eftirlit með fjárgreiðslum og fjáreyðslu í póst- stjórninni, embættismenn ávísuðu sjálfum sér fé eftirlitslaust, og væri því hverjum manni auðgert að stela ettir vild. Póstmálaráðherran sinti þessu ekki fyrst; en þá birti Tulloch hréfið í blöðunum. Eáðherrann kvað þettaþó enn „vindeinn“, er ekkert mark væri á takandi. En blöð allra flokka um alt landið tóku nú í Strenginn, sögðu að hör væri beint sakargiftum á liend- ur nafngreindum mönnum, einkan- lega Mr. Heath, æðsta embættismanni í póststjórninni næst sjálfum ráðgjaf- anum, og Mr. Machen, forstjóra land- póstferða og bréfburðar deildarinnar. Hétu blöðin á Roosevelt forseta, er þá var á ferðalagi, að taka í taum- ana. Það gerði hann og- rösklega og hauð að hefja stranga rannsókn. Sást þá hrátt, að hér var flest satt hermt hjá Tulloch og að póstmála- skrifstofurnar vóru svo að segja eitt stórt þjófabæli. Sjö eða átta af æðri embættis- mönnum póststjórnarinnar, þar á meðal Machen, hafa verið teknir fastir. Ein einasta múta, sem Mach- en fékk hjá tveim bræðrum, nam $ 22,000. Yínsölubanns-stefnan í Banda- ríkjunum hefir beðið hvern stórhnekk- inn á fætur öðrum upp á síðkastið í Bandaríkjunum. Ekki færri en þrjú ríki, er áður höfðu vínsölubanns-lög, hafa nú numið þau úr gildi, og þar á meðal Maine, er lengsta hefir haft reynsluna. Há leyfisgjöld hafa víð- ast verið lögleidd í staðinn. Orsök- in talin sú, að reynslan hafi sýnt, að bannlögunum fylgdi verri drykkju- skapur og meiri siðspilling heldur en hágjaldslögum. 1Re\>fcja\nft oo orcnb. Eolaskip stórt kom til kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs í gær. — S. d. stórt timburskip til Godthaabs-verzl. Bókinentafélagið hélt ársfund sinn 8. þ. m. Stjórnin var endur- kosinn og varamenn sömuleiðis. í Tímarits-stjórnarnefnd (ásamt forseta) vóru kosnir: Guðm. Björnsson læknir, Jón Ólafsson bólcsali, Helgi Pétursson cd. mag. og Guðm. Finnbogason cd. mag. — Eftir all-langar umræður um Tímaritið, um Skírni og um fyrir- komul. félagsins var loks samþykt tillaga um, að kosin skyldi 3 manna nefnd til þess í samvinnu við stjórn- ina að íhuga útgáfu-fyrirkomulag tímaritsins og hvað tiltækilegast sé að gera til að efla og útbreiða félagið, og koma fram með tillögur sínar í því efni fyrir næsta ársfund. í þá nefnd hlutu kosningu: Guðm. Björns- son, Guðm. Finnbogason og Þorst. Erlingsson (eftir hlutkésti milli hans og Jóns Ólafssonar, er hafði jafn- mörg atkvæði). Útskála-prestakall. Af úmsæk- jendum um það eru þessir þrír á kjörskrá settir: sóra Einar Þórðarson, séra Kristinn Daníelsson, séra Ólafur Finnson. Yefndin í n. d. í stjórnarskrámál- inu lagði nefndarálit sitt fram í gær. Ræður einhuga til að samþykkja frum- varpið óbreytt. m fáum vór í ár lög um heimul- legar kosningar til alþingis. Hug- kvæmist engum þingmanni að bera upp áþekt frumvarp um heimullegar kosningar í hreppum og bæjum? ___________ • JSSjP-" Ábm. „Itcykjavíkur44 á heima í Aðalstr. 11 — oftast heima kl. 3 —4 og eftir kl. 7 síðd. En ann- ars venjul. að hitta á skrásetningar- stofu Landsbókasafnsins (i Alþ.hús.). ifar* j. í9aturson: fœrosk Polilik fœst á kr. 1,75 í bókverzl. Jóns Olapssonar. Nýjar birgðir af pappír og ritföngum fæ ég með „Laura“ í næstu viku. Jón ÓSafsson. LEJKFÉLflG REYKJAVÍKUR. Á Laugarúagskviildið kemur vcrður leikið í |,lðnósc Skipið sekknr, lcikurí4 þáttum oftir Indr. Einarsson. f leiknum eru sungm tvö ný sönglög, eftir séra Bjarna Þorstsinsson. Yerzlun Ben. S. Þórarinssonar selur Zinkhvítu á 25 au. pd. og pottinn af fernis á 70 au., þegar mikið er tekið í eínu. Skemtiferö Sunnudaginn 12. Júlí fara Good- Templarar i Reykjavík skemtiferð inn í Hvalfjörð á gufubátnum „Reykjavík“, ef veður leyfir. Verði fært veður, verður kontórflaggið uppi á stöng Bj. Guðm. Lagt verður á stað kl. 8^/a árdegis, og verða allir að vera viðbúnir að stíga á skipsfjöl eigi síðar en kl. 8. Aðgöngumiðar á 1 kr. fást í afgreiðslu Ísafolílar, hjá verzlunarmanni Sig- urði Gíuðmundssyni, Jóni Árna- syni prentara, Pétri Jónssyni blikk- smið og Gruðm. Guðmundssyni bakara (Félagshakaríinu). Engir aðrir en Good-Temlarar verða í förinni. Agæt hörpuð SSD ysart11 ofnkol og „kóks“ fæst nú þegar hjá Breiðfjörð. Kánara þar um í sölubúð hans. EG undirskr. lærð yfirsetukona býð hér með konum að leita mín ef á liggur. Guðbjörg Sigurðardóttir, Hverfisgöfu 39. Jiorskmmið |atae|ni er til sölu fyrir gott verð eftir gæðum í búð [—35. Sigfúsar Eymundssonar. Tóvinnuverksmiðjan jAalgaard* er sú langbezta, sem enn er þekt. Um boðsmaður Jen. S. pórarlnsson. Hvergi ódýrari nje vandaðri viðgerð á úrnm og klukkum en á Lauga- vegi 23. A11 i r, sem drekka gott danskt brennivín, kaupa það í verzlun Sen. S. þórarinssDnar. Brönduma kornbrenniwín er að eins að fá í verzlun Ben. S. Þórarinssonar. S^eir fleygja peningunum í sjóinn, þeir sem verja þeim til að auglýsa Reykvíkingum nokkuð annarstaðar en í „Reykjavík," því að hún hefir þar meiri útbreiðslu en öll önnur blöð til samans — kemur á h v e r t h e i in i 1 i. Útbreiddasta blaðið hér í nær- | sýslunum, og útbreiddust á ís- landi yfir höfuð.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.